Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 18
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is VERSLUN Húsasmiðjan opnar í sumar lok nýja verslun að Græðis- braut 1 í Vestmannaeyjum. Fram kemur í tilkynningu að verslunin verði um 1.100 fermetrar að stærð, tvöfalt stærri en núver- andi verslun. „Þá bætist við verslun Blómavals, sem til þessa hefur ekki haft starfsemi í Vestmannaeyjum.“ Peter Christiansen, eigandi Bygma-keðjunnar sem nú á einn- ig Húsasmiðjuna, skoðaði húsa- kynni nýju verslunarinnar í gær. Hann segir að Bygma vilji byggja upp með Húsasmiðjunni á lands- byggðinni. - óká Blómaval kemur til Vestmannaeyja í fyrsta sinn: Húsasmiðjan opnar verslun í lok sumars Í VESTMANNAEYJUM Forstjóri og stjórnarformaður Bygma ásamt forstjóra Húsa- smiðjunnar kanna aðstæður í Eyjum. MYND/HÚSASMIÐJAN Dohop var í gær tilnefnt til Asia Pacific 2012 Online Travel Innovation Awards í flokki flugleitar- véla fyrir ferðavefinn www.dohop.com. Tilkynnt verður um sigurvegarann á ráðstefnu í Singapore 10. maí næstkomandi. TravelMole, sem veitir verðlaunin, segir að þau séu ætluð sem viður- kenning fyrir þau fyrirtæki í ferða iðnaðinum sem nota „vef- síður, samfélagsmiðla eða farsíma- lausnir sem ná út fyrir það hefð- bundna og heilla viðskiptavini og notendur.“ Dohop var stofnað árið 2004 og vann verðlaun frá Travel- Mole í öðrum flokki tveimur árum síðar, en fyrirtækið er nú tilnefnt í annað sinn. Í tilkynn- ingu frá Dohop vegna til- nefningarinnar segir að fyrir tækið hafi í fyrsta sinn skilað rekstrarhagn- aði á árinu 2011. Í síðasta birta ársreikningi fyrir- tækisins kemur fram að það hafi tapað samtals 112,5 millj- ónum króna á árunum 2009 og 2010. Tveir hluthafar eiga meira en 10% hlut í Dohop, stjórnarfor- maðurinn Frosti Sigurjónsson, sem á 32% hlut, og Nýsköpunarsjóður Íslands, sem á 10,3% hlut. - þsj Dohop skilaði hagnaði í fyrsta sinn í fyrra: Dohop tilnefnt til asískra verðlauna FROSTI SIGURJÓNSSON Föstudagurinn 20. apríl - Oddi (O-101) Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. kl. 13:00-14:00 Edmund Phelps (Columbia University) og Gylfi Zoega (Háskóli Íslands) - Corporatism and Job Satisfaction Laugardagurinn 21. apríl – Aðalbygging, Hátíðasalur Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. kl. 13:00-13:15 Ávarp - herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. kl. 13:15-15:15 John Drobak (Washington University) - Thrainn and the Problem of Knowledge: The Effectiveness of Conveying Information in the Electoral and Regulatory Markets Shanker Satyanath (New York University) - Do Superpower Interventions Have Short and Long Term Consequences for Democracy? Stefan Voigt (Hamburg University) - From Cheap Talk to Economic Growth: On the Relationship between Property Rights and Judicial Independence Lee Alston (University of Colorado-Boulder) - Changing Social Contracts: Beliefs and Dissipative Inclusion in Brazil kl. 15:15-15:30 Kaffihlé kl. 15:30-17:00 James Robinson (Harvard University) - Political Centralization in Pre-Colonial Africa Carl Hampus Lyttkens (Lund University) - Surprising Institutions Sonja Opper (Lund University) - The Institutional Basis of Leadership Recruitment in China: Factions versus Performance kl. 17:00-17:30 Lokaávarp - Þráinn Eggertsson Allir velkomnir og aðgangur ókeypis Economic Behavior and Institutions Revisited Ráðstefna til heiðurs Þráni Eggertssyni 20.- 21. apríl 2012 Hagfræðideild og Viðskiptafræðideild FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki hafa að mati Vilmundar Jósepsson- ar, formanns Samtaka atvinnulífs- ins (SA), úrræði eða djörfung til að afnema gjaldeyrishöft á næsta ári. Í ræðu á aðalfundi SA í gær sagði Vilmundur samtökin ekki hafa vitað um þær stórkostlegu hættur sem síðar hafi komið í ljós þegar hér var tekin upp flotgengis- stefna. „Peningastefnan sem Ísland tók upp 2001 endaði með hörmungum eins og kunnugt er og er meginástæða þess að tekin hafa verið upp að nýju gjaldeyrishöft.“ Vilmundar segir lykilforsendu fyrir trúverðugri áætlun um afnám hafta að fylgja stífri, tímasettri áætlun þar sem tekin væri áhætta á gengislækkun. Samtökin leggja til leiðir til að verja skuldug heimili fyrir áhrifum af gengisfalli og vilja lög um afnám hafta sem koma til framkvæmda í byrjun næsta árs. Samkvæmt gildandi áætlunum telur Vilmundur engar líkur á öðru en að gjaldeyrishöft verði ítrekað framlengd. „Á hverjum tíma sjá menn skýrt fyrir sér sársauka- fullar afleiðingar afnáms haftanna til skamms tíma. Tjón til lengri tíma er hulið enda felst það í því sem ekki gerist, glötuðum tæki- færum til hagvaxtar, minni verð- mætasköpun en ella, erlendum fjárfestingum sem ekki verður af, innlendum vaxtarsprotum sem visna og töpuðum störfum.