Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGÍsbúðir LAUGARDAGUR 14. APRÍL 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24,
s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga:
ívar Örn Hansen. ivarorn@365.is. s. 512-
56473
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Dairy Queen ísbúðirnar voru til skamms tíma helsti sam-komustaður fólks á góðviðr-
isdögum í Reykjavík. Biðraðirnar
náðu langt út á götu. Dairy Queen
var á fjórum stöðum, Hjarðarhaga,
Aðalstræti, Bankastræti og í Álf-
heimum. Fyrsta búðin leit dagsins
ljós 3. júní 1954 á Hjarðarhaga. Það
var Þorvarður Árnason sem kom
með hugmyndina að Dairy Queen
frá Ameríku þar sem hann kynntist
þessum ísbúðum.
Amma gerði íspinna
Valgeir er frændi Þorvarðar og var
fastagestur í ísbúðinni á Hjarðar-
haga. „Ég kynntist Dairy Queen
í frumbernsku þar sem móður-
bróðir minn rak ísbúðina. Þetta
voru óhemju vinsælar búðir og
mikil samsteypa á þess tíma mæli-
kvarða. Ísinn var í öllum barnaaf-
mælum. Ég á minningar um ömmu
mína sem hjálpaði til við að gera
íspinna. Ég lærði hins vegar að setja
ís í brauðform eftir kúnstarinn-
ar reglum. Skammt frá ísbúðinni
á Hjarðarhaga var stærsti braggi á
Íslandi, svokallaður Melabraggi,“
segir Valgeir.
„Einn stórfrændi minn, Vil-
hjálmur Einarsson íþróttamaður,
gerði garðinn frægan þarna. Hann
starfaði um tíma fyrir Dairy Queen
og kynntist eiginkonu sinni þar. Ég
minnist þessarar ísbúða með mik-
illi ánægju, enda allt voða spenn-
andi í kringum þær. Mikil áhersla
var lögð á hreinlæti og að gera allt
rétt í sambandi við þetta vandmeð-
farna hráefni.“
Ók sendibílnum Knúti
Þegar ég var nítján ára var mér
boðið að aka sendibifreiðinni
Knúti, sem svo var kallaður en þetta
var lítill Morris. Hann var notaður
til að aka ísformum og öðru dóti á
milli búðanna. Þetta var árið 1971
en þá fékk ég pláss á síldarbát sem
veiddi í Norðursjó. Báturinn var
ekkert sérstaklega fengsæll en ég
fékk reynslu sem ég bý að alla ævi.
Líklegast hefur sjómennskan verið
hollari skóli en vinnan við ísbúð-
ir. Þegar þetta koma upp mælti ég
hins vegar með vini mínum, Jakobi
Frímanni Magnússyni, í aksturinn.
Hann fékk starfið og ók Knúti í eitt
sumar,“ segir Valgeir.
Dairy Queen ísbúðirnar lifðu
lengi hér á landi en þær hættu starf-
semi fyrir nokkrum árum.
Minnist Dairy Queen
með mikilli ánægju
Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður starfaði við ísbúð frænda síns uns örlögin leiddu hann í sjómennsku.
Valgeir Guðjónsson var fastagestur í
Dairy Queen ísbúðinni á Hjarðarhaga en
móðurbróður hans rak hana.
MYND/GVA
FRÍSKANDI FROSTPINNI ÚR BERJUM
1 bolli bláber
1 bolli hindber
1 bolli brómber
5 lauf fersk mynta
Safi úr ½ límónu
Örlítill sykur ef vill
Maukið hindberin og brómber-
in í skál, bætið bláberjunum út í og
merjið þau en ekki öll, það er fal-
legt að hafa stöku heilt bláber í
pinnanum. Kreystið safa úr hálfri
límónu út í og smávegis af saxaðri
myntu. Ef berjamaukið er of þykkt má þynna það aðeins með vatni eða ávaxta-
safa. Smakkið, ef maukið er of súrt má bæta örlitlu af sykri út í. Hellið í íspinna-
mót og frystið.
Við bjóðum mikið úrval af ís og fullt borð af ávöxtum og sælgæti,“ segir Jón Magnús-
son, eigandi ísbúðarinnar Skalla,
en hann og fjölskylda hans hafa
selt Íslendingum ís í yfir fjörutíu
ár.
„Við erum öllu vön og kunnum á
þessu tökin,“ segir Jón glettinn en
hann opnaði Skalla fyrst í Lækjar-
götu árið 1971. „Þar vorum við til
ársins 1986, svo í Hraunbæ, þar á
eftir í Hafnarfirði og vorum svo á
Vesturlandsvegi í 20 ár. Hér í Ög-
urhvarfi höfum við verið í eitt ár og
hér er gott að vera. Við höfum feng-
ið mjög góðar viðtökur,“ segir Jón.
Auk hefðbundins rjómaíss fæst
einnig í Skalla jógúrtís og svokall-
aður „gamli ís“, sem er þó alls ekki
gamall en öðruvísi á bragðið en
hinn hefðbundni. „Gamli ísinn er
kaldari og í honum er minni fita
og ekki eins mikið rjómabragð af
honum eins og af hefðbundnum
rjómaís. Fólk skiptist yfirleitt í tvo
hópa, sumir vilja bara rjómaís-
inn meðan aðrir vilja bara þenn-
an gamla,“ segir Jón. „Jógúrtísinn
er síðan sagður hollari en í honum
er bara eitt prósent fita. En annars
er það mín reynsla að þegar fólk
fær sér ís er það ekki mikið að spá í
öðru en að fá sér góðan ís. Við erum
staðsett í íbúðahverfi og fólk kaup-
ir mikið í lítratali, fyrir sjónvarps-
kvöldin. Góður ís er alltaf góður ís,
svo þarf bara almennilegt fólk til að
afgreiða hann og við höfum þetta
allt saman hér í Skalla,“ segir Jón og
er ekkert farin að þreytast á starfinu
eftir fjóra áratugi.
„Nei, ég verð í ísnum áfram
meðan ég endist. Mér finnst allur ís
góður, allt of góður.“
Skalli svalastur í bænum
Jón Magnússon, eigandi ísbúðarinnar Skalla, hefur selt Íslendingum ís í meira en
fjörutíu ár. Hann segir góðan ís alltaf standa fyrir sínu.
Aníta og Aþena afgreiða ís með bros á vör í Skalla. MYND/STEFÁN
Save the Children á Íslandi
Save the Children á Íslandi