Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 10
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR10 KOMINN Í SKÓLA Milljónir fátækra barna á Indlandi hafa nú í fyrsta sinn hafið skólagöngu, eftir að skólaskylda var í lög leidd. Þessi piltur er að biðja bænir í skóla úti undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Tvö kínversk vind- orkufyrirtæki, Sinovel og Goldwind, eru sögð hafa mikinn áhuga á að kaupa danska vindorkufyrirtækið Vestas, að því er greint er frá á vef Jyllands-Posten. Fréttin varð til þess að hluta- bréf í danska fyrirtækinu hækkuðu um 15 prósent. Kínversku vindorkufyr- irtækin hyggjast færa út kvíarnar en ekki þykir víst að þeim takist að kaupa Vestas vegna flókinnar samsetningar eigenda. Jafnframt þykir óvíst hvort Kínverjar séu reiðubúnir að reiða fram þá mörgu milljarða sem þarf til þess að fá eigend- ur til að selja hlutabréf sín. - ibs Danskt vindorkufyrirtæki: Kínverjar vilja í vindmyllu- bransann Truflandi næturfótbolti Íbúar í nágrenni svokallaðs battavallar við Réttarholtsskóla kvarta ítrekað yfir miklum hávaða og ónæði sem þeir segja stafa af knattspyrnuiðkun ungmenna á vellinum seint um kvöld og að næturlagi. Þetta kemur fram í fundargerð hverfisráðsins sem hyggst beita sér fyrir lausn á málinu í sam- vinnu við lögregluyfirvöld, borgina og stjórnendur Réttarholtsskóla. REYKJAVÍKURBORG VEGAMÁL Undanfarin ár hefur borið á því að of miklu hafi verið hlaðið á vöru- flutningabíla sem flytja áburð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. „Að gefnu tilefni mun umferðareftirlit Vegagerðarinnar á næstunni veita þessum flutningum sérstaka athygli í þeim til- gangi að fyrirbyggja og fækka brotum,“ segir þar. Með því á bæði að tryggja aukið umferðaröryggi og vernda vegakerfið. „Nú er hafinn tími áburðarflutninga um allt land. Á undanförnum árum hefur tals- vert verið um þungabrot tengd þessum flutningum auk þess sem frágangi farms hefur í mjög mörgum tilfellum verið veru- lega áfátt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Bent er á að vegna leysinga sé vega- kerfið víða viðkvæmt og í mörgum tilfell- um þörf á þungatakmörkunum til vernd- unar. „Mikilvægt er að flutnings aðilar hafi þetta í huga og kynni sér vel þær þyngdir sem leyfðar eru hverju sinni til að komist verði hjá kærum og fjárútlátum vegna sekta.“ Þá minnir Vegagerðin á reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms. Þar segir að farm ökutækis skuli skorða tryggilega og festa við ökutækið og ganga þannig frá að byrgi ekki útsýni ökumanns. - óká Auka eftirlit til að vernda vegakerfið og tryggja betur umferðaröryggi: Vegagerðin fylgist með fóðurflutningum INNI Í VÖRUBÍL Farmur vöruflutningabíla á að vera tryggilega festur og hann má ekki byrgja ökumanni sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti atvinnu- málanefndar Ísafjarðar bæjar segir verulega annmarka á frum- varpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. 87 prósent af aflaheimildum séu á lands- byggðinni og breytingarnar komi því harðast niður þar. „Á Vestfjörðum var auðlinda- gjaldið á síðasta ári 255 milljónir. Með nýja frumvarpinu verður það hins vegar um 1,4 milljarðar, þar af 1,2 á norðanverðum Vest- fjörðum,“ segir atvinnumála- nefndin og vísar þar í útreikninga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Svo mikla aukningu á skatt- heimtu af burðarfyrirtækjum á svæðinu sé ekki hægt að sam- þykkja. „Sérstaklega ekki meðan ótryggt er að nokkuð af þeim tekjum skili sér aftur til upp- byggingar í Ísafjarðarbæ. Eins er engin vissa fyrir því að það sem skilar sér vegi upp það tap sem sveitarfélög verða fyrir vegna þess útsvars sem tapast,“ segir atvinnumálanefndin. „Líklegt er að störfum muni fækka enn frekar en orðið er og laun lækka hjá sjó- mönnum og fiskvinnslufólki, sem hafa mun áhrif á útsvar sveitar- félaga. Þá mun draga verulega úr fjárfestingu fyrirtækja í greininni með tilheyrandi afleiðingum fyrir minni þjónustufyrirtæki.