Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 2
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR2 lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að finna á www.gottimatinn.is Logi, hendið þið ykkur í djúpu laugina með breytingunum? „Það má segja það en við sjáum vel til botns í þessum framkvæmdum.“ Laugardalslaug opnar í dag eftir þriggja daga lokun og margra mánaða fram- kvæmdir við 1. áfanga endurbóta sem senn lýkur. DANMÖRK Meira en 900 þúsund Danir taka ekki þau kólesteróllyf sem þeir hafa þörf fyrir. Talið er að það kosti um 30 þúsund manns lífið á hverjum tíu árum, er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt verður í dag. Rann sóknin byggði á gögnum frá Herlev- spítalanum í Danmörku. Þar kemur fram að fjöldi Dana sé í áhættuhóp vegna of mikils kólesteróls í blóði og um 90 þúsund hjartaáföll megi rekja til þess á tíu ára tímabili, þar sem þriðjungur lést. Um 90 prósent þessara einstaklinga fá ekki þau kólesteróllækkandi lyf sem þeir þurfa. Haft er eftir lækni í skýrslunni að hægt sé að komast hjá fjölda dauðsfalla í Danmörku með því að setja fólk á lyf. - sv Ný rannsókn á kólesteróli: Danir nota ekki nauðsynleg lyf Lokaskammtur úr höfninni Á þessu vori verður í síðasta sinn dælt efni úr höfninni á Leirusvæðið í Hornafirði. Bæjarstjórnin segir laust efni, sem komið hefur upp úr höfninni og verið keyrt á staðinn annars staðar frá, hafa valdið íbúum verulegum óþægindum. Þegar upp- dælingu ljúki í vor verði að hefta fok á lausu efni. HORNAFJÖRÐUR Borga laun sumarbúðaskáta Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt beiðni útilífsmiðstöðvar skáta um að tveir skátar úr Fossbúum fái að starfa við sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni í sumar. ÁRBORG DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur athafna- manninum Aroni Pétri Karlssyni fyrir fjársvik vegna sölu á stórhýsi við Skúlagötu til Kínverska alþýðu- lýðveldisins í janúar 2010. Í húsinu er nú sendiráð Kínverja hér á landi. Samkvæmt ákærunni hlunnfór Aron Pétur Arion banka, Glitni og Íslandsbanka um 300 milljónir með sölunni. Bankarnir þrír áttu veðrétt í húsinu fyrir samtals rúman milljarð króna. Eigendur, Aron og faðir hans, Karl Steingrímsson í Pelsinum, kynntu bönkunum 575 milljóna króna kauptil- boð í húsið frá indversku fyrirtæki og bönkunum leist ágætlega á tilboðið miðað við ástandið á fasteignamark- aði þótt það væri langtum lægra en veðkröfurnar. Því var fall- ist á að húsið yrði selt og afgangi skuldanna aflétt. Í ljós kom hins vegar að húsið var selt kínverska ríkinu undir sendi- ráðsbústað og að verðið hafi ekki verið 575 milljónir heldur 870 milljón- ir. Kaupin höfðu gengið í gegn áður en skuldunum var aflétt. Grunur er um að tilboð Ind verjanna hafi verið sýndartilboð, lagt fram til að eigendurnir gætu hagnast um tæpar 300 milljónir. Feðgarnir voru yfirheyrðir vegna málsins á sínum tíma, auk lögmanns- ins Gísla Gíslasonar, sem var tengilið- ur við Indverjana, og fasteignasalans Guðmundar Th. Jónssonar. Grunur féll á þá tvo síðastnefndu vegna þess að samtals fengu þeir tæpar 70 millj- ónir í þóknun vegna aðkomu sinnar að viðskiptunum. Aron er hins vegar einn ákærður. Bankarnir gera samtals um 150 milljóna króna bótakröfu í málinu. - sh Aron Pétur Karlsson sagður hafa haft 300 milljónir af þremur bönkum: Ákærður fyrir sendiráðsfléttu DÓMSMÁL Fimm meðlimir Vítis- engla sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárás og kynferðis- brot þurfa að víkja úr dómsal á meðan konan sem hluti þeirra réðist á ber vitni. