Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 33

Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 33
ÍSBÚÐIR LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Kynningarblað Jógúrtís, rjómaís, bragðarefur, sjálfsafgreiðsla og Stuðmenn í ísnum. Emmessís hefur síðan í fyrra boðið upp á jógúrtís undir vörumerkinu Joger. Ísinn er einstaklega hollur og fitulítill og algjör nýjung hvað varðar hollustu. Leifur Grímsson, framkvæmda- stjóri Emmessíss, segir að nú sé það engum vandkvæðum háð að fá sér ís og upplifa hámarksánægju án samviskubits yfir því að vera að innbyrða óhollustu eða ótalmargar hitaeiningar. Hágæða Jógúrtís „Joger jógúrtís er einstakur miðað við annan jógúrtís hvað varðar holl- ustu og gæði,“ segir Leifur. „Hann inniheldur engan hvítan sykur og er því með afar lágan kolvetnast- uðul, eða tæp 15 prósent. Aðal- uppistaðan er fersk undanrenna, fersk jógúrt, lífrænn agave-safi og ávaxtasykur. Í hverjum hundrað millilítrum eru einungis 62 kalorí- ur sem ætti að teljast nokkuð gott miðað við bragðgóðan, ferskan og hollan ís.“ Fljótlegt og þægilegt Í dag er Jogerísinn fáanlegur í fimm ísbúðum sem allar byggjast á sjálfs- afgreiðslu. Þar sér kúnninn sjálfur um að dæla ísnum og skammta sér það meðlæti sem hann kýs að fá sér með ísnum. „Það næst miklu betra flæði með sjálfsafgreiðslu og fólk þarf ekki að bíða. Þú einfald- lega færð þér það sem þú vilt og býrð til þá blöndu sem þér dettur í hug,“ segir Leifur. Ísbúðirnar bjóða upp á ferska ávexti, hnetur og fleira með ísnum en fólk hefur einnig val um að fá sér sælgæti kjósi það svo. „Þá minnkar auðvitað hollustugild- ið en ísinn er alltaf jafn hollur þótt nammið sé óhollt.“ 57 bragðtegundir Það er ekki hægt að segja að það skorti fjölbreytni hvað bragðið varðar þegar kemur að Jogerís, en til eru 57 bragðtegundir af ísnum. Aðeins er þó boðið upp á tíu tegundir í einu í búð- unum og er þeim skipt reglulega út fyrir utan súkkulaði, vanillu og jarð- arber sem eru fastar bragðtegundir. Bragðefnið er hágæðabragðefni, inn- flutt frá Bandaríkjunum. Ísköld útrás Jogerísinn hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og hefur Emmessís gert samning við finnska ísframleiðslu- fyrirtækið Ingman Icecream, sem er í eigu Unilever, stærsta ísframleið- anda í heimi. „Við höfum gert samn- ing um kaup á um eitt hundrað tonn- um af Joger jógúrtísblöndu sem þeir ætla að selja til ísbúða víðs vegar um Finnland og í Eystrasaltslöndunum og samsvarar um sjö hundruð þúsund skömmtum af jóg- úrtís,“ segir Leifur ánægð- ur með árangurinn. Ís- lendingar geta því fengið sér íslenskan Jogerís á ferðalagi um Finnland eða Eyst rasa lts- löndin og ef til vill víðar. Frekari útrás Joger- íss er í píp- unum svo það lítur út fyrir að hann verði fáanleg- ur í enn f leiri löndum í fram- tíðinni. Fersk og fitulítil hollusta Vilji maður borða ís án þess að hafa áhyggjur af því að innbyrða óhollustu eða ótalmargar hitaeiningar þá er Jogerísinn svarið. Hann inniheldur engan hvítan sykur og innan við eitt prósent fitu og það eru aðeins 62 hitaeiningar í 100 millilítrum. Leifur Grímsson Til eru 57 tegundir af Jogerís. Tíu tegundir eru á boðstólum hverju sinni en þeim er reglulega skipt út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.