Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 34
34 19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi and- stöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í potta- kerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnar flokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunn- slóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fisk- markaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorsk- afli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsókna- stofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingar- samningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það stað- fest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheim- ildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eigna- rétt, þá höfum við aðeins eitt stað- fest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þing- lýstum nýtingar samningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrú- lega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB- aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingar samningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milli- göngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórn- arlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrir hugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlaga- ráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum stað- festingar og vísi þeim í þjóðar- atkvæði. Bréf númer 5. En með þing- lýstum nýtingar- samningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangs- efni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnu- mótun, ekki síst hér á höfuðborgar- svæðinu. Fyrst ber að nefna að GFF áorkar litlu án þess að eiga samstarf við ólíka aðila í samfélaginu. Í viðleitni sinni til að búa til uppgræðslufar- vegi fyrir lífræn úrgangsefni hafa samtökin í gegnum tíðina leitað til ýmissa stofnana, sveitarfélaga o.fl. sem lögsögu hafa. Þar reynist áhugi afar misjafn á málefninu. Þótt í verkefnum GFF sé unnið með þúsundir rúmmetra af líf- rænum efnum árlega er það ekki nema brot af því sem til fellur í Landnámi Ingólfs. Að því leyti mætti árangurinn vera meiri. Hins vegar stendur árangurinn af sjálfri notkun efnanna undir væntingum og gott betur. Kemur það ekki á óvart, eðli máls samkvæmt geyma lífræn úrgangsefni flest þau efni sem gróðurríkið þarf á að halda sér til vaxtar og viðhalds. Áætlanir um vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi Um þessar mundir er unnið að áætl- unum um nýja hætti við meðferð úrgangs af höfuðborgar svæðinu. Þar er áhersla lögð á vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi og því ætlað hlutverk sem eldsneyti. Metan er nú þegar unnið í smáum stíl, er notað á farartæki og reynist að sögn vel. Það er skilningur GFF að metanvinnsla framtíðarinnar muni eiga sér stað úr flokkuðum líf- rænum úrgangi, í lokuðum kerfum, eins og víða tíðkast orðið erlendis, en gasið verði ekki sogað upp úr ruslahaugum eins og hingað til. GFF fagnar því ef næst að búa til farveg þar sem lífrænn úrgangur nýtist markvisst með þessum hætti. Slíkt getur orðið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Í ofangreindri vinnslu situr þó alltaf eftir fast efni eða e.k. botn- leðja sem ekki gefur af sér meira metan. Þessi massi verður óhjá- kvæmilega til í miklu magni og er efni sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Af 100 tonnum sem sett eru til metanframleiðslu verða eftir allt að 85 tonn af afgangsefni (háð því hvaða aðferð er notuð). Hafa þarf rækilega í huga að þessir umfangs- miklu afgangar eru í raun happa- fengur til að lífga við örfoka land. GFF vill koma því á framfæri á meðan mál eru enn á teikniborðinu, að við hönnun, staðarval og annan undirbúning á nútímalegri metan- vinnslu úr lífrænum úrgangi sé gert ráð fyrir að þetta afgangsefni verði notað til uppgræðslu. Eftir talsverðu er að slægjast því um er að ræða þúsundir tonna árlega. Vistvangur Er þá komið að megininntaki