Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 10

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 10
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR10 Félags Rafeindavirkja ARÞING 2012 STJÓRNUN NÝSKÖPUNAR Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið miðvikudaginn 18. apríl nk. kl. 8:30–10:30 á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni STJÓRNUN NÝSKÖPUNAR. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 verða afhent. Húsið opnar kl. 8:15 með léttum morgunverði. DAGSKRÁ 8:30–10:30 Ávarp Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra Langhlaup nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins Alþjóðlegt fyrirtæki úr litlu landi Davíð Helgason, forstjóri Unity Technologies Stjórnun í skapandi umhverfi Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins Stöðugar umbætur í áliðnaði Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi Tónlistaratriði Skólakór Kársness Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 afhent Fundarstjóri er Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri Rannís Skráning fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is eða í síma 522 9000. NÝSKÖPUN DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært ríflega þrítugan mann frá Höfn í Hornafirði fyrir brennu og nauðgun. Brotin sem hann er ákærður fyrir voru framin með um árs millibili. Hann neitar allri sök. Manninum er gefið að sök að hafa lagt eld að geymsluhús- næði í bænum í september 2010. Geymslan brann til grunna. Töluverðan tíma tók að vinna svokallaða almannahættu- skýrslu fyrir eldsvoðann, sem skýrir af hverju ekki er ákært fyrir brotið fyrr en nú. Niður- staða rannsóknarinnar var að eldurinn hefði skapað almanna- hættu og því er ákært fyrir brennu. Við slíku broti liggur minnst tveggja ára fangelsis- vist. Maðurinn er svo sakaður um að hafa nauðgað konu á staðnum í fyrrahaust. Hann neitar því alfarið, og neitar því jafnframt að hafa kveikt í geymslunni. Aðalmeðferð verður í málinu fyrir Héraðsdómi Austurlands á Höfn í Hornafirði 14. maí. - sh Rúmlega þrítugum manni gefin að sök tvö alvarleg brot með árs millibili: Ákærður fyrir nauðgun og brennu HÖFN Í HORNAFIRÐI Maðurinn neitar alfarið sök. Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur DANMÖRK Manu Sareen, kirkju- málaráðherra Danmerkur, lofaði árið 2007 að senda þrjár danskar krónur af hverju seldu eintaki af barnabók sinni, Iqbal Farooq og kronjuvelerne, til barnaheimilis í Indlandi. Samkvæmt frétt á vef Berlingske Tidende hefur ráð- herrann aðeins sent um 2.000 danskar krónur alls eða tæpar 50 þúsund íslenskar krónur. Miðað við seld eintök hefðu fátæku börnin, sem flest eru munaðarlaus, átt að vera búin að fá rúmlega 23 þúsund danskar krónur eða um hálfa milljón íslenskra króna. Ráðherrann lofar að standa við loforð sitt og senda börnunum peningana. - ibs Svik kirkjumálaráðherra: Svindlaði á munaðarlaus- um börnum FRÉTTASKÝRING Er morðmál hluti af valdabaráttu innan kínverska Kommúnistaflokksins? Morð á breskum kaupsýslu- manni hefur undanfarnar vikur komið mikilli valdabaráttu í Kommúnista flokknum í Kína í sviðsljósið. Háttsettur maður innan flokksins, Bo Xilai, var sviptur öllum embættum sínum á þriðjudag og tilkynnt var að eigin- kona hans væri grunuð um aðild að morði. Talað er um málið sem stærsta stjórnmálahneyksli Kína í rúmlega tuttugu ár. Ástandið sem nú varir er óvenjulegt og hafa sumir sérfræðingar leitt líkum að því að málið eigi rætur að rekja til komandi valdaskipta. Málið hófst með dauða kaup- sýslumannsins Neils Heywood, sem hafði búið í Kína í um tíu ár. Heywood fannst látinn á hótel- herbergi í borginni Chongqing í nóvember í fyrra. Lögregla sagði hann hafa látist vegna ofneyslu áfengis og var sú útskýring tekin trúanleg af fjölskyldu hans og breskum yfirvöldum. Heywood er sagður hafa verið vinur eiginkonu Bo, Gu Kailai, og sonar þeirra, Bo Guagua. Í febrúar komst Bo Xilai í fréttir, þegar Wang Lijun, að- stoðar borgarstjóri og lögreglu- stjóri í Chongqing flúði á skrif- stofur bandaríska sendiráðsins í borginni Chengdu og sótti þar um hæli. Hann óttaðist um öryggi sitt. Hann hafði verið náinn sam- starfsmaður Bo en var lækkaður í tign í janúar eftir að hann greindi Bo frá því að verið væri að rann- saka mál fjölskyldunnar, en ýmsar sögusagnir um ríkidæmi þeirra og líferni höfðu verið lífseigar. Wang hélt því fram þegar hann sótti um hæli að Neil Heywood hefði verið myrtur. Í kjölfar þess báðu bresk stjórnvöld um að rannsókn yrði hafin aftur og það var gert. Á þriðjudag var svo greint frá því að Gu hefði verið handtekin og færð í varðhald ásamt starfs- manni á heimili þeirra hjóna. Þau eru grunuð um morðið á Heywood. Bo hafði þegar verið sviptur leið- togastöðunni, en á þriðjudag var honum einnig vikið úr stjórn- málaráðinu vegna „alvarlegra aga- brota“. Skipt verður um forystu í Kommúnistaflokknum í haust, en það er gert á tíu ára fresti. Venju- lega fara slík valdaskipti fram í friði, enda Kommúnistaflokknum mikið í mun að sýnast sameinaður og sterkur. Forystu Kommúnista flokksins er oft skipt í tvo hópa, sem nú eru sagðir í mikilli valdabaráttu. Í öðrum hópnum er forsetinn Hu Jintao, forsætisráðherrann Wen Jiabao og stuðningsmenn þeirra. Í hinum hópnum eru aðallega stjórnmálamenn frá Shanghai, og verndari þeirra er Jiang Zemin fyrrverandi forseti. Í þessum hópi var Bo Xilai. Fram að þessu máli hafði verið talið líklegt að Bo yrði hækkaður í tign á fundinum í haust og kæmist í níu manna fastanefnd stjórn- málaráðsins, sem er æðsta stofnun flokksins, en Bo átti sæti í því. Hann var vinsæll leiðtogi flokksins í borginni Chongqing og vakti athygli fyrir aðgerðir sínar gegn skipulagðri glæpastarfsemi og fyrir að endurvekja gamla komm- úníska söngva og sögur. Hann var umdeildur vegna þessara mála og þrátt fyrir vinsældir átti hann líka marga óvini. Ekki er vitað hvort hann verði ákærður fyrir spillingu vegna afskipta sinna af rannsókn á fjölskyldunni. thorunn@frettabladid.is Morð vekur athygli á valdabaráttu Stjórnmálamaður í Kína var sviptur öllum embætt- um innan Kommúnistaflokksins í kjölfar morðásak- ana. Talið tengjast valdabaráttu innan flokksins. HJÓNIN Bo og Gu bjuggu í Chongqing þar sem Bo var leiðtogi flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.