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðs- dóms þess efnis. Samkvæmt vottorði frá sál- fræðingi konunnar sem fyrir árásinni varð þjáist hún af alvar- legri áfallastreituröskun og þunglyndi vegna árásarinnar. Þar segir jafnframt að þurfi hún að gefa skýrslu fyrir dómi í viðurvist ákærðu í málinu séu raunverulegar líkur á að hún muni upplifa ofsakvíðakast. - bj Óttast ofsakvíða í vitnastúku: Vítisenglar víki úr dómsalnum ARON PÉTUR KARLSSON SLYS Engan sakaði þegar tveggja sæta einkaflugvél með einkenn- isstafina TF-FUN hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Annað framhjól vélarinnar brotnaði undan henni í lending- unni og skemmdist vélin nokkuð þegar skrúfan, búkurinn og annar vængurinn drógust eftir flugbrautinni. Tveir voru um borð í flugvél- inni, sem er af gerðinni Amer- ican Champion 7ECA. Hún var að lenda á flugbraut sem liggur í stefnunni frá austri til vesturs þegar flugmaður hennar virðist hafa misst stjórn á vélinni. - bj Hjól brotnaði við lendingu: Engan sakaði við brotlend- ingu flugvélar HLEKKTIST Á Sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru fljótir á vett- vang en farþegi og flugmaður vélarinnar voru ómeiddir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALI SJÁVARÚTVEGSMÁL Ef frumvörp til laga um breytingar á stjórn fisk- veiða og veiðigjöldum verða sam- þykkt er hætt við því að 74 sjávar- útvegsfyrirtæki í landinu geti ekki staðið við núverandi skuldbinding- ar sínar. Þá gæti Landsbankinn þurft að afskrifa 31 milljarð króna af bókfærðu virði lána þeirra. Þetta kemur fram í umsögn Landsbankans um frumvörpin sem send var þingnefndum Alþing- is í gær. Sérfræðingar Landsbankans skoðuðu 124 sjávarútvegsfyrir- tæki sem ráða yfir 90% af afla- heimildum hér við land. Af þeim er talið að 74 þeirra, eða 60%, geti ekki staðið við núverandi skuld- bindingar sínar. Í tilkynningu frá Landsbank- anum er lýst yfir miklum áhyggj- um af afleiðingum frumvarp- anna tveggja sem nú liggja fyrir Alþingi. Að mati Landsbankans hefði samþykkt þeirra mikil áhrif á útgerð í öllum landshlutum. Áhrifin yrðu sérstaklega alvarleg á Reykjanesi, Vesturlandi, Vest- fjörðum og á höfuðborgarsvæð- inu. Ef horft er til einstakra flokka sjávarútvegsfyrirtækja yrðu áhrifin alvarlegust á bolfiskútgerð og því næst bolfiskútgerð/vinnslu, að því er segir í tilkynningu. Um fjögur þúsund störf eru hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum 74. Það er mat Landsbankans að fjölmargar greinar frumvarpsins um veiðigjöld muni hafa óæskileg- ar afleiðingar fyrir sjávarútveg og efnahagslíf hér á landi og þar með stöðu bankans. Þessi atriði valdi því að rekstrarumhverfi sjávarút- vegs verði óstöðugra en nú er, rek- starforsendur veikist og fjármögn- un verði erfiðari. - kh Landsbankinn lýsir yfir miklum áhyggjum af afleiðingum frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjalda: 60% gætu ekki staðið við skuldbindingar LANDSBANKINN Ef frumvarp um veiði- gjald verður samþykkt er áætlað að eiginfjárhlutfall bankans myndi lækka úr 21,4% í 19%. