Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 78

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 78
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR46 Listvinafélag Hallgrímskirkju 30. starfsár MESSA Í C-MOLL & REQUIEM HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 21. OG SUNNUDAGINN 22. APRÍL KL. 17 Aðgangseyrir 4.500 kr. / 3.500 kr. Miðasala á midi.is og í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, opið kl. 9-17 alla daga. ÞÓRA EINARSDÓTTIR - HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR AUÐUR GUÐJOHNSEN - ELMAR GILBERTSSON - MAGNÚS BALDVINSSON MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU 30 ÁRA - KAMMERSVEIT HALLGRÍMSKIRKJU stjórnandi: HÖRÐUR ÁSKELSSON 46 menning@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Sigga Björg Sigurðardóttir hefur skapað sinn eigin heim þar sem óræðar kynjaverur hafa verið gegnum gangandi stef. Í sýningunni 33, sem verður opnuð í Kling & Bang í dag, kynnir hún nýja karaktera til leiks. Á ferli sínum, sem spannar nú rúman áratug, hefur Sigga Björg Sigurðardóttir skapað heim sem dansar á mörkum hins heillandi og annarlega og andlitslausar og óræðar kynjaverur eru gegnum- gangandi stef. „Þetta er heimur sem ég hef verið að vinna með í raun frá því ég var lítil stelpa,“ segir Sigga Björg. „Ég á bágt með að útskýra hvaðan þessar verur koma bein- línis; þetta er eitthvað sem undir- meðvitundin sýður saman úr hinu og þessu fólki sem verður á vegi manns og ýmsum atburðum og birtast í þessum verum sem eru einhvers staðar á mörkum manna og dýra.“ Á sýningunni 33, sem verður opnuð í Kling & Bang í dag, kynnir Sigga Björg 33 nýja karaktera til leiks – þrjá skúlptúra og 30 myndir. Sú breyting hefur þó orðið á verunum að þær eru meira unnar en hingað til; með augu, andlit og eigin auðkenni. „Ég veit ekki hvað varð til þess en ég ákvað að fara skrefi lengra og spyrja: hvað heitir þessi karakter og hver er hann?“ Ferill Siggu Bjargar spannar rúman áratug; hún útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og með mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2004. Í Skotlandi ílengdist hún í sjö ár. „Ísland er mitt aðalheimili núna en ég er alltaf með annan fótinn í Skotlandi,“ segir hún. Verkin á sýningunni 33 vann hún hins vegar að miklu leyti í Austurríki þar sem hún fékk stöðu gesta- listamanns í nóvember og fram í janúar. „Sýningin hefur því alls verið um sex mánuði í vinnslu,“ segir hún. „Mér finnst mjög gott að fara út fyrir landsteinana til að vinna. Maður fær smá fjarlægð á sjálfan sig og nær betur að vinna úr því sem hefur verið að gerjast með manni heima og getur tekið gagnrýnar ákvarðanir.“ Sýning Siggu Bjargar í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu 42 stendur til 6. maí. Í tengslum við sýninguna verður gefin út veg- leg bók um verk Siggu Bjargar í 33ja eintaka upplagi. Þar birtist einnig nýr texti „Að horfast í augun við djöfsa“ eftir Guðmund Odd Magnússon. bergsteinn@frettabladid.is Kynjaverur í Kling & Bang SIGGA BJÖRG Listamaðurinn hefur unnið með myndheim þar sem óræðar kynjaverur ráða ríkjum. Á sýningunni 33 sýnir Sigga Björg mótaðri verur en hún hefur gert hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngkonan Jana María segir frá lífi og starfi Erlu Þorsteins- dóttur, stúlkunnar með lævirkja- röddina, og hins þekkta Hauks Morthens á tónleikum í Salnum á morgun. Flutt verða þeirra þekktustu lög í bland við hin minna þekktu. „Við verðum í sannkölluðu vorskapi,“ segir Jana María um sig og sína gesti, meðal annarra Valdimar Guðmundsson sem hún segir hafa komist einna næst því að hljóma eins og Haukur Mort- hens. Aðrir gestir eru Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Þór Breiðfjörð sem hefur slegið í gegn í Vesalingunum í upp- færslu Þjóðleikhússins. Hljóm- sveit hússins verður á sínum stað en hana skipa Hallgrímur Jónas Ingvason, Stefán Gunnarsson, Valgarður Óli Ómarsson og Þor- valdur Örn Davíðsson. Þetta eru síðustu tónleikar vetrarins hjá Jönu Maríu undir yfirskriftinni Söngfuglar þar sem hún fjallar um ástsæla íslenska dægurlagasöngvara. Þeir hefjast kl. 15 á morgun og miðaverð er 2.500 krónur. Miða- sala er á salurinn.is. Söngfuglar í vorskapi JANA MARÍA Lofar því að söngfuglarnir syngi sinn fegursta söng. Rithöfundarnir Sjón og Gyrð- ir Elíasson hafa verið tilnefndir til erlendra verðlauna. Ensk þýð- ing Rökkurbýsna eftir Sjón var í vikunni tilnefnd til Independent Foreign Fiction Prize í London, en þau eru veitt til bestu skáld- sögunnar eftir samtímahöfund, sem hefur verið þýdd á ensku og gefin út í Bretlandi. Gríðarsterkir höfundar eru tilnefndir auk Sjóns: Umberto Eco, Haruki Murakami, Amos Oz, Peter Nadas og Bern- ardo Atxaga. Þá hefur Milli trjánna, smásagna- safn Gyrðis Elíassonar, verið til- nefnt til evrópsku bókmenntaverð- launanna, Prix Jean Monnet de Littérature Européenne, sem afhent verða í nóvember í haust. Stofnað var til verðlaunanna árið 1995 en þau eru veitt fyrir verk sem eru samin eða þýdd á frönsku. Meðal verðlaunahafa fyrri ára má nefna William Boyd, Herbjørg Wassmo, Arturo Perez Reverte og Antonio Tabucchi. Milli trjánna kom út í franskri þýðingu í byrjun apríl. Gyrðir Elíasson og Sjón tilnefndir SJÓN - Rökkur- býsnir eru tilnefndar sem besta skáldsagan í enskri þýðingu. GYRÐIR ELÍASSON Frönsk þýðjng Milli trjánna er tilnefnd til evrópskra bók- menntaverðlauna. AUKASÝNING Á LA BOHÈME Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum hefur annarri aukasýningu verið bætt við á La Bohème, laugardagskvöldið 21. apríl. þetta verður allra síðasta sýningin en rúmlega 9.000 miðar hafa þegar selst á óperuna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.