Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 24
24 19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
BALDURSSON
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Reykjavíkurborg bauð okkur innflytj-endum í Reykjavík á Fjölmenningar-
þing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar
ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í
borgarlífinu.
Atriði sem flestir þátttakendur komu
fram með er nauðsyn miðstöðvar inn-
flytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið
hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi
við Alþjóðahúsið árið 2009, aðallega vegna
fjárhagslegrar óvissu hjá sér, og miðstöð
innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið.
Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem
Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt
á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs,
Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar
o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta
en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið
er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborg-
arsvæðinu. Vandamál eru t.d.:
■ Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofn-
unum borgarinnar ef maður á ekki lög-
heimili í borginni.
■ Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna
sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar
hægt er að nálgast hana.
■ Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í mál-
efnum innflytjenda að skiptast á upp-
lýsingum.
■ Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka
þátttöku innflytjenda í menningarstarf-
semi án stöðugrar miðstöðvar.
■ Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um
málefnið meðal sveitarfélaga.
Þannig er auðséð að það er eftirsóknar-
vert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuð-
borgarsvæðinu. En þá vakna spurningar
um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið,
borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu?
Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenn-
ingarseturs á Vestfjörðum sem er því form-
lega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið
verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en
spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja
meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Sam-
kvæmt upplýsingum Byggðastofnunar
greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta
á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir
öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru
búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa
til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið.
Ferli endurbyggingar er enn í gangi.
Margir munu spyrja hvers vegna íslenska
þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við inn-
flytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin
nær velgengni, er þátttaka innflytjenda
ómissandi. Er það því ekki snjallara og mik-
ilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í
framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi?
Þörf á miðstöð innflytjenda
Samfélags-
mál
Toshiki Toma
prestur
innflytjenda
Viðskiptasnilld
Í Viðskiptablaði gærdagsins er sagt
frá Ólafi Ívani Wernerssyni, sem brá
á það ráð hrunárið 2008 að flytja
hótelrekstur sinn á Blönduósi yfir á
ófjárráða börn sín. Þau voru þá sjö
og ellefu ára. Þetta var snjallræði
hjá Ólafi, enda hvíldu 130 milljóna
króna skuldir á rekstrinum og eigið
fé var neikvætt um 75 milljónir árið
2010. Og hvaða óbermi
mundu svo sem
ganga að fyrirtæki í
eigu barna?
Fallegt
Ólafur var spurður
um það hvaðan
þessi góða hugmynd var sprottin.
Hann sagði þetta skýrast af því að
hann hefði slitið samvistum við sam-
býliskonu sína og barnsmóður og það
hefði orðið að samkomulagi þeirra á
milli að börnin skyldu taka allt heila
klabbið yfir. Þetta er sannarlega falleg
dæmisaga um það hvað samtaka-
máttur og sáttahugur geta
leitt til far-
sællar niður-
stöðu fyrir
deilu-
aðila.
Eyðileggingarmáttur
Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, er ekki mjög gefið um
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra. Það er gömul saga og ný. Nú
segir hann Jóhönnu hafa unnið „eyði-
leggingarstarf“ innan stjórnarráðsins.
„Að henni skuli hafa tekist að eyði-
leggja dóms- og kirkjumálaráðuneytið
er til marks um ótrúlegt virðingarleysi
við sögu og hefðir stjórnarráðsins,“
skrifar Björn. Björn mætti gjarnan
skýra þessi orð sín betur. Hvernig fór
Jóhanna að því að eyðileggja gamla
ráðuneytið hans Björns? Með því
að setja Ögmund Jónasson yfir
málaflokkinn?
stigur@frettabladid.isS
amtök atvinnulífsins birtu í gær athyglisverðar tillögur
undir yfirskriftinni „Uppfærum Ísland“. Þar er horft til
þess hvernig hægt sé að skapa atvinnulífinu sem ákjósan-
legust framtíðarskilyrði og rík áherzla lögð á samspil
menntakerfisins og fyrirtækjareksturs í landinu.
Ein megintillagan er að stytta grunn- og framhaldsskólann
þannig að nemendur útskrifist tveimur árum fyrr en nú er. Því
miður hefur ekki tekizt að breyta því að íslenzk ungmenni ljúka
framhaldsskóla einu til tveimur árum síðar en gerist í nágranna-
löndunum og koma fyrir vikið síðar út á vinnumarkaðinn. Síðasta
tilraun til kerfisbreytingar
var vanhugsuð og skilaði ekki
tilætluðum árangri.
SA benda á að í nýjum fram-
haldsskólalögum séu tækifæri
til breytinga. Þau eru hins vegar
vannýtt; möguleikar til sveigjan-
legra skila grunn- og framhalds-
skóla, til dæmis með því að
grunnskólanemar taki framhaldsskólaáfanga í fjarnámi, hafa ekki
verið nýttir sem skyldi vegna fjárskorts og þróunin í raun verið í
ranga átt síðustu ár.
Eigi að ná markmiðinu um að fólk útskrifist úr framhaldsskóla
átján ára, verður að horfa bæði á framhalds- og grunnskólann. Því
miður er það svo að tíminn er verr nýttur í grunnskólum en fram-
haldsskólum. Á undanförnum áratugum hefur heilt ár bætzt við
grunnskólann og skólaárið þar að auki verið lengt umtalsvert án
þess að það hafi skilað sér í því að fólk kunni meira þegar það kemur
í framhaldsskóla. Það þarf því að hrista rækilega upp í skólakerfinu
til að ná þessu markmiði.
Önnur megináherzla SA er á að kennsla í raun- og tæknigreinum
verði efld. Allar rannsóknir og samanburður sýna að þar stöndum
við nágrannalöndunum langt að baki. Í einum helzta vaxtarsprota
atvinnulífsins, hátækniiðnaði, er „æpandi eftirspurn eftir starfsfólki
sem hefur aflað sér raungreina- og tæknimenntunar á háskólastigi“
eins og segir í tillögum SA. Menntakerfið annar ekki þessari eftir-
spurn og það hefur þá hættu í för með sér að fyrirtækin sem orðin
eru til og eiga eftir að verða til í þessum geira byggist upp erlendis,
fremur en á Íslandi. Á þessu verða yfirvöld menntamála að átta sig
og grípa til ráða sem duga.
Þessu tengjast tillögur SA um að stórefla tengsl skóla og atvinnu-
lífs, meðal annars með því að fyrirtækin sýni meira frumkvæði
og verði öflugri í því að kynna sig fyrir nemendum á öllum skóla-
stigum. Það mun áreiðanlega skila árangri að fyrirtæki og samtök
þeirra kynni mun fyrr en tíðkazt hefur spennandi framtíðarstörf,
sem ungt fólk getur tekið stefnuna á og valið sér nám samkvæmt
því. Þá þurfa skólarnir líka að standa klárir á því hvers konar nám
hentar þörfum atvinnulífsins. Þeir þurfa að líta svo á að þeir hafi
tvo hópa viðskiptavina; annars vegar fyrirtækin í landinu, hins
vegar nemendur og eftir atvikum foreldra þeirra.
Ef skólakerfið svarar ekki þörfum atvinnulífsins kemur það niður
á framtíðarlífskjörum Íslendinga. Svo einfalt er það.
Athyglisverðar tillögur SA um menntamál:
Skóli fyrir
atvinnulífið