Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 78

Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 78
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR46 Listvinafélag Hallgrímskirkju 30. starfsár MESSA Í C-MOLL & REQUIEM HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 21. OG SUNNUDAGINN 22. APRÍL KL. 17 Aðgangseyrir 4.500 kr. / 3.500 kr. Miðasala á midi.is og í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, opið kl. 9-17 alla daga. ÞÓRA EINARSDÓTTIR - HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR AUÐUR GUÐJOHNSEN - ELMAR GILBERTSSON - MAGNÚS BALDVINSSON MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU 30 ÁRA - KAMMERSVEIT HALLGRÍMSKIRKJU stjórnandi: HÖRÐUR ÁSKELSSON 46 menning@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Sigga Björg Sigurðardóttir hefur skapað sinn eigin heim þar sem óræðar kynjaverur hafa verið gegnum gangandi stef. Í sýningunni 33, sem verður opnuð í Kling & Bang í dag, kynnir hún nýja karaktera til leiks. Á ferli sínum, sem spannar nú rúman áratug, hefur Sigga Björg Sigurðardóttir skapað heim sem dansar á mörkum hins heillandi og annarlega og andlitslausar og óræðar kynjaverur eru gegnum- gangandi stef. „Þetta er heimur sem ég hef verið að vinna með í raun frá því ég var lítil stelpa,“ segir Sigga Björg. „Ég á bágt með að útskýra hvaðan þessar verur koma bein- línis; þetta er eitthvað sem undir- meðvitundin sýður saman úr hinu og þessu fólki sem verður á vegi manns og ýmsum atburðum og birtast í þessum verum sem eru einhvers staðar á mörkum manna og dýra.“ Á sýningunni 33, sem verður opnuð í Kling & Bang í dag, kynnir Sigga Björg 33 nýja karaktera til leiks – þrjá skúlptúra og 30 myndir. Sú breyting hefur þó orðið á verunum að þær eru meira unnar en hingað til; með augu, andlit og eigin auðkenni. „Ég veit ekki hvað varð til þess en ég ákvað að fara skrefi lengra og spyrja: hvað heitir þessi karakter og hver er hann?“ Ferill Siggu Bjargar spannar rúman áratug; hún útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og með mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2004. Í Skotlandi ílengdist hún í sjö ár. „Ísland er mitt aðalheimili núna en ég er alltaf með annan fótinn í Skotlandi,“ segir hún. Verkin á sýningunni 33 vann hún hins vegar að miklu leyti í Austurríki þar sem hún fékk stöðu gesta- listamanns í nóvember og fram í janúar. „Sýningin hefur því alls verið um sex mánuði í vinnslu,“ segir hún. „Mér finnst mjög gott að fara út fyrir landsteinana til að vinna. Maður fær smá fjarlægð á sjálfan sig og nær betur að vinna úr því sem hefur verið að gerjast með manni heima og getur tekið gagnrýnar ákvarðanir.“ Sýning Siggu Bjargar í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu 42 stendur til 6. maí. Í tengslum við sýninguna verður gefin út veg- leg bók um verk Siggu Bjargar í 33ja eintaka upplagi. Þar birtist einnig nýr texti „Að horfast í augun við djöfsa“ eftir Guðmund Odd Magnússon. bergsteinn@frettabladid.is Kynjaverur í Kling & Bang SIGGA BJÖRG Listamaðurinn hefur unnið með myndheim þar sem óræðar kynjaverur ráða ríkjum. Á sýningunni 33 sýnir Sigga Björg mótaðri verur en hún hefur gert hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngkonan Jana María segir frá lífi og starfi Erlu Þorsteins- dóttur, stúlkunnar með lævirkja- röddina, og hins þekkta Hauks Morthens á tónleikum í Salnum á morgun. Flutt verða þeirra þekktustu lög í bland við hin minna þekktu. „Við verðum í sannkölluðu vorskapi,“ segir Jana María um sig og sína gesti, meðal annarra Valdimar Guðmundsson sem hún segir hafa komist einna næst því að hljóma eins og Haukur Mort- hens. Aðrir gestir eru Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Þór Breiðfjörð sem hefur slegið í gegn í Vesalingunum í upp- færslu Þjóðleikhússins. Hljóm- sveit hússins verður á sínum stað en hana skipa Hallgrímur Jónas Ingvason, Stefán Gunnarsson, Valgarður Óli Ómarsson og Þor- valdur Örn Davíðsson. Þetta eru síðustu tónleikar vetrarins hjá Jönu Maríu undir yfirskriftinni Söngfuglar þar sem hún fjallar um ástsæla íslenska dægurlagasöngvara. Þeir hefjast kl. 15 á morgun og miðaverð er 2.500 krónur. Miða- sala er á salurinn.is. Söngfuglar í vorskapi JANA MARÍA Lofar því að söngfuglarnir syngi sinn fegursta söng. Rithöfundarnir Sjón og Gyrð- ir Elíasson hafa verið tilnefndir til erlendra verðlauna. Ensk þýð- ing Rökkurbýsna eftir Sjón var í vikunni tilnefnd til Independent Foreign Fiction Prize í London, en þau eru veitt til bestu skáld- sögunnar eftir samtímahöfund, sem hefur verið þýdd á ensku og gefin út í Bretlandi. Gríðarsterkir höfundar eru tilnefndir auk Sjóns: Umberto Eco, Haruki Murakami, Amos Oz, Peter Nadas og Bern- ardo Atxaga. Þá hefur Milli trjánna, smásagna- safn Gyrðis Elíassonar, verið til- nefnt til evrópsku bókmenntaverð- launanna, Prix Jean Monnet de Littérature Européenne, sem afhent verða í nóvember í haust. Stofnað var til verðlaunanna árið 1995 en þau eru veitt fyrir verk sem eru samin eða þýdd á frönsku. Meðal verðlaunahafa fyrri ára má nefna William Boyd, Herbjørg Wassmo, Arturo Perez Reverte og Antonio Tabucchi. Milli trjánna kom út í franskri þýðingu í byrjun apríl. Gyrðir Elíasson og Sjón tilnefndir SJÓN - Rökkur- býsnir eru tilnefndar sem besta skáldsagan í enskri þýðingu. GYRÐIR ELÍASSON Frönsk þýðjng Milli trjánna er tilnefnd til evrópskra bók- menntaverðlauna. AUKASÝNING Á LA BOHÈME Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum hefur annarri aukasýningu verið bætt við á La Bohème, laugardagskvöldið 21. apríl. þetta verður allra síðasta sýningin en rúmlega 9.000 miðar hafa þegar selst á óperuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.