Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 53

Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 53
Matráður Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til starfa á veitingastað Gló í Listhúsinu. Viðkomandi þarf að hafa mikla reynslu af almennri matargerð, áhuga á að kynnast grænum lífsstíl og búa yfir þjónustulund. Starfið felst í að undirbúa og matreiða rétti dagsins hvern dag og er viðkomandi þar með mikilvægur hlekkur í starfsemi spennandi veitingastaðar. Vinnutíminn er frá 7 til 15 alla virka daga og annan hvern laugardag frá 8 til 15. Boðið er upp á skemmtilegt starf í frábærum hópi, grænan djús og guðdómlegan mat fyrir réttu manneskjuna. Ef það ert þú, endilega hafðu samband við okkur í netfangið otta@glo.is. Yfirnáttúrulegir matreiðsluhæfileikar Gló · Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík · Sími 553 1111 · www.glo.is · Opnunartími: Virka daga 11-21 · laugardaga 11-17 Sláturfélag Suðurlands óskar að ráða verkfræðing / tæknifræðing í öfluga liðsheild framleiðsludeildar. Um er að ræða nýtt og fjölbreytt deildarstjórastarf sem viðkomandi mun taka mikinn þátt í að móta. Meðal verkefna eru greining og endurhögun framleiðsluferla, umsjón með útflutningsverkefnum, framleiðsluskipulagning svo og mælikvarðar og greining á framleiðsluþáttum, vélvæðing og umsjón með völdum framkvæmdum. Óskað er menntunar á sviði verkfræði eða tæknifræði. Reynsla úr matvælaiðnaði er æskileg en ekki nauðsynleg. Starfsaðstaða er á Hvolsvelli en starfinu fylgja bifreiðahlunnindi og því er búseta annars staðar á Suðurlandi vel möguleg. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri, sími 488 8200, gudmundur@ss.is. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Sláturfélags Suðurlands, b/t Guðmundar Svavarssonar, Ormsvelli 8, 860 Hvolsvöllur eða á ofangreint netfang. VERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR ÓSKAST Á SUÐURLANDI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. APRÍL 2012. Sláturfélag Suðurlands er 105 ára, öflugt og framsækið matvælafyrirtæki í eigu búvöruframleiðenda á Suður- og Vesturlandi og almennra hluthafa. Höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík og þar eru auk skrifstofu, markaðs- og söludeildir. Á Hvolsvelli er meginhluti kjötiðnaðar staðsettur ásamt frystihúsi og vörudreifingu kjötvara. Sláturhús rekur félagið á Selfossi ásamt úrbeiningu á kjöti og pökkunarstöð. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, www.ss.is Óskar eftir snyrtifræðingi í 60-100% starf Áhugasamir sendi umsókn á eftirfarandi: berglind@comfortsnyrtistofa.is eða hafi samband í síma 821-1888 eftir kl.18 Umsóknarfrestur er til 23. apríl. Minjasafn Egils Ólafssonar Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn auglýsir eftir tilboðum í rekstur kaffiteríu þar komandi sumar. Ætlunin er að bjóða veitingar úr héraði, s.s. hveiti- kökur, reyktan fisk og fleira. Safnið er opið frá kl. 11.00 til 19.00 alla daga frá 3. júní til miðs september. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Heiðrún Eva Konráðsdóttir í síma 868 5868 og á netfangið heidruneva@gmail.com milli kl. 9.00 og 16.00 virka daga. Tilboðum skal skilað fyrir 30. apríl nk. merkt : Minjasafn Egils Ólafssonar Aðalstræti 53 450 Patreksfirði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.