Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 82

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 82
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR50 lifsstill@frettabladid.is 50 ZUCKERBERG SAMDI SJÁLFUR Eins og greint hefur verið frá keypti Facebook fyrirtækið Instagram á dögunum fyrir einn milljarð dollara. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, er ekki vanur að gera slíka samninga sjálfur en ku hafa verið maðurinn á bak við kaupin, nánast frá upphafi til enda. CHLOE FLAKSANDI BUXUR Skósíðar og víðar buxur eru nánast skyldueign fyrir sumarið og sáust slíkar buxur víða á tískupöllum síðasta árs. PROENZA SCHOULER BLÓMLEG SKYRTA Litríkar, blómlegar og alls kyns munstraðar skyrtur fást víða. Flaksandi síðbuxur, fallegir blazer-jakkar og munstraðar flíkur eru það sem vorvindarnir munu bera með sér til landsins. Sumar dagurinn fyrsti er rétt handan við hornið og því tímabært að leiða hugann að helstu straumum vor- og sumartískunnar. Litir og munstur verða sérstaklega áberandi ásamt síðbuxum, helst víðum og flaksandi. - sm Blómlegt sumar MUNSTUR OG PRENT Munstraðar flíkur verða mjög áberandi í vor og haust og skiptir þá engu hvort um er að ræða skyrtur, kjóla eða buxur. Blómamustur verður sérstaklega vinsælt. JIL SANDER ISABEL MARANT BLAZER-JAKKAR Blazer-jakkinn ætlar að tolla í tískunni ár eftir ár enda sniðið klassískt og fallegt. Mjúkir pastellitir verða vinsælir í vor og sumar og þá helst ferskjugulur, fjólublár og myntugrænn. PHILIP LIM NORDICPHOTOS/GETTY HEILSA Það er heilsubætandi að vera íþróttaaðdáandi ef marka má niðurstöðu rannsóknar sem gerð var við Murray-háskólann í Kentucky. Vísindamenn við háskólann komust að því að sjálfsmynd þeirra er styðja ákveðið íþrótta- lið sé oft betri en þeirra er ekki styðja ákveðið lið í íþróttum. „Því meira sem menn samsama sig liði því betri verður andleg líðan þeirra,“ sagði prófessor Daniel L. Wann og bætir við að íþróttaaðdáendur séu ekki aðeins með betri sjálfsmynd en margur annar heldur verði þeir síður einmana. Verða síður einmana STELLA MCCARTNEY HOLL IÐJA Það þykir hollt fyrir sálina að vera stuðningsmaður íþrótaliðs. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.