Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 35

Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 35
TVEIR HEIMAR „Ég hlakka til að koma aftur heim í Kísildal, því hluti af almennri vellíðan er að vera í sínu vanalega umhverfi og sinna fastri rútínu.“ Mikið úrval af fallegum skóm og töskum 25 ár á Íslandi 112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Kojur í bjarga málunum Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum, litlum og stórum, breiðum og mjóum fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn! Sérverslun með kojur og fylgihluti Vefverslun husgogn.is erum á Facebook ■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 SVANFRÍÐUR FAGNAR Gömlu kempurnar úr Svanfríði fagna 40 ára afmæli hljóm- sveitarinnar á tónleikum í Austurbæ í kvöld. Eiríkur Hauks- son söngvari tekur að sér hlutverk Péturs W. Kristjáns sonar heitins sem hefði orðið sextugur á árinu. Einnig koma fram söngvararnir Elvar Örn Friðriksson og Pétur Örn Guðmundsson. Rifjuð verða upp vinsæl lög. Dagurinn fer í samveru og kveðju-stund með fjölskyldu og vinum. Það kostar alltaf trega og nokkur tár, því maður veit aldrei hvenær næstu endurfundir verða. Á móti kemur að tíminn líður fljótt og áður en varir verðum við komin aftur í faðm fjöl- skyldunnar hér heima,“ segir Sólveig sem á morgun á fyrir sér tólf tíma ferða- lag með eiginmanni og þremur litlum börnum til annarra heimkynna í San Francisco; nánar tiltekið í Kísildalinn þar sem þau hafa verið búsett síðast- liðin níu ár. TÖFRAR Í SAN FRANCISCO „Við fluttum upphaflega út árið 1999 til að stunda framhaldsnám í verkfræði við Michigan-háskóla. Við ætluðum síðan að koma aftur heim en eitt leiddi af öðru og okkur buðust spennandi störf sem freistuðu til að afla okkur reynslu hér úti,“ segir Sólveig. Hún vinnur nú sjálfstætt að ýmsum verk- efnum, en eiginmaður hennar Arnar Hrafnkelsson starfar hjá Google. „Okkur líkar afskaplega vel í San Francisco. Loftslagið er dásamlegt og svæðið allt skemmtilegt. Daglegt líf fer að mestu í vinnu, skólaskutl og tóm- stundir með börnunum, en um helgar njótum við útivistar í borginni og ein- stakri náttúrunni allt um kring,“ segir Sólveig og bætir við að á veturna fari fjölskyldan oft á skíði í nálægum fjöllum og á sumrin í tjaldútilegu við eitthvert vatnanna inni í landi. „Á þessu svæði eru ótrúlega fjöl- breyttir útivistarmöguleikar; allt frá Ólympíu- skíðasvæðinu í Squaw Valley til dásamlegra stranda við vötn og Kyrrahafið á sumrin. Á Íslandi förum við svo flesta daga í frábærar sund- laugarnar og gæðum okkur á íslenskum mat sem við fáum ekki úti, eins og lambakjöti sem er í uppáhaldi.“ EINFALDIR SAMFUNDIR Eftir að Sólveig og Arnar fluttu vestur um haf hafa þau eignast þrjú börn sem nú eru á þriðja til áttunda ári og una hag sínum vel vestra. „Úti höfum við hins vegar enga fjöl- skyldu upp á að hlaupa með barnaupp- eldið og þurfum því alfarið að treysta á okkur sjálf. Það krefst svo góðs skipu- HVENÆR ERTU LAUS? SKIPULÖGÐ Sólveig Kjartansdóttir, rafmagnsverkfræðingur í Kaliforníu, eyddi páskafríinu heima, en hún hefur hannað einstaka skipulagssíðu á netinu. ÍSLENSK Í AMERÍKU Sólveig og Arnar með börnunum Freyju Katrínu, Kjartani Páli og Atla Nikulási. Fjölskyldan talar alltaf saman á íslensku úti og börnin því tvítyngd. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.