“ Höft- in segir Vilmundur halda gengi krónunnar samfellt lágu og inni- lokuðum krónum útlendinga fjölgi stöðugt með verðbótum, vöxtum og vaxtavöxtum. - óká Samtök atvinnulífsins vilja stífa tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta: Vaxtarsprotar visna í höftunum VILMUNDUR JÓSEPSSON Formaður SA vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í ávarpi á aðalfundi samtakanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Áætlað er að hlutdeild ríkissjóðs í eiginfé Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka sé 183 milljarðar króna. Það er 48 milljörðum krónum meira en 135 milljarða króna hlutafjárframlag sem ríkið lagði þeim til á grundvelli samninga um endur fjármögnun þeirra í kjölfar yfirtöku Fjármála- eftirlitsins (FME) í október 2008. Þetta kemur fram í samantekt á stöðu á hlutdeild ríkissjóðs í eigin fé bankanna þriggja í árslok 2011 sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Til viðbótar við hlutafjárfram- lagið lánaði ríkið Arion banka og Íslandsbanka 55 milljarða króna í formi víkjandi lána. Í samantektinni kemur fram að munurinn á eiginfé bankanna þriggja, eins og það stendur núna, og þeirri fjárhæð sem myndi sam- rýmast lágmarki FME, sem er 16%, sé tæplega 113 milljarðar króna. Þar af er Landsbankinn með eigið fé umfram lágmark upp á 50,4 milljarða króna, Íslands- banki með 35,9 milljarða króna og Arion banki með 27,1 milljarð króna. Áætluð hlutdeild ríkis sjóðs í umframeiginfé bankanna er 46,3 Ríkið hefur ávaxtað fé sitt í bönkunum Hlutur ríkissjóðs í eiginfé stóru bankanna þriggja var 48 milljörðum krónum hærri um síðustu áramót en hlutafjárframlag hans. Talið að ríkið geti greitt sér út 12,1 milljarð króna án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari undir 20%. LANDSBANKINN Ríkið er langstærsti eigandi Landsbankans með 81,3% eignarhlut. Í samantektinni kemur fram að ríkið gæti tekið 10,6 milljarða króna út úr bankanum án þess að eigið fé hans færi undir 20%. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslenska ríkið á 81,3% hlut í Landsbankanum, 13% í Arion banka og 5% í Íslandsbanka vegna þeirra eiginfjárframlaga sem það lagði bönkunum þremur til eftir bankahrunið. Sem stendur er í gildi arðgreiðslubann á bönkunum vegna óvissu sem er uppi, sérstaklega vegna gengislánadóma sem gætu fallið þeim í óhag. Því fer tímasetning arðgreiðslna eftir því hvenær aðstæður skapast þar sem ekki verður gert ráð fyrir frekari höggum á bankakerfið. Það er í verkahring Fjármálaeftirlitsins að meta slíkt. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vonir séu uppi innan stjórnkerfisins um að hægt verði að greiða út arð í haust. Ekki hægt að greiða út vegna óvissu milljarðar króna. Þar af nemur hlutdeild ríkissjóðs í umfram eigin- fé Landsbankans um 41 milljarði króna. Í samantektinni er þó tekið fram að óráðlegt sé að líta á fé umfram 16% eiginfjárlágmarks FME sem yfirfjármögnun sem hægt yrði að greiða út sem arð til eigenda, enda mætti lítið út af bregða í rekstri bankanna ef eigin fjárhlutfall þeirra væri við eða nálægt lág- markinu. Ef yfirfjármögnun er í staðinn miðuð við 20% eigin- fjárhlutfall yrði hún um 33,4 milljarðar króna. Ríkissjóður á, í ljósi eignarhlutar síns í bönkunum þremur um síðustu áramót, að geta gert tilkall til 12,1 milljarðs króna af þeirri upphæð. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú hlut- deild hafi verið nær 50 milljörðum króna fyrir gengislánadóm Hæsta- réttar í febrúar, sem varð til þess að bankarnir þrír framkvæmdu 64 milljarða króna varúðarniður- færslu á eignum sínum. Vilji er til þess að greiða út umrædda upphæð í haust og nýta hana í verkefni á borð við hækkun barnabóta. Fréttablaðið sagði frá því í gær að til standi að hækka þær bætur til að bregðast við þeim skuldavanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. thordur@frettabladid.is AUKNING varð á aflaverðmætum íslenskra fiskiskipa í janúar síðastliðnum. Aflaverð- mætin námu 12,6 milljörðum króna í janúar samanborið við 9 milljarða á sama tíma í fyrra. 40%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.