Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. apríl 2012 27 Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að út- tektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffi- húsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftir- litskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi. Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opin- bera eftirlitsskýrslur heilbrigðis- fulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsu vagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niður- stöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neyt- enda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu. Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svo kallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrir tæki fá færri eftirlitsheim- sóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvals- fyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndi úttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfull- trúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel. Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasam- tökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur sam- takanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda. Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu fram- taki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðli- legt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um bros- karlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“. Eftirlitið upp á borðið Neytendamál Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi Neytendasamtakanna Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Niðurstöður nýlegra rann-sókna Hafrannsókna- stofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi. Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsókna- stofnunar 15% á árunum 1977– 1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiski- fræðingar mæltu með. Sambæri- leg tala fyrir tímabilið 1984– 1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórn- kerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski. Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi ein- staklingsbundinna og framselj- anlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frum kvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp afla- regla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeild- arkerfisins (kvóta kerfisins). Sem dæmi veiddi svo kallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiski- fræðinga. Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknar- dagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umfram- veiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka ný- liðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfi- legan heildar afla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráð- gjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011. Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er sam- dóma álit fiskifræðinga og sjó- manna að staða þorsk stofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að til- teknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfi- legan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorsk- veiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Laga- stofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.