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓLK Tvíburasystkinin Halldór Sörli og Júlía Sif Ólafsbörn voru fermd síðastliðinn sunnudag, en það sem vekur athygli er að þau höfðu hvort sinn háttinn á. Júlía fermdist í Háteigskirkju um morguninn, en Halldór í borgara- legri vígslu í Háskólabíói eftir hádegi. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fermast í kirkju,“ segir Halldór. „Svo fór ég að hugsa betur út í þetta og leist vel á borgaralegu ferminguna.“ Aðspurð hvort henni hafi þótt skrítið að hafa bróður sinn ekki við hlið sér segir Júlía að svo hafi ekki verið. „Þetta var kannski svolítið skrýtin tilhugsun fyrst, því að ég hélt alltaf að Halldór myndi fermast í kirkju með mér. En það var svo ekkert mál.“ Þau segja að móðir þeirra hafi alls ekki sett fyrir sig að hafa tvær vígslur sama daginn og hún hafi virt þeirra val. Þá hafi vinum þeirra ekki þótt skrýtið að þau færu hvort sína eigin leið. „Nei. Þau þekkja okkur vel og vita að við tökum hvort okkar ákvarðanir,“ segir Júlía. „Þótt að við séum tvíburar,“ botnar Halldór. Aðspurð hvort þau séu almennt samrýnd systkin svara þau í kór: „Já!“ Umræða spannst nýlega út frá páskapredikun biskups Íslands þar sem hann sagði börn sem hygðu á kirkjulega fermingu sættu oft andróðri frá umhverfi sínu. Á móti var því haldið fram að þvert á móti þyrftu ungmenni frekar að standa gegn straumnum til að fermast borgaralega. Júlía og Halldór segja ekkert slíkt hafa verið að velkjast fyrir þeim og ákvarðanir þeirra hafi hreint ekki verið erfiðar. „Þetta snýst einfaldlega um það að ég trúi á guð en hann ekki,“ segir Júlía og Halldór tekur undir. „Mér fannst þetta mjög auðveld og eðlileg ákvörðun.“ Nokkuð algengt er að krakk- ar fermist í borgaralegri vígslu, þar á meðal nokkrir í kunningja- hópi Halldórs. En tengist þessi ákvörðum þá vinahópum? „Maður vill auðvitað gjarnan fermast með vinum sínum,“ segir Júlía. „En þó að allar mínar vin- konur myndu fermast borgaralega myndi ég samt fermast í kirkju.“ Aðspurður sagði Halldór að það hafi ekki hvarflað að honum að sleppa því alfarið að fermast. „Ég lít á þetta sem ákveðinn áfanga í lífinu og mig langaði til að halda upp á hann og borgara- lega fermingin höfðaði betur til mín.“ Systkinin sameinuðust svo í veislunni sem haldin var síðar um daginn. Þar léku þau meðal annars tvö lög fyrir gestina, Halldór á saxófón og Júlía á þverflautu. Þau svara hlæjandi að enginn munur hafi verið á fermingar- gjöfunum þrátt fyrir að Halldór hafi farið óhefðbundnari leið. Þar hafi samræmis verið gætt í hví- vetna. thorgils@frettabladid.is Tvíburar fóru ólíkar leiðir við ferminguna Júlía Sif Ólafsdóttir og Halldór tvíburabróðir hennar fermdust hvort í sínu lagi á sunnudaginn. Hún í Háteigskirkju en hann í borgaralegri fermingu í Háskóla- bíói. Segja hvoruga ákvörðunina hafa verið erfiða. Snýst um að trúa eða ekki. SAMRÝND Þau Halldór Sörli og Júlía Sif eru tvíburar en fermdust hvort í sínu lagi. Hann í borgaralegri fermingu en hún í kirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Þetta snýst einfald- lega um það að ég trúi á guð en hann ekki JÚLÍA SIF ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.