Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 78
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR70 Í 2012 Tónlistarmaðurinn Smutty Smiff er nýkominn heim frá Banda- ríkjunum þar sem hann ferðaðist um og kynnti nýtt hárgel úr sinni smiðju fyrir heimamönnum. Gelið nefnist JS Sloane, var heilt ár í þróun og er ætlað herramönnum og rokkabillí-aðdáendum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég var að ganga frá stórri pöntun við þýska heildsölu og þar með er fyrsta upplagið af gelinu nánast uppselt,“ segir Smutty og lýsir gelinu sem hágæða vöru sem ætluð er herramönnum í anda Don Draper úr sjónvarps þáttunum Mad Men og Nucky Thompson úr Boardwalk Empire. Smutty er þekkt andlit innan alþjóðlegu rokkabillísenunnar vegna tónlistar sinnar en hann hefur einnig starfað sem hár- greiðslumaður í rúm þrjátíu ár og þaðan kom hugmyndin og þekking- in að baki hárgelinu. „Mig langaði að skapa hágæða hárvöru í anda þess sem notað var á fimmta og sjötta áratugunum en færa það í nútímalegan búning. Það tók ár að þróa gelið og ég er mjög sáttur við útkomuna, enda mundi ég ekki setja nafnið mitt við eitthvað sem væri ekki fullkomið. Ég sá til þess að allt útlit vörunnar, gæði hennar og lyktin væri hundrað prósent enda er markhópurinn menn eins og Johnny Depp, Brad Pitt og George Clooney,“ segir Smutty og bætir við að hann hafi afhent Depp dollu af gelinu á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn var þó ekki eina stórstjarnan sem fékk geldollu í hendurnar því söngvar- inn Chris Isaak fékk einnig prufu sem og leikarar Mad Men þátt- anna. „Ég er með sambönd frá því ég var í rokkinu og nota þau,“ segir Smutty í gamansömum tón. Gelið fæst eingöngu í Herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og kveðst Smutty mjög vandlátur þegar kemur að vali á sölustöðum. Hann vill ekki að gelið endi í hillum stór markaða við hliðina á ódýrari týpum og nefnir í því samhengi Silver, gelið sem Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson framleiða. „Ég mundi ekki vilja það nærri mínu hári,“ segir Smutty að lokum. sara@frettabladid.is SUMARLAGIÐ Ég sá til þess að allt útlit vörunnar, gæði hennar og lyktin væri hundrað prósent enda er markhópurinn menn eins og Johnny Depp, Brad Pitt og George Clooney Lagið Hold You (hold yuh) með Gyptian er tilvalið til að keyra um með rúðurnar niðri í sumar- sólinni. Hafsteinn Júlíusson, vöruhönnuður og eigandi hönnunarfyrirtækisins HAF. SMUTTY SMIFF: ÞAÐ TÓK ÁR AÐ ÞRÓA GELIÐ OG ÉG ER MJÖG SÁTTUR Markhópurinn menn eins og Clooney, Depp og Pitt FLOTTUR Smutty Smiff, tónlistarmaður og gelframleiðandi, setti nýverið á markað hárgelið JS Sloane. Gelið er hágæðavara sem seldist nærri því upp samstundis. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Kvikmyndaleikstjórinn Baltas- ar Kormákur vinnur nú að kvik- myndinni 2 Guns, sem skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum ásamt leikkonunni Paulu Patton. Baltasar réði nýlega töku- manninn Oliver Wood, sem er einn sá eftirsóttasti í bransanum. „Hann hefur meðal annars tekið allar Bourne-myndirnar og síðast tók hann Safe House með Denzel og Ryan Reynolds,“ segir hann. Þá hefur Beth Mickle verið ráðin til að sjá um útlit myndarinnar, en hún sá t.d. um útlit verðlauna- myndarinnar Drive. „Þetta er algjörlega frábært, enda fólk sem er slegist um í bransanum,“ segir leik- stjórinn Baltasar Kormákur um ráðningarnar. Áætlað er að hefja tökur á 2 Guns í júní. Ræður eftirsóttasta fólkið í bransanum ALLT Á FULLU Baltasar vinnur nú að næstu mynd sinni, 2 Guns, og sópar að sér fagfólki í bransanum. „Það var mjög gaman að vera á „setti“ og kynnast auglýsingageiranum,“ segir Unn- steinn Manuel Stefánsson, forsprakki Retro Stefson. Nýtt lag með hljómsveitinni sem nefnist Kensho verður frumflutt í kvöld í aug lýsingu fyrirtækisins Vodafone. Þar spila Unnsteinn og félagar lagið á snjallsíma og iPad. „Við erum búin að vinna að því í fjögur ár,“ segir hann um nýja lagið. Það átti upp- haflega að vera á fyrstu plötu sveitarinnar en ekki tókst að ljúka við það í tæka tíð og heldur ekki fyrir þá næstu sem kom út fyrir jólin 2010. Þess í stað verður það líkast til á þriðju plötunni sem er væntan- leg í lok sumars eða snemma í haust. Aðspurður segir Unnsteinn að vissulega hafi þau þurft að hugsa sig um áður en þau seldu lagið í auglýsinguna, enda hefur sveitin ekki gert svona lagað áður. „En svo eigum við heima á Íslandi þar sem annar hver maður er á gestalista og maður fær aldrei borgað fyrir neitt. Maður þarf líka að eiga fyrir salti í grautinn.“ Eitt annað stórt fyrirtæki hafði áhuga á að nota lagið í aðra auglýsingu en á endanum hreppti Vodafone hnossið. Spurður hvort tilboðið frá þeim hafi verið gott segir Unnsteinn einfaldlega að það hafi verið fínt. Retro Stefson ætlar að spila á að minnsta kosti tveimur erlendum tónlistarhátíðum á mánuði í sumar. Sveitin spilar á smærri hátíðum en í fyrra en á stærri sviðum og hjálpar þar til útgáfusamningur sem hún gerði við Universal. - fb Retro Stefson með lag í nýrri auglýsingu NÝTT LAG Nýtt lag með hljómsveitinni Retro Stefson verður frumflutt í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.