Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 32
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR32
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
EIRVÍK innréttingar
NÝJUNG
á íslenskum
innréttingamarkaði
Farðu alla leið með Eirvík
Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram-
leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum
sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur.
Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við
kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa.
ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
A
lgengt er að börn
berjist fyrir lífi
sínu á hverjum
degi á götum stór-
borga Rúmeníu. Hin
margverðlaunaða
heimildarmynd, Neðanjarðar-
börnin (Children Underground),
sem kom út fyrir tæplega ellefu
árum, bregður ljósi á þetta sam-
félagsmein og ekki síður þá miklu
hæfileika sem börnin búa yfir, til
þess að geta lifað af. Kvikmyndin
hlaut fjölda viðurkenninga árið
2001 og 2002, m.a. á Sundance-
kvikmyndahátíðinni og þá var hún
tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Kvikmyndaleikstjórinn og
blaðamaðurinn, Edet Belzberg, og
kvikmyndatökumaðurinn Wolfang
Held fylgdu fimm börnum eftir
sem lifðu á götunni og héldu
jafnan til á lestar stöðvum í höfuð-
borginni Búkarest. Þegar myndin
var tekin upp, voru börnin á
aldrinum 8 til 16 ára. Þau eru því
orðin full orðin í dag.
Hvar eru börnin nú?
Áform eru nú uppi um að gera
framhaldsmynd um neðan jarðar-
börnin, þar sem farið verður yfir
lífshlaup þeirra. Belzberg og
Held hafa látið hafa eftir sér að
sú saga sé ekki síður átakanleg og
merkileg en ekki liggur þó fyrir
enn hvenær myndin á að koma út
eða hvaða tímabil í lífi barnanna
verður undir smásjánni.
Óhætt er að segja að líf
barnanna hafi verið þyrnum
stráð. Börnin þurftu oft að grípa
til örþrifaráða til þess að verða
sér úti um mat, t.d. með þjófnaði
og betli. Þá var vændi aldrei langt
undan, fíkniefnanotkun og gróft
ofbeldi sömuleiðis.
Hörmulegustu senur mynd-
arinnar eru hins vegar ekki
tengdar þessum skugghliðum
lífsins á götunni, heldur frekar
þegar börnin engjast um af sorg
vegna þess hve mikið þau sakna
ástvina, einkum syst kina og
mæðra. „Á tímabili fannst mér
þetta bara einum of,“ sagði Belz-
berg er hún tók við Sundance-
verðlaununum eftir útgáfu verð-
launanna árið 2000. „Ég hélt að
það væri ekki hægt að ljúka svona
verkefni vegna þessara erfiðu
stunda sem maður sá.“
Mannleg eymd
Þegar myndin var gerð var áætlað
að í Búkarest einni hefðu verið
um 30 þúsund munaðarlaus börn á
götunni. Mörg þeirra flúðu erfiðar
fjölskylduaðstæður, en stór hluti
var áður á alræmdum munaðar-
leysingjahælum sem sett voru
upp í stjórnartíð kommúnistaleið-
togans Nicolae Ceausescu sem
steypt var af stóli með byltingu
árið 1989. Hann var tekinn af lífi
ásamt eiginkonu sinni í kjölfarið.
Myndin sýnir vel hvernig
áhættusamt líferni barnanna
mótar þau sem einstaklinga, bæði
hvað varðar skapgerð og hæfi-
leika. Börnin sem fylgt var eftir
heita Cristina Ionescu, 16 ára,
Mihai Alexandre Tudose, ellefu
ára, Violeta ‚Macarena‘ Rosu, 14
ára, Ana Turturica, 10 ára, og
Marian Turturica átta ára. Þau
eru öll á lífi í dag og tæplega ellefu
árum eldri.
Í myndinni er sú elsta, Cristina,
harðgerður leiðtogi, hikar ekki
við að slá þau yngri utan undir,
og rekur þau áfram með harðri
hendi. Á sama tíma er hún að
berjast við söknuð og brotið bak-
land fjölskyldu sinnar. Þau yngri
halda jafnan til á lestar stöðvum,
stela sér smávægilegum mat og
drykk hér og þar, borða upp úr
rusla fötum og reyna með útsjónar-
semi að halda á sér hita á köldum
vetrarkvöldum. Það er ekki síst
við þær aðstæður þar sem sést
best hversu úrræðagóð börn geta
verið í erfiðum aðstæðum. Í senum
myndarinnar þar sem börnin
eru ein á göngu um kvöld, sjást
dekkstu hliðar tilverunnar hjá
þessum barnahópi. Þar sveima
siðlausir vændiskaupendur um og
sýna börnunum áhuga. Stundum
geta þau ekki annað en hlaupið í
burtu, þá oftar en ekki grátandi.
