Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2012, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 14.04.2012, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 14. apríl 2012 11 17. apríl Nýsköpun og að virkja hugmyndina 2. maí Nýsköpun og verkefnið 16. maí Nýsköpun og framkvæmdin Nýsköpun námskeið Virkjum nýsköpunarkraftinn Arion banki vill vinna að því að byggja upp fjöl breytt og öflugt atvinnu líf. Arion banki Nýsköpun er vett vangur sem er ætlað að leysa úr læð ingi þann mikla ný sköpunar kraft sem býr í Íslendingum. arionbanki.is – 444 7000 Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá býður Arion banki upp á þrjú námskeið til að auðvelda fyrstu skrefin í að þróa og vinna áhugaverðar hug- myndir. Á námskeiðunum fara þeir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur Arion banka í nýsköpun, og Dr. Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöðinni, yfir hvernig hugmyndir geta orðið að veruleika. Arion banki vill með margvíslegum hætti efla nýsköpun í landinu. Að virkja fólk með góðar hugmyndir er aðeins einn liðurinn í viðleitni bankans til að byggja upp sterkara atvinnulíf. Á næstu mánuðum mun bankinn kynna frekari skref í þessa átt. Við hugsum um framtíðina. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/nyskopun SVÍÞJÓÐ Þegar foreldrar 10 ára stúlku í Borås í Svíþjóð báðu yfir- völd árið 2008 um fjárhagsaðstoð til þess að fara með hana til Kongó, þaðan sem þeir voru, í því skyni að láta reka úr henni illa anda, komu yfirvöld stúlkunni fyrir á fóstur- heimili. Það var ekki fyrr en í fyrra sem stúlkan greindi frá því að foreldrarnir hefðu áður sjálfir beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að reka úr henni illa anda. Eitt skiptið þurfti að flytja barnið á sjúkrahús vegna ofbeldis föðurins. Hann skipaði litlu stúlkunni að segja að skólakrakkar hefðu verið að verki. Foreldrarnir hafa nú verið handteknir. - ibs Foreldrar handteknir: Ráku illa anda úr dóttur sinni DANMÖRK Timo Kivimäki, finnskur prófessor við Kaupmanna hafnar- háskóla, hefur verið ákærður fyrir njósnir fyrir Rússa. Prófessorinn vísar sakargiftum á bug sam- kvæmt frásögn danskra fjölmiðla. Hann segist hafa fengið greiðslur fyrir faglega greiningu og röksemdafærslu varðandi öryggismál fyrir menn sem hann taldi vera venjulega starfsmenn rússneska sendiráðsins, alveg eins og hann hafi gert fyrir fjölmarga aðra erindreka og ríkisstjórnir. Kivimäki kveðst þó einu sinni hafa verið efins í samskiptum við Rússana. - ibs Fékk greiðslur frá Rússum: Saka prófessor um njósnir GAGNAFLUTNINGAR Með 4G marg- faldast flutningsgeta og hraði í fjarskipta- netum frá því sem er í 3G þjónustunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMSKIPTI Mögulegt er að 4G far- netsþjónusta standi Íslendingum til boða undir lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Á vef Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) segir að síðar á árinu verði úthlutað tíðnum fyrir 4G þjónustu á Íslandi. Það verður gert með uppboði og verður 800 MHz og 1800 MHz tíðnisviðunum úthlutað fyrst. Á vef PFS er vakin athygli á því að hafa þurfi í huga við kaup á tækjum með 4G möguleikum að tíðnisvið eru ekki samræmd um allan heim. Þannig munu 4G- tæki sem framleidd eru fyrir Evrópu markað ekki virka í Banda- ríkjunum og Kanada. - þj Útboð PFS á tíðnisviðum: 4G gæti komið fyrir árslok VÍSINDI Bavíanar geta lært að þekkja orð með allt að fjórum stöfum frá fjögurra stafa stafa- rugli, þó þeir viti ekki hvað orðin þýða. Hæfileikaríkasti bavíaninn í nýrri rannsókn þekkir um 300 orð. Rannsóknin var gerð á tilrauna- stofu, og tók hópur bavíana þátt. Aparnir voru ekki neyddir til þátttöku, heldur gátu þeir sjálfir ákveðið hvort og hvenær þeir vildu leysa þrautir. Tíu snertiskjám var komið fyrir á svæði apanna, sem þeir gátu skoðað þegar þeim hentaði. Á skjánum birtist fjögurra stafa orð. Bavíanarnir áttu svo að segja til um hvort stafirnir fjórir mynduðu raunverulegt orð, eða hvort þeir væru stafabrengl. Þegar þeir svöruðu rétt fengu þeir verðlaun. Bavíanarnir lærðu smátt og smátt að þekkja orðin. Þeir urðu sífellt betri í að ákvarða hvað var orð og hvað var stafabrengl. Reyndasti bavíaninn þekkir nú um 300 orð, en aðrir færri. Vís- indamennirnir sem standa að rannsókninni segja ekki koma á óvart að gáfnafar apanna sé mis- jafnt, alveg eins og meðal mann- fólksins. - bj Rannsókn sýnir að bavíanar geta lært að þekkja fjögurra stafa orð á tölvuskjá: Reyndur bavíani þekkir 300 orð TÓKU ÞÁTT Bavíanarnir í rannsókninni réðu því sjálfir hvort og hvenær þeir tóku þátt, og lögðu sig því alla fram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Tæp 44 prósent segja innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi samkvæmt niður- stöðum könnunar lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu um viðhorf almennings til lög- reglu. Tæplega 20 prósent nefndu umferðarlagabrot. Tæp 14 pró- sent nefndu eignaspjöll og fleiri nefndu fíkniefnaneyslu sem mesta vandamálið í sínu hverfi. Þá sögðust yfir 88 prósent íbúa mjög eða frekar öruggir einir á gangi að næturlagi í sínu hverfi. Viðhorfskönnun íbúa: Telja innbrot mesta vandann HOLLANDE Í HEIMSÓKN François Hol- lande, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, heimsótti hárgreiðsluskóla í Clermont-Ferrand á fimmtudaginn og ræddi við nemendur og kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.