Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 74

Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 74
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR42 Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is krakkar@frettabladid.is 42 Skemmtilegur leikur í sumar Á FIMMTUDAGINN verður komu sumarsins fagnað um allar grundir. Á félags- svæði hestamannafélagsins Fáks verður opinn dagur milli 13 og 16, þar sem krökkum verður meðal annars boðið á hestbak og mörg hesthús á svæðinu verða opin fyrir gesti og gangandi. Frekari upplýsingar er að finna á www.fakur.is. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Stína: Mamma, mamma, krakkarnir segja að ég sé með gæsahúð! Mamma: Hvað er athugavert við það? Stína: Fæ ég þá kannski fjaðrir? Bóndinn við ferðamanninn: Hér í sveitinni vekur haninn okkur á hverjum morgni. Ferðamaðurinn: Frábært! Stilltu hann endilega á klukkan átta. Lögreglumaður ber að dyrum og ungur drengur kemur til dyra. Lögreglumaður: „Er pabbi þinn heima?“ Drengur: „Neibb.“ Lögreglumaður: „En mamma þín.“ Drengur: „Nei, hún hljóp líka og faldi sig þegar þú barðir að dyrum.“ Hvað er að frétta af þér, Frans- ína? Ég er að vinna í Afríku. Ég er að hjálpa Kalíhander frænda mínum. Hann er ævintýra- gangavörður þar og það er alltaf svo mikið að gera hjá honum. Er Afríka mikið öðruvísi en Ísland? Afríka er sko miklu stærri. Á Íslandi var ég alveg svolítið stór en Afríka er svo svakalega stór að ég verð bara minni. Mér finnst það dálítið skrýtið, en líka voðalega gaman. Hvernig er veðrið í Afríku? Það er eiginlega alltaf sól hérna. Stundum er samt rigning og einu sinni rigndi froskum. Mér fannst það mjög fyndið en þeir meiddu sig smá þegar þeir duttu úr skýjunum. Það var samt allt í lagi með þá. Ég er eiginlega allt- af með sólgleraugu og stundum er ég líka í sundbol. Bleikum sundbol. En ég er bara í honum ef það rignir. Eru margar óþekkar mýs þar sem þú býrð núna? Já, sjúklega margar. Sumar eru hvítar og brúnar og svartar. Sumar mýsn- ar verða líka gular út af sólinni. Saknarðu Björgvins Franz? Já, ég sakna hans oft því hann var allt- af að búa til eitthvað vesen. Mér finnst hann svo fyndinn. Hann skrifar mér oft bréf og ég skrifa honum til baka. En mest sakna ég allra krakkanna á Íslandi. Þeirra sakna ég alveg heilan helling! Hvað er best að borða í Afríku og á Íslandi? Í Afríku er best að borða ost og á Íslandi er best að borða ost. Stundum fæ ég mér litlar flugur og set þær inn í ostinn minn. Samt bara á laugar- dögum. Prumparðu þá mikið á laugar- dögum? Nei, ekkert sérstak- lega. Ég prumpa mikið alla daga, því það er best í heimi. Hvenær kemurðu aftur heim? Ég veit það ekki. Ég kom samt heim um jólin til að heimsækja mömmu og öll systkinin mín. Það var mjög gaman. Sérstak- lega af því að ég fékk fimm pakka. Var gaman í f lugvélinni á leiðinni til Afríku eða varstu hrædd? Heyrðu nú mig, ég fór auðvitað bara til Afríku með töfralyklinum mínum. Ég nenni ekki að eyða tíma í flugvélar. Svo er ég líka lofthrædd. Ég var bara nokkrar sekúndur á leið- inni. Ég gat ekkert lagt mig, en það var samt gaman og dimmt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Ég er sko stór. Miklu stærri en allar aðrar mýs. Af því að ég á töfra- duft. Ég vil allavega ekki verða stærri. En kannski verð ég söngkona. Ég held að ég syngi mjög vel. Engum öðrum finnst það samt. Börnin í Afríku syngja fyrir mig. Þau eru ótrú- lega skemmtileg og stundum erum við á tánum saman. FRANSÍNA FLUTT TIL AFRÍKU Fransína mús, sem var vinkona Björgvins Franz í Stundinni okkar, býr núna í Afríku þar sem hún hjálpar frænda sínum, Kalíhander ævintýragangaverði. FRANSÍNA MÚS Músinni finnst gaman í Afríku, sem er miklu stærri en Ísland. Nú er sumardagurinn fyrsti á næsta leiti og því vel við hæfi að læra eða rifja upp nokkur vorlög. Allir krakkar á kreik Allir krakkar á kreik, komum strax út í leik því að vorið og sólskinið kallar. Leikum fjörugt og létt, eins og lömbin á sprett, út um ljómandi grundirnar allar. Tra la la la la la… Nú er sumar Nú er sumar, gleðjist gumar gaman er í dag. Brosir veröld víða. Veðurlagsins blíða :,: eykur yndishag.:,: Látum spretta, spori létta spræka fáka nú. Eftir sitji engi, örvar víf og drengi. :,: Sumarskemmtun sú:,: Tíminn líður, tíminn býður sælan sólskinsdag. Yndi er úti á grundum, yndi er heim þá skundum :,:seint um sólarlag.:,: Við göngum Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól og sjáum hana þíða allt er kól,kól, kól. :,:svo vætlurnar streyma og vetrinum gleyma, því vorið er komið með sól, sól, sól:,: Orðskýringar: gumar = drengir fákar = hestar víf = stúlka/stúlkur Merkið :,: þýðir að vísu- hendingin er endurtekin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.