Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 27

Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 27
FIMMTUDAGUR 19. apríl 2012 27 Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að út- tektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffi- húsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftir- litskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi. Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opin- bera eftirlitsskýrslur heilbrigðis- fulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsu vagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niður- stöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neyt- enda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu. Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svo kallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrir tæki fá færri eftirlitsheim- sóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvals- fyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndi úttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfull- trúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel. Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasam- tökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur sam- takanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda. Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu fram- taki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðli- legt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um bros- karlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“. Eftirlitið upp á borðið Neytendamál Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi Neytendasamtakanna Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Niðurstöður nýlegra rann-sókna Hafrannsókna- stofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi. Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsókna- stofnunar 15% á árunum 1977– 1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiski- fræðingar mæltu með. Sambæri- leg tala fyrir tímabilið 1984– 1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórn- kerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski. Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi ein- staklingsbundinna og framselj- anlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frum kvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp afla- regla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeild- arkerfisins (kvóta kerfisins). Sem dæmi veiddi svo kallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiski- fræðinga. Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknar- dagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umfram- veiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka ný- liðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfi- legan heildar afla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráð- gjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011. Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er sam- dóma álit fiskifræðinga og sjó- manna að staða þorsk stofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að til- teknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfi- legan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorsk- veiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Laga- stofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.