Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 64

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 64
KYNNING − AUGLÝSINGÍsbúðir4 Bragðarefur varð til með fikti þegar fólk bað um mjólk-urhristing og óskaði eftir sælgæti saman við fyrir hartnær tuttugu árum,“ segir Pétur um til- urð vinsælasta ísréttar Snæland- videos. „Allar götur síðan höfum við verið leiðandi í útfærslum bragða- refs, um leið og við höfum fylgst náið með smekk og óskum Íslend- inga í ískaupum,“ segir Pétur. Það kitlar bragðlaukana að skoða ísbarinn í Snælandvideo því hráefnið er ferskt og freistandi. „Við leggjum mikið upp úr ferskleika og erum ávallt með ný, fersk jarðarber og ávexti, og brakandi ferskt sælgæti í úr- vali og óvæntum útfærslum,“ upplýsir Pétur sem er með margt spennandi og bragðgott í pípunum. „Í 27 ára sögu Snælandvideos höfum við verið sterkir í ísnum með Kjörís og boðið upp á ljúf- fengan ís í brauðformi, boxi og bragðaref, en ískrap sækir líka alltaf í sig veðrið með hækkandi sumarsól,“ segir Pétur. Í Snælandvideo má einnig fá úrval gómsætra rétta af grillinu og ávallt úr fersku og góðu íslensku hráefni. „Hingað kemur fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóð- félagsins. Indæl kona á tí ræðis- aldri kemur reglulega í ham- borgara og ís á Laugaveginum og allt niður í káta krakka sem kaupa sér íspinna,“ segir Pétur sem vill vera í góðu sambandi við við- skiptavini sína. Auk þess að seðja munn og maga er Snælandvideo leiðandi í útleigu á kvikmyndum, eins og nafnið ber með sér. Nú má gera sér glaðan dag í sex útibúum Snælandvideos: í Furugrund og Núpalind í Kópavogi, á Reykjavíkurvegi og í Staðarbergi í Hafnar- firði og á Laugavegi í Reykja- vík. Snælandvideo er einnig að finna í Mosfellsbæ en er þar rekið af sjálfstæðum rekstrar aðila. Í Snæland- video vinna hátt í hundrað manns sem leggja metnað í af- bragðsþjónustu, gæði og ánægju- lega upplifun viðskiptavina. Snælandvideo og Kjörís sterkir í ísnum í 27 ár Fjölskyldufyrirtækið Snælandvideo hóf göngu sína í Furugrund fyrir 27 árum. Feðgarnir Smári Vilhjálmsson og Pétur Smárason eru enn að, en Pétur stýrir daglegum rekstri. Í dag er þessi besti vinur sælkerans á sex stöðum og vitaskuld bestir í bragðaref. Feðgarnir Smári Vilhjálmsson og Pétur Smárason vita fyrir víst að góður ís gerir daginn enn ljúfari en ella. Smári fékk sér ljúffengan bragðaref, hnausþykkan af sælgæti, en Pétur tvo í brauðformi. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.