Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 66
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR58 58 popp@frettabladid.is Aðalfundur GFF verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl 15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Allt áhugafólk um gróður og umhverfisvernd velkomið 37 DAGAR í aðalkeppni Eurovision 33 Heitasta slúðrið í Hollywood um þessar mundir er um meint ást- arsamband stjarnanna Ashtons Kutcher og Milu Kunis. Ashton og Mila hafa verið vinir í mörg ár en þau kynntust við tökur á þáttunum That 70‘s Show, sem hóf göngu sína árið 1998 og kom þeim báðum á kortið. Það er því ekki ósennilegt að þrátt fyrir að hafa farið saman í húsgagnaverslun og kvöldmat áður en þau fóru saman heim til Kutcher nú fyrr í vikunni, sé bara um að ræða vinskap þeirra á milli. Það er þó aldrei að vita nema ást sé í spilunum og vilja sér- fræðingar meina að líkamstjáning þeirra á myndum sem náðst hafa af þeim saman beri með sér að þau séu að leyna einhverju. Meira en vinir? NÝ ÞRÓUN Kutcher og Kunis hafa verið vinir í fjölmörg ár, en nú er uppi orðrómur um að vináttan hafi þróast út í eitthvað meira. Poppprinsessan Britney Spears ku vera komin með pennann í hendurnar og tilbúin að skrifa undir samning við Simon Cowell um að setjast í dómarasætið í bandarísku X Factor keppninni. Frá þessu greinir miðillinn TMZ en ef rétt reynist mun Spears eflaust trekkja að þónokkuð áhorf. Spears ætlar ekki að gera þetta ókeypis en samkvæmt heimildum TMZ á Spears að fá um 15 milljón dali fyrir vinnuna. Spears sest þá í einn af tveimur lausum stólum við dómara borðið en bæði Paula Abdul og Nicole Scherzinger, sem voru dómarar í fyrra, hafa yfir- gefið keppnina. Britney tilbúin fyrir X Factor DÓMARI Samningar eru að nást milli Britney Spears og Simons Cowells um að hún verði dómari í næstu X Factor keppninni í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY Bíó ★★★ ★★ 21 Jump Street Leikstjórn: Phil Lord, Chris Miller Leikarar: Jonah Hill, Channing Tatum, Brie Larson, Dave Franco, Ellie Kemper, Rob Riggle, Ice Cube Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Þar var ungur Johnny Depp í hlutverki leynilöggu sem ásamt félögum sínum faldi sig innan um unglinga og leysti glæpi í skólum og skúma- skotum þar sem óþekk ungmenni héldu sig. Sprellið ræður ríkjum í nýju uppfærslunni og eru það gosarnir Jonah Hill og Channing Tatum sem sjá um fjörið. Lögreglumennirnir Greg og Morton fá það verkefni að afhjúpa eiturlyfjahring sem teygir anga sína í fyrrum menntaskóla þeirra félaga, þar sem Greg var vinsæll á sínum tíma en Morton alls ekki. Þeir dulbúa sig sem nemendur við skólann og sökum klaufa skapar neyðist lúðinn til að leika hlut- verk þess vinsæla og öfugt. Málið reynist hættulegra en það virtist í fyrstu og löggurnar tvær þurfa að lokum að grípa til vopna. Myndir um spaugileg vista- skipti hafa kitlað hláturtaugar kvikmyndahúsagesta lengur en elstu menn muna. 21 Jump Street gerir þetta ágætlega og áreynslu- lítið. Aðalleikararnir tveir eru kómískir, án þess þó að hálfdrepa áhorfendur úr hlátri, og sam leikur þeirra er skemmtilegur. Báðir líta þeir þó út fyrir að vera um þrí- tugt (sem þeir eru) og grefur það undan trúverðugleika myndar- innar. Þá kemur Dave Franco, tví- fari og litli bróðir leikarans James Franco, skemmtilega á óvart með sterkum og dramatískum leik sem smákrimminn Eric. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarps- þáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköll- um má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. SKÁLKAR Á SKÓLABEKK SKEMMTILEGIR Jonah Hill og Channing Tatum er góðir saman í 21 Jump Street. Eurovision-tónleikar verða haldnir í Amsterdam á laugardagskvöldið, fjórða árið í röð. Tónleikarnir voru fyrst haldnir sem hálfgert grín árið 2009 og var öllum þátttökulöndum boðið að koma með sitt lag og taka þátt. Síðan þá hafa þeir þó stækkað umtalsvert og metþátttaka verður á tón- leikunum þetta árið. Meirihluti þeirra landa sem taka þátt í Eurovision í lok maí sendir framlag sitt til þátt- töku á tónleikunum, en þar koma fram 24 af þeim 42 löndum sem keppa í Baku. Ísland verður því miður ekki meðal flytjenda á tón- leikunum frekar en flestar aðrar Norðurlandaþjóðir, en Finnar halda uppi heiðri norðursins og verða þeir einu af Norðurlöndunum sem taka þátt. Tónleikunum verður stýrt af hollenska Eurovisionfaranum frá 1993, Ruth Jacott, og hollenska þulnum Cornald Maas. Metþátttaka á Eurovision-tónleikum TAKA ÞÁTT Írsku töffararnir í Jedward eru meðal þeirra 24 atriða sem fram koma á tón leikunum í Amsterdam. LEIKKONAN KATE HUDSON er 33 ára í dag. Hún fagnar eflaust afmælisdeginum með manni sínum Matthew Bellamy, söngvara Muse, og sonum sínum Bingham og Ryder.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.