“ Þá segir nefndin ekki sátt vera um skerðingu á kvóta núver- andi handhafa, til að mynda potta fyrir nýliða. „Þar er í ein- hverjum til fellum verið að hygla áhuga mönnum á kostnað atvinnu- manna,“ segir nefndin sem hins vegar kveður væntanlega hægt að ná „einhverri sátt“ um þær greinar frumvarpsins er varða nýtingar- samninga og pottafyrirkomulag. „Með nýtingar samningum til 20 ára, og möguleika á framlengingu, ættu fyrirtæki að geta skipulagt sig til framtíðar. - gar Atvinnumálanefnd Ísafjarðar varar við frumvarpi: Telja auðlindagjald munu fimmfaldast ÍSAFJÖRÐUR Vestfirsk fyrirtæki greiddu 255 milljónir í auðlindagjald í fyrra. Ísfirðingar segja ekki hægt að samþykkja margföldun á gjaldinu. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON VEGAMÁL Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að til lögum um til- teknar breytingar á legu hring- vegarins í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húna- vatnshreppi. „Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veg- línur verði sýndar á aðalskipulagi sveitar- félaganna,“ segir í bréfi sem Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði viðkomandi sveitarfé- lögum síðasta þriðjudag. Í bréfi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra skrifaði vegamála- stjóra, dagsettu 13. apríl síðastliðinn, óskar hann eftir því að Vegagerðin sendi sveitar félögunum bréf. „Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðu- neytið og stofnanir þess í samráði við sveitar- félögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetninga- braut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir Ögmundur í bréfinu. Hann vísar til fyrri sam- skipta við sveitarfélögin í kjölfar skoðanaskipta á ársþingi Sam- taka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra [SSNV] í ágúst. „Ég lít svo á að flutningur hringvegarins á þessum stöðum eigi ekki að vera viðfangsefni skipulagsyfirvalda nema sveitar félögin óski sjálf eftir því,“ segir hann í bréfi til SSNV í lok nóvember í fyrra. Sveitarfélögin á svæð- inu hafa mótmælt harð- lega hugmyndum um styttingu þjóðvegarins. Í þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins með lagningu nýs vegar á Svínavatnsleið, sem Sig- mundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar ásamt þingmönnum fleiri flokka lagði fram á þingi fyrir áramót, er bent á að þjóðhagslegur ávinningur væri af því að stytta leið- ina. „ Lagning Svínavatns- leiðar mun, auk styttri aksturs leiðar og þar með minni aksturs, skemmri aksturs tíma og minni los- unar mengandi efna, án efa leiða til aukins umferðar öryggis, minni kostnaðar fyrir ökumenn, og minni flutningskostnaðar svo og fjöl- breyttara leiðavals ökumanna,“ segir í greinargerðinni. olikr@frettabladid.is BLÖNDUÓS Sveitarstjórnarmenn hafa mótmælt harðlega hugmyndum um stytt- ingu hringvegarins sem fært hefði bæði Blönduós og Varmahlíð úr alfaraleið hringvegarins um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. Breytingar á legu vega eru yfirleitt gerðar í samráði og samvinnu við sveitarfélög á hverjum stað, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hann segir styttingu hringvegarins með Svínvetningaleið eða færslu suður frá Varmahlíð ekki hafa staðið til í bráð. „Þetta er ekki inni á 12 ára samgönguáætlun en við höfum hins vegar viljað hafa þetta inni á skipulagi sveitarfélaganna, en ráðherra hefur ákveðið að það skuli ekki gert,“ segir hann. Margt í ráðleggingum Vega- gerðarinnar nái ekki fram að ganga. „Stjórnvöld stjórna þessu eins og ýmsu öðru. Það er bara eins og gengur að ekki er alltaf farið eftir því sem við vildum helst og þýðir ekkert að sýta það.“ Hugmyndirnar um styttingu þjóðvegarins hafa mætt veigamikilli andstöðu heima fyrir. „Sveitarstjórnirnar hafa ekki getað gengið frá sínum aðalskipulagstillögum vegna óska okkar um að þetta verði inni. Því hefur verið þrýst mjög á um að þetta verði afgreitt,“ segir Hreinn, en almennt fara sveitarstjórnir með skipulagsvaldið á hverjum stað. „Það er ekki hægt að keyra yfir þeirra vilja í framkvæmdum. Þær gefa leyfi fyrir öllum nýjum framkvæmdum og hafa þannig í hendi sér hvað þær heimila og hvað ekki.“ HREINN HARALDSSON Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögunum Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innan- ríkisráðu- neytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin. ÖGMUNDUR JÓNASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.