Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 81

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 81
LAUGARDAGUR 14. apríl 2012 49 Velkomin í framsækinn alþjóðlegan háskóla Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl www.hr.is „Þetta var frábært tækifæri til að bæta mig í faginu, og læra af góðu fólki - eftir námið gat ég farið að tækla mjög flókin verkefni.“ Árni Már Jónsson Á fjórða tug lista- og fræðimanna taka þátt í sýningunni Núningur/ Friction, sem opnar í Listasafni ASÍ í dag. Þar verða í öndvegi hugmyndir listamanna sem nýtt hafa sér þær sérstæðu aðstæður sem borgin býður upp á til list- sköpunar, til dæmis með því að stofna til samstarfs við stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem stutt geta framkvæmd eða þróun hugmynda. Sýningarstjórar eru þeir Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur Gíslason. Allir hafa þeir mikinn áhuga á fjölþættum tengslum myndlistar og borgarsamfélags og byggir sýningin á hug myndum sem þeir hafa rætt og mótað á undan förnum misserum. Sýningin í Listasafni ASÍ er eins konar miðstöð eða vinnustofa verk- efnisins en verk listamannanna verða sett upp á ólíkum tímum og í margvíslegum birtingar myndum, á víð og dreif um borgina, á þessu ári. Sýningin miðlar bakgrunns- upplýsingum um verk og at hafnir listamannanna, auk þess að vera yfirlit um verkefnið í heild sinni. Þannig verður sýningarrýmið eins konar rannsóknarmiðstöð á borgar umhverfinu á myndlistar- legum forsendum. Vikulega á meðan á sýningu stendur verður boðað til málþings um verkefni listamannanna og málefni sem tengjast þeim. Meðal þátttakenda í sýningunni eru Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Ásmundur Ásmundsson, Haraldur Jónsson, Harpa Arnar- dóttir, Hjálmar Sveinsson, Hlynur Hallsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Æsa Sigurjóns- dóttir. Sýningin stendur til 13. maí. Sýning um tengsl myndlistar og borgarsamfélags NÚNINGUR Listamaðurinn Christian Hasucha sýnir meðal annars verk sitt Kleine Welten á sýningu sinni. 23.00 AK-Extreme snjóbretta- og tónlistarhátíð verður haldin á Græna Hattinum, Akureyri. Fram koma Agent Fresco, Endless Dark, Ugly Alex og Vin- tage Caravan. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Beatur er í stuttri heimsókn á Íslandi og heldur tónleika á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.59 Stórhljómsveitin Greifarnir spila á SPOT, Kópavogi. Dans, söngur og brjálað stuð. 20 ára aldurstakmark. ➜ Leiðsögn 14.00 Katrín Briem myndlistarmaður og myndmenntakennari mun leiðbeina gestum í teikningu á sýningunni Ásjóna í Listasafni Árnesinga. Allt efni er á staðnum og aðgangur er ókeypis. 15.00 Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Rætur. Þetta er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar sem einblínir á íslenska skartgripahönnun. ➜ Umræður 13.00 Heilaafritun verður viðfangsefni smiðju LornaLABs og Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsi. Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og Deepa Lyengar hjá MindGames eru meðal frummælenda. Viðburðurinn fer að hluta til fram á ensku og er aðgangur ókeypis. ➜ Útivist 10.00 Hjólreiðaferð verður farin frá Hlemmi í 1-2 klukkutíma um borgina á vegum LHM. Þáttaka er ókeypis. Sunnudagur 15. apríl 2012 ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. ➜ Sýningar 13.00 Vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð heldur áfram í Gerðubergi. Heiðurssýnandi er Örn Sigurðsson tré- skurðarmaður. 14.00 Ólöf Helga Helgadóttir frum- sýnir vídeoverk sitt 7 hnettir, Helena Hansdóttir frumsýnir verkið Hornsteinn, Kláði og Sjón og Ríkharður H. Frið- riksson frumsýnir hljóðinnsetningu sína Massar á sýningu í Freyjugöturóló, Freyjugötu 9. Sýningin er aðeins opin um helgina. ➜ Umræður 15.00 Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar á Íslandi, og listamaðurinn Rebekka Rán Samper taka þátt í spjalli um katalónska menn- ingu og sögu á Kjarvalsstöðum. Spjallið er í tengslum við sýningu listamannsins Antonis Tápies sem stendur þar yfir. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldin að Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500, en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Leiðsögn 14.00 Ágústa Kristófersdóttir, sýningar- stjóri, mun leiða gesti um sýninguna TÍZKA - kjólar og korselett í Þjóðminja- safninu. Leiðsögnin er áhugasömum að kostnaðarlausu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.