Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.04.2012, Qupperneq 4
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR4 Námskeiðið verður haldið í Kaldalóni og hefst það kl.20.00 Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu hættur sem að hjónabandi og sambúð steðja í dag og bent á leiðir til að varast þær. Markmið kvöldsins er: • AÐ KVEIKJA FERSKAR HUGMYNDIR Í SAMBANDINU • AÐ FINNA NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ LEYSA ÚR VANDA • AÐ GERA GOTT SAMBAND BETRA OG TRAUSTARA • AÐ SKOÐA SAMSKIPTI OKKAR TIL AÐ STYRKJA ÞAU • AÐ NJÓTA GÓÐRAR KVÖLDSTUNDAR MEÐ ÁSTINNI SINNI Í lok námskeiðsins fá þátttakenndur sjö vikna heimaverkefni til að styrkja sambandið enn frekar. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, en yfir 6000 pör hafa tekið þátt í hjónanámskeiðum hans. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 8917562 og á thorhallur33@gmail.com JÁKVÆTT NÁMSKEIÐ UM HJÓNABAND OG SAMBÚÐ Í HÖRPU 30. APRÍL. GENGIÐ 13.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,1083 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,65 127,25 201,79 202,77 166,67 167,61 22,404 22,536 21,901 22,029 18,735 18,845 1,5625 1,5717 195,32 196,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is HERJÓLFUR Eimskip átti lægsta tilboðið í rekstur ferjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Eimskip átti lægsta tilboðið í rekstur Herjólfs en til- boðin voru opnuð í gær. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum en boð Eimskipa var tæpar 681 milljón króna. Tilboð Samskipa hljóðaði upp á 772 milljónir króna en tilboð Sæferða upp á 903 millj- ónir. Áætlaður verkkostnaður var 832 milljónir króna. Þetta er í annað sinn sem opnað er fyrir tilboðin en í mars voru fyrri tilboð fyrirtækjanna þriggja dæmd ógild. Tilboð Eimskipa nú var 178 milljónum króna lægra en í síðasta útboði. - kh Útboð í Herjólf opnað: Eimskip með lægsta tilboðið TRÚMÁL 352 gengu úr Þjóð- kirkjunni fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þar af skráðu 166 sig í annað trúfélag en 186 skráðu sig utan trúfélaga. Í samantekt Þjóðskrár kemur fram að af þess- um 352 einstaklingum eru 269 fæddir árið 1976 eða síðar. Á sama tíma hafa aðeins 37 manns úr öðrum trúfélögum eða utan trúfélaga skráð sig í Þjóð- kirkjuna. 112 skráðu sig í einhverja af þremur fríkirkjum landsins á þessu tímabili, Frí kirkjuna í Reykjavík, Óháða söfnuðinn í Reykjavík eða Fríkirkjuna í Hafnarfirði, en 23 skráðu sig úr þeim. Alls skráðu 207 sig utan trú- félaga á fyrsta ársfjórðungi, en 39 sem áður höfðu staðið utan trúfélaga skráðu sig í eitthvað trúfélag. Alls sögðu 8268 sig úr Þjóð- kirkjunni frá 1. desember árið 2009 til loka síðasta árs. Flestar úrsagnir úr Þjóð- kirkjunni á einum mánuði voru í ágúst 2010 þegar um tvö þúsund manns skráðu sig úr henni. - þj Tölur Þjóðskrár sýna að hundruð hafa skráð sig úr Þjóðkirkju það sem af er ári: Unga fólkið líklegra til úrskráningar HALLGRÍMSKIRKJA 352 skráðu sig úr Þjóðkirkjunni á fyrstu þremur mánuðum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spyr um Samhjálparsamning Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, hefur ítrekað í borgarráði ósk sína um að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort innkaupareglum borgarinnar hafi verið fylgt þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins við Þingholtsstræti. REYKJAVÍKURBORG Lifa ekki af í Grindavík Bæjarráð Grindavíkur segir að verði frumvarp um veiðigjöld að lögum lifi sjávarútvegsfyrirtæki í bænum ekki af þá auknu skattheimtu sem því fylgi. Miðað við upplýsingar frá fyrir- tækjunum þar megi gera ráð fyrir að veiðigjald og auðlindarenta fyrirtækja í Grindavík verði um og yfir tveir milljarðar króna. SJÁVARÚTVEGUR ICESAVE Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dóm stólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utan- ríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mót- mæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórn- valda ti l að gera athuga- semd við kröfu framkvæmda- stjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðal- ganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðal- göngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmda stjórnarinnar að málinu umfram hina hefð- bundnari leið að leggja fram skrif- lega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjenda- teymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Ísland mótmælir ekki meðal- göngu Evrópusambandsins Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR ENN DEILT UM ICESAVE Íslensk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að ESB fái meðal- göngu í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnarandstöðuþingmenn telja að Ísland hafi þurft að mótmæla. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu í Icesave-málinu sé ESB að taka afstöðu gegn Íslandi í málinu. Hann sagði þessa framkomu „fruntalega“ og sambandið hefði betur látið nægja að stök aðildarríki, Holland og Bretland, hefðu krafist meðalgöngu í stað þess að sambandið kæmi fram „sem ein blokk“ gegn Íslandi í málinu. „Fruntaleg“ framkoma ESB Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkis- málanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjöl miðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnar- innar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokks og fulltrúi í utanríkismála- nefnd, segir í samtali við Frétta- blaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viður- kenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mót- mæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is Í svari Chantal Hughes, talskonu hjá framkvæmdastjórn ESB, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að með kröfunni um meðalgöngu sé framkvæmdastjórnin að styðja það að skýra þurfi skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samn- ingnum. Það sé nauðsynlegt til að „viðhalda trausti á reglum ESB um innistæðutryggingar, á trausti á innri markaði sambandsins og á stöðugleika evrópska fjármála- kerfisins í heild“. Málið fyrir EFTA-dómstólnum er ekki beintengt aðildarviðræðum Íslands við ESB. Í víðara sam- hengi verði þó geta Íslands til að innleiða samningskafla ESB um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipunina um innnistæðu- tryggingar, metin þegar að því kemur að semja um þann kafla í aðildarviðræðunum. Ekki beintengt: VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 17° 13° 10° 16° 9° 10° 10° 21° 12° 8° 20° 25° 11° 16° 16° 7°Á MORGUN Allhvasst SV-til, annars hægari. MÁNUDAGUR 10-15 m/s SV-til, annars hægari 5 5 4 3 1 2 -1 -2 2 -2 3 4 4 3 3 2 2 2 2 2 2 2 4 4 3 6 5 4 6 4 8 5 HELGI aftur og nýbúin. Hægviðri um mest allt land í dag. Skúrir V-til í dag en ætti að birta til inná milli. Kalt en bjart A-til. Vaxandi SA-átt SV- til á morgun og úrkoma. Hægari vindur og bjart NA- til. Skýjað um allt land á mánudag og dálítil rigning S- og V-lands. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SAKAMÁL Ný gögn eru komin fram í Guðmundar- og Geirfinns málinu sem gætu varpað nýju ljósi á rannsókn málsins. Um er að ræða dagbók Guðjóns Skarphéðins- sonar, sakbornings í málinu, frá því hann sat í gæsluvarðhaldi árin 1976 til 1977. Frá því var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að bókin sé nú komin í hendur starfs- hóps sem rannsakar málið. Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins, sagði bókina viðamikið gagn í málinu. - sv Mikilvæg fyrir rannsóknina: Önnur dagbók komin fram Ég held að það sé öllum ljóst að ráð- herra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.