Öll á lífi en áfram erfitt
Það má heita ákveðið afrek að
þessi hópur sem myndin snýst um
hafi lifað af og að fjögur börn af
fimm hafi náð að koma einhverjum
grunni undir líf sitt. Öll glíma við
mikla fátækt og í reynd litla mögu-
leika á mikið betra lífi, en það eitt
að þeim hafi tekist að brjótast inn
í betri lífsaðstæður en þau glímdu
við í æsku sýnir mikla útsjónar-
semi þeirra við oft og tíðum eins
Neðanjarðarbörn berjast áfram
Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út
árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildar-
mynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt.
NEÐANJARÐARBÖRNIN Börnin sem um er fjallað í heimildarmyndinni Children Underground drepa tímann með ýmsum hætti.
Hér sjást þau á þaki Victorei lestarstöðinni í Búkarest. MYND/CHILDREN UNDERGROUND.
KASTLJÓSIÐ Á SAMFÉLAGSMEIN
Eftir að myndin var sýnd og verðlaunuð hafði hún
mikil áhrif og þrýsti á stjórnvöld í Rúmeníu, og raunar
víðar, um að búa betur að börnum sem búa við erfiðar
heimilisaðstæður og alast upp á opinberum munaðar-
leysingjahælum. Eftir að Ceausescu var steypt af
stóli urðu vannærð börn á munaðarleysingjahælum
umtöluð í fjölmiðlum, og var þrýst mjög á um að
hælunum yrði lokað hið snarasta. Það var gert, en þó
án þess að huga að framtíðaráætlunum um hvernig
ætti að hjálpa munaðarlausum börnum. Tugþúsundir
barna lentu á milli í kerfinu og fóru flest á götuna eins
og fyrr segir.
Mikið átak hefur verið gert til þess að bæta aðstöðu
á munaðarleysingjahælum í Austur-Evrópu en hún
er víða slæm og ekki bara í Rúmeníu. Betur má þó
ef duga skal. Munaðarlaus börn eru víða á götum
stórborga í Rúmeníu, þrátt fyrir að mynd Belzberg og
Held hafi ýtt við og vakið athygli á samfélagsmeini.
BELZBERG Edet Belzberg, kvikmynda-
leikstjóri, heldur erindi. NORDICPHOTOS/AFP
ömurlegar aðstæður og hægt er að
hugsa sér.
Cristina hefur barist við heróín-
fíkn og þremur árum eftir útgáfu
myndarinnar varð hún ólétt
meðan hún var heróínfíkill. Frá
þeim tíma hefur lífið snúist um
næsta skammt og meðferðir til
skiptis, eins og götufíklar glíma
oft við. Barnið var tekið á fóstur-
heimili strax við fæðingu.
Barátta Cristinu skipti hins
vegar sköpum fyrir þau sem yngri
voru, en hún tók þau undir sinn
verndarvæng, þrátt fyrir hörku
oft á tíðum, og hjálpaði þeim í
gegnum eymdarlegt líf.
Líf hinna hefur þó ekki verið
neinn dans á rósum. Mihai flutt-
ist til Belgíu með þarlendum
manni sem leitaði hann uppi á
götum Búkarestborgar eftir að
myndin var sýnd. Hann hjálpaði
honum í gegnum stutt frönsku-
nám, en nokkrum árum síðar var
hann kominn aftur til Búkarest
og bjó hjá starfsmanni félags-
þjónustunnar í borginni. Marian
fluttist á meðferðarstofnun eftir
að lögreglan í Búkarest hreinsaði
til á Victorei-stöðinni og hefur að
mestu búið þar síðan.
Ana og Violeta hafa gengið í
gegnum miklar raunir, verið mis-
notaðar og eru háðar fíkniefnum.
Vændi hefur einnig verið hluti af
þeirra lífi, eins og hjá mörgum
öðrum börnum og ungmennum
sem alast upp á götum Búkarest.
ÖMURLEGAR AÐSTÆÐUR William Snyder fékk Pulitzer-verðlaunin
árið 1990 fyrir myndaröð um munaðarlaus börn í Rúmeníu.
Myndin hér að ofan er úr þeirri röð, en hún sýnir Mimi Rizescu,
starfsmann á munaðarleysingjahæli, gefa veikum börnum næringu
við ömurlegar aðstæður í Vulturesti í Rúmeníu.