Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 87

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 87
LAUGARDAGUR 14. apríl 2012 55 NÚ Í FULLUM GANGI FRÁ 5. TIL 29. APRÍL OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA 13 titlar BD limited extended editi on Strákarnir í Trackshittaz, sem keppa í Euro- vision fyrir hönd Austurríkis, hafa breytt sviðs- framkomunni í atriði sínu fyrir keppnina í Bakú. Í atriðinu í austurrísku undankeppninni var mikið notast við neonljós á sviðinu og voru dans- ararnir til dæmis klæddar í samfestinga með neonröndum. Af öryggisástæðum verður ekki hægt að hafa sviðið í Bakú alveg myrkvað og mun neonlýsingin því ekki skila sér eins vel til áhorfenda. Fjölmiðlafulltrúi hópsins, Roman Horacek, sagði aðdáendur þó ekki þurfa að örvænta því von væri á flottara atriði fyrir vikið. Austurríki keppir í fyrri undankeppninni þann 22. maí, ásamt okkur Íslendingum, og verða strákarnir þeir sextándu í röðinni á sviðið. - trs Engin neonljós HRESSIR TRACKSHITTAZ-DRENGIR Öryggisreglur gerðu það að verkum að austurrísku strákarnir þurftu að breyta atriðinu sínu fyrir keppnina í Bakú. 42 DAGAR í aðalkeppni Eurovision Sjónvarpstjarnan Khloe Kardashian segist hafa varað systur sína Kim við hjóna- bandi hennar og Kris Humphries körfu- boltastjörnu. Í viðtali við Ellen DeGeneres viður- kennir hún að hafa líkað við Kris sem persónu en ekki sem eiginmann systur sinnar. Hún segir einnig frá því að hún var sú eina sem var hreinskilin og sagði Kim að henni litist ekki vel á samband þeirra. Khloe líkar mun betur við þá hugmynd að Kim og Kanye West, sem er fjölskylduvinur Kardashian- fjölskyldunnar, verði saman. Varaði við Humphries Leikkonan Jennifer Love Hewitt lýsti því yfir í spjallþætti Ellen Degeneres að henni þætti söngv- arinn Adam Levine myndarlegur og að þau gætu orðið flott par. „Þetta er mikið hrós og þetta var fallega sagt af Jennifer, en ég mun ekki láta ummælin stíga mér til höfuðs,“ sagði Levine þegar hann var spurður út í ummælin. Söngvarinn hætti nýverið með ofurfyrirsætunni Önnu V. Þakkar Love fyrir hrósið ÞAKKAR HRÓSIÐ Adam Levine þakkaði Jennifer Love Hewitt falleg orð í sinn garð. NORDICPHOTOS/GETTY HREINSKILIN Þær Khloe og Kim eru hreinskilnar systur. Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk Kattarkonunnar, eða Catwoman, í væntanlegri kvikmynd um Batman. Hathaway þurfti að gangast undir stranga líkamsþjálfun fyrir verkið. Að sögn leikstjóra myndarinnar, Christopher Nolan, verður Kattar- konan dekkri og sterkari en áður og því þurfti Hathaway að undir- búa sig líkamlega fyrir hlutverkið. „Ég þurfti að taka miklum líkam- legum breytingum og ég gekk út af fyrsta fundinum með Christopher og beint inn í líkamsræktarsalinn. Ég var þar næstu mánuðina,“ sagði leikkonan sem leitaði einnig fanga hjá leikkonunum Hedy Lamarr og Jean Harlow og til teiknimynda- bókanna um Batman. Dekkri og sterkari STERKARI Kattarkona Anne Hathaway verður sterkari og dekkri en áður. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.