Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 16
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR16 16
hagur heimilanna
Börn sem neyta of mikils
salts geta fengið hækkaðan
blóðþrýsting. Saltneysla
íslenskra barna er tvöfalt
meiri en ráðlagt er. Neysla
fullorðinna Íslendinga er
yfir ráðleggingum. Embætti
landlæknis hefur unnið að
því að draga úr saltneyslu
landsmanna.
„Við höfum unnið með Lands-
sambandi bakarameistara um
að minnka saltmagn í brauðum.
Það er á dagskrá hjá okkur að
halda því áfram og vinna einnig
með fleirum, en auk brauða
kemur salt að stórum hluta úr
unnum kjötvörum, tilbúnum
réttum og ostum,“ segir Hólm-
fríður Þorgeirsdóttir, næringar-
fræðingur hjá Embætti land-
læknis.
Hún segir könnun á mataræði
landsmanna 2010 til 2011 sýna
að mataræði þeirra hafi þokast
nær ráðleggingum um heilsu-
samlegt mataræði miðað við
könnun sem gerð var 2002. Salt-
neyslan sé þó enn of mikil og
komi 75 prósent af saltinu sem
neytt er úr unnum matvælum.
Rannsókn á næringu og
heilsu á vegum Rannsóknastofu
í næringar fræði við Háskóla
Íslands og Landspítalann árið
2007 á mataræði 3 og 5 ára barna
sýndi að neysla á salti væri tvö-
falt meiri en ráðlegt er. „Ráð-
leggingar byggjast á orkuþörf og
ekki er gerður kynjamunur hjá
yngstu börnunum. Rann sóknin
leiddi í ljós að meðalneysla 3 ára
barna var 5,25 g á dag en hjá 5
ára börnum var hún 6 g á dag.
Þetta er tvöfalt meira en ráð-
lagður skammtur sem er 2,65 g á
dag,“ segir Inga Þórsdóttir, pró-
fessor og forstöðumaður rann-
sóknastofunnar.
Hún segir niðurstöður rann-
sókna á saltneyslu eldri barna
og unglinga einnig sýna að salt-
neyslan sé tvöfalt meiri en ráð-
lagt er. „Rannsókn á mataræði
9 ára barna, sem gerð var á
árunum 2003 til 2004, sýndi að
meðalsaltneyslan var 7 g á dag.
Hjá 15 ára börnum var hún tæp-
lega 9 g á dag en 15 ára drengir
neyttu 10 g á dag.“
Samkvæmt rannsókn á vegum
Tækniháskólans í Danmörku er
saltneysla danskra barna, allt
niður í 1 til 3 ára, tvöfalt meiri en
ráðlegt er, að því er greint er frá
á vef danska blaðsins Jyllands-
Posten. 70 prósent af saltinu sem
neytt er koma úr unnum mat-
vælum. Aðeins 15 prósent er salt
sem sett er út í grautinn eða stráð
yfir matinn við matarborðið.
Könnun á vegum danskra neyt-
endasamtaka hefur leitt í ljós að
83,4 prósent foreldra í Danmörku
skoða aldrei eða sjaldan hversu
mikið salt matvörur innihalda.
Hólmfríður segir mikilvægt að
huga að því að lesa á um búðum
matvæla hversu mikið salt þau
innihalda. „Það er til dæmis
skylda að merkja natríummagn
á unnum kjötvörum.“
Að sögn Hólmfríðar er meðal-
neysla íslenskra karla á salti
að minnsta kosti 9,5 g á dag en
kvenna að minnsta kosti 6,5 g.
„Samkvæmt ráðleggingum á salt-
neysla karla að vera undir 7 g á
dag en kvenna undir 6 g.“
Meðalneysla danskra karla
á salti er 9 til 11 g á dag en
danskra kvenna 7 til 8 g. Veru-
leg minnkun saltneyslu kann að
fækka hjarta- og æðasjúkdóm-
um um 5 til 15 prósent, að því er
segir á vef Jyllands- Posten.
Þar segir jafnframt að danska
matvælastofnunin mæli með því
að borðaður sé hafra grautur í
stað til dæmis havrefras eða
kornflagna. Jafnframt að aðeins
sé kjötálegg sett ofan á eina rúg-
brauðssneið.
ibs@frettabladid.is
Saltneysla barna tvöfalt
meiri en ráðlagt er
SKYNDIMATUR Pitsa með kjötáleggi og osti getur innihaldið mikið magn salts.
Síðbuxur í stærð 14 í Bretlandi eru nú yfir 10 cm
víðari í mittið heldur en buxur í þessari stærð
voru á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta eru
niðurstöður útreikninga sem gerðir voru á
vegum Tímaritsins The Economist og greint
er frá á vefsíðunni e24.no. Þar segir jafnframt
að stærð númer 14 í Bretlandi sé í raun sú
stærð sem áður var númer 18. Stærð númer
10 hafi áður verið stærð 14. Leiðarahöf-
undur The Economist telur ástæðu til að
hafa áhyggjur af því að of þungar konur
sjái ekki ástæðu til að borða minna þegar
þær passi alltaf í sömu fatastærðina. Þrjár
af hverjum fimm breskum konum eru
sagðar of þungar.
■ Fatastærðir
Buxurnar víðari þótt
númerin séu þau sömu
Bílfarsvefir eru viðbót við
al mennar samgöngur sem ekki
nýtast alltaf sem skyldi. Vefirnir
eru vettvangur fyrir þá sem vilja
bjóða öðrum far í einkabíl og þá
sem vilja nýta far sem býðst.
Á vefnum bilfar.is hefur verið
útbúin gjaldskrá sem notendur
geta stuðst við og segir á vefnum að
miðað sé við að um hámarksgjald
sé að ræða fyrir hvern og einn far-
þega. Vefurinn samferda.is býður
einnig upp á þjónustu fyrir þá sem
vilja skipta bensínkostnaði á milli
sín með því að ferðast saman á
einum bíl.
Vefsíðan skutl.is er fyrir nem-
endur í Háskóla Íslands sem vilja
draga úr ferðakostnaði. Á vefnum
segir að þjónustusvæði vefsíðunnar
sé suðvesturhornið frá Borgarnesi
til Hvolsvallar.
Vefsíðan eyjaskutl var stofnuð
sem viðbót við þær samgöngur sem
í boði eru til og frá Bakkafjöru, að
því er segir á síðunni. Þar skrá þeir
sig sem vantar farþega eða skutl.
Nýjungar í samgöngum á Íslandi spara fé:
Far í boði á vefsíðum
Á FERÐ Kostnaðurinn dreifist á fleiri séu
bílarnir samnýttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KRÓNUR var meðalverðið á kílói af slægðri og hausaðri ýsu í
febrúar síðastliðnum. Verðið hafði hækkað um rúman helming frá
árinu 2008, þegar kílóverðið var 505 krónur.
GÓÐ HÚSRÁÐ Skínandi hrein glerílát
Salt og edik gefur gljáann
Flestir kannast við að eiga könnur, vasa eða
karöflur úr gleri sem verður matt við notkun. Þetta
er vitaskuld hvimleitt, en gott húsráð er að setja
hnefafylli af salti og tvær teskeiðar af glæru ediki
ofan í viðkomandi ílát. Svo er bara að hrista vel og
skola. Einnig er hægt að nota glært edik, vatn og
dálítið af grófum sandi í sama tilgangi. Til að sjá til
þess að glerglös haldi gljáa er gott að nudda þau
með þunnri blöndu af lyftidufti og vatni, skola svo
vel og þurrka vandlega.
(Heimild: Kvenfélagið Björk)
784