þessara skrifa, þ.e. um möguleika þess í nútímanum að framkalla náttúrugæði af mannavöldum. Um of og of lengi hefur maðurinn verið í því hlutverki að míga í brunninn og éta útsæðið í samskiptum sínum við náttúruna. Tímabært er, og lífs- nauðsynlegt, að feta aðrar brautir. Vistvangur er hugtak sem hefur verið í deiglunni hjá GFF undanfar- in ár. GFF sér fyrir sér að vistvang- ur væri afmarkað, frátekið svæði, í umsjón viðkomandi sveitarfélaga þar sem lífræn úrgangsefni væru notuð til að gæða land frjósemi. Á vistvangi yrði markvisst unnið með þessi efni til að kalla fram vistlegt umhverfi. Þar yrðu til náttúru- gæði af mannavöldum. Þar yrði til umhverfi sem þegar fram í sækir hefur aðdráttarafl til frístundaúti- vistar, en einnig gæti á vistvangi orðið til ræktarland, t.d. matjurta- garðar til afnota fyrir almenning. Á vistvangi yrðu einnig til áhuga- verð viðfangsefni fyrir æskulýð úr þéttbýli, skólaæskuna við nám í úti- skóla eða ungmenni við sumarstörf. Náttúrugæði af manna völdum eru ekki alveg framandi hér á Íslandi. Helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins er Heið- mörk, gróðurvin sem framsýnt fólk lagði drög að með gróður- setningum og uppgræðslu strax um miðja síðustu öld. Gunnlaugs- skógur í Gunnars holti á Rangár- völlum er annað dæmi, og kannski okkar best varðveitta leyndarmál um náttúrugæði af manna völdum. Staðurinn dregur nafn sitt af fyrsta landgræðslustjóranum (sem þá var embætti sandgræðslustjóra), Gunnlaugi Kristmundssyni. Land- græðslan og starfsmenn hennar hófust þar handa við sáningu, áburðargjöf og trjáplöntun á 4. áratug síðustu aldar í örfoka sand og síðan hefur verið hent í svæðið áburði öðru hverju eins og Land- græðslumenn komast að orði. Árangurinn má sjá í dag, áratugum seinna, vistlegan skóg með mikið aðdráttarafl, sannkallaðan unaðs- reit. Við getum gert meira af slíku. Náttúrugæði af mannavöldum UPPGRÆÐSLA Sýnishorn af vistvangi. Fjallið Þorbjörn vakir yfir framvindu uppgræðslu ungra Grindvíkinga úr vinnuskóla bæjarins frá sumrinu 2003. Náttúruvernd Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri GFF Opið bréf til sjávar- útvegsráðherra Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. Nýjasta yfirklórið er að finna í auglýsingum Húsa smiðjunnar um nýtt upphaf á íslenskum byggingavörumarkaði. Þar er látið eins og enginn sé gær- dagurinn, bara ný hamingja sem blasi við með „sameiningu” við danska fyrirtækið Bygma. Húsasmiðjan var eitt af þessum fyrirtækjum sem fyrrum eigend- ur mjólkuðu miskunnarlaust, veð- settu upp í rjáfur og renndu með í stórsvigi kringum skattinn. Eftir hrunið tók Lands bankinn Húsasmiðjuna yfir og kom henni síðan á framfæri lífeyrisþega í gegnum Framtaks sjóðinn. Milljarða króna skuldir voru felldar niður og þeim breytt í hlutafé svo fyrirtækið yrði sölu- vænlegra. Húsasmiðjan var rekin með miklu tapi en skorti samt ekki fé. Meðan á því lúxus- lífi stóð voru stjórnendur fyrir- tækisins staðnir að samkeppnis- lagabrotum. Von er á risavaxinni sekt fyrir athæfið. Íslenskir neytendur eru síður en svo að upplifa nýtt upphaf á byggingavörumarkaði, ekki frekar en í viðskiptum við banka, tryggingafélög eða olíufélög. Eina nýja upphafið er hjá hinum danska eiganda Húsasmiðjunnar. Bygma eignaðist Húsasmiðjuna með yfirtöku málamyndaskulda og fékk sérkjör sem erlendur fjárfestir. Bygma þarf ekki að bera kostnaðinn af uppbyggingu Húsasmiðjunnar út um allt land síðasta áratuginn. Þann kostnað bera kröfuhafar og eigendur Landsbankans, ásamt eigendum lífeyrissjóðanna (sem sagt við Íslendingar). Græðlingurinn sem sprettur upp í sjálfumglöðum aug- lýsingum Húsasmiðjunnar er í raun þyrnóttur kaktus fyrir neytendur jafnt sem eigendur Landsbankans. En ef lygin er endurtekin nógu oft þá fer hún að hljóma sem sannleikur. Nýtt upphaf – virkilega? Samfélagsmál Jónas Jónasson myndlistamaður Sjávarútvegsmál Atli Hermannsson fv. veiðarfærasölumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.