Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 19. apríl 2012 25 Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og sam setningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðar- ráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goð sögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjald- miðilsins. Nýtt orð hóf sigur- göngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetn- ingar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólgu- skessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverð- bólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólgu- skotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niður- gangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaup- gjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyris- höft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verð- bólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hall- grímssyni prýði seðilinn, einn- ig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubú- skapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Haf- stein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúnings- hraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rök- rétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo mark- verð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflands krónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldis- rétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af for- manni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smá- eyringum og geymdi þá haganlega. Bólguseðill Fjármál Hannes Pétursson rithöfundur Veiðimálastofnun á sér merka sögu sem rekja má allt aftur til ársins 1946 þegar embætti Veiðimálastjóra var sett á stofn. Saga stofnunarinnar er því sam- ofin nýtingu veiðihlunninda á Íslandi. Það skal því þakka fram- sýni þeirra sem höfðu forgöngu um stjórnsýslu og rannsóknir í veiðimálum að við eigum bestu samfelldu upplýsingarnar um laxastofna hérlendis í samanburði aðrar laxveiðiþjóðir við Norður- Atlantshaf. Veiðimálastofnun hefur verið til ráðgjafar um verndun og nýt- ingu á laxi og á það ekki síst við þegar framkvæmt hefur verið í ám og vötnum. Þá er stofnunin kölluð til rannsókna til að meta áhrif og veita ráðgjöf um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum slíkra framkvæmda eða leggja til mótvægisaðgerðir þannig að hag lónbúans sé gætt eins og kostur er. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar örlar á umræðu þar sem ruglað er saman hags munum fram- kvæmdaraðila og starfi vísinda- mannanna, sem hafa það hlutverk eitt að sporna gegn neikvæðum áhrifum framkvæmda í ám og vötnum. Framkvæmdir verða alltaf á ábyrgð framkvæmdar- aðilans hvort sem þar er um veiði- félög að ræða eða aðra. Veiðifélög hafa áratuga reynslu af starfi Veiðimálastofnunar og í ljósi mikilvægi hennar fyrir atvinnugreinina hefur Lands- samband veiðifélaga ályktað á all flestum aðalfundum sínum um nauðsyn þess að efla stofnunina, en fjárveitingar til grunnrann- sókna í ám og vötnum hafa verið smánarlega litlar. Raunar er furðulegt hversu miklu stofnunin hefur áorkað á því sviði þótt úr litlu fjármagni hafi verið að spila. Verkefnin eru margvísleg. T.d. hafa verið byggðir 75 fisk- vegir hér á landi og þar með hafa opnast um 800 km af ám sem nýtast til stækkunar búsvæða laxa og sem veiðisvæði. Þarna er um gríðar leg verðmæti að ræða sem sést best á því að ofan laxastiga eru nú um 30% af fisk gengum svæðum landsins í laxveiðiám. Að öllum þessum framkvæmdum hefur Veiðimálastofnun komið með ráðgjöf og rannsóknum. Við státum því af framúrskarandi vísindamönnum hjá Veiðimála- stofnun með gríðarlega reynslu sem standa jafnfætis, ef ekki framar kollegum sínum erlendis. Nú eru áformaðar miklar breyt- ingar á opinberum stofnunum í kjölfar fækkunar ráðuneyta. Hug- myndir hafa verið um að leggja Veiðimálastofnun niður og færa verkefni hennar undir sérstakt auðlinda- og umhverfisráðuneyti. Landssamband veiðifélaga leggst eindregið gegn slíkum áformum og telur að rannsóknum veiðimála sé best fyrirkomið hjá ráðuneyti atvinnuvegarins áfram. Stjórnin hefur því óskað eftir fundi með sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra til að ræða framtíð þessarar stofnunar sem við teljum hafa gríðarlega þýðingu fyrir okkar atvinnuveg. Það yrði mikið slys ef verkefni VMS yrðu bitbein þeirra sem vilja aukinn eld að sinni köku. Veiðimálastofnun Veiði Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands veiðifélaga ...alltaf opið! Í 10–11 finnurðu frábært vöruúrval. Þú færð ljúffenga Ristorante pepperoni-salame pizzu frá Dr. Oetker í næstu 10–11 verslun. Ristorante Bragðast ávallt eins og á ekta ítölskum veitingastað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.