Fréttablaðið - 02.05.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 02.05.2012, Síða 28
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Búsáhaldabyltingin er bakgrunnur nýs íslensks leikrits sem nefnist Hús- takan. Stoppleikhópurinn, undir stjórn Valgeirs Skag- fjörð, sýnir það í Kópa- vogsleikhúsinu að Funa- lind 2. Hrund Ólafsdóttir er höfundurinn. „Þetta er átakaverk,“ segir Hrund um leikrit sitt Hústökuna. Ástandið í samfélaginu í kjölfar bankahrunsins, sem neyddi fólk til að endurmeta lífs skoðanir sínar og gildi, segir hún hafa orðið sér innblástur að því. „Mig langaði að fjalla um ungt fólk sem hefur gert ráð fyrir ákveðnum lífsstíl og ákveðinni heimsmynd en þarf svo að horfast í augu við eitthvað allt annað og upp- lifir miklar breytingar. Það voru ýmsar leiðir að því marki.“ Hrund segir Stoppleikhópinn hafa pantað hjá sér verk fyrir tæpum þremur árum, þegar hún hafi einmitt verið að móta grunn- hugmyndina að Hústöku. „Þá hófst ég handa við að aðlaga mína hugmynd aðstæðum leik hópsins og úr varð þetta verk,“ segir hún og kveðst ekki hafa mætt á æfingar eftir að hún lauk við handritið. Án þess að ræna væntanlega leikhúsgesti spennunni þá ljóstrar Hrund því upp að Hústakan fjalli um ungan mann, Atla Geir, sem býr við ágætar aðstæður, á móður sem er alþingismaður og föður sem er iðnaðarmaður og verktaki; er listrænn strákur sem spilar á gítar og syngur. „Atli Geir kynnist stelpunni Ingu sem er baráttukona. Hún tekur þátt í búsáhaldabyltingunni og verður leiðtogi hóps og Atli Geir dregst inn þetta með henni og kynnist mörgu sem hann hafði ekkert hugsað um áður,“ lýsir Hrund og heldur áfram. „Hópurinn ákveður að gerast hústökufólk til að hjálpa þeim sem minna mega sín og gefa fjölskyldum að borða sem hafa misst allt sitt. Sú ákvörðun dregur stóran dilk á eftir sér því átök verða og alvarlegt slys og strákurinn verður að gera upp við sig hvort hann ætlar að standa með stúlkunni sinni eða bjarga eigin skinni. Það er spurningin sem verkið snýst um í raun og veru og svarið látum við áhorfendum eftir að upplifa.“ Leikarar í Hústökunni eru Ingi Hrafn Hilmarsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Leik- stjóri er, eins og áður sagði, Val- geir Skagfjörð og hann er líka höfundur tónlistar. Næsta sýning er í kvöld, 2. maí klukkan 20. Miðinn kostar 1.500 og hægt er að panta á eggert@centrum.is. gun@frettabladid.is Að segja frá eða þegja HÖFUNDURINN Hrund Ólafsdóttir segir leikritið fjalla um ungan mann sem þarf að endurmeta lífsskoðanir sínar og gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PARIÐ UNGA Ingi Hrafn Hilmarsson og Ólöf Jara Skagfjörð í hlutverkum sínum í Hús- tökunni. Dregið verður 15. maí úr keyptum miðum í forsölu. Í verðlaun er flug fyrir tvo til Evrópu með Iceland Express. L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW O F IC E L A N D Landsmót hestamanna Reykjavík 2012 Taktu þátt í forsöluleiknum Kynntu þér forsölukjörin. Athugið að forsölu lýkur 15. maí. Sæti í stúku, miðar á landsmót og hjólhýsastæði – allt bókanlegt á www.landsmot.is Minnum á afsláttarkjör félaga í LH og BÍ. N1 korthafar fá 1.000 kr. afslátt. 25.06 – 01.07 DÓMKÓRINN Í REYKJAVÍK býður vorið velkomið í kvöld, miðvikudagskvöldið 2. maí, með tón- leikum í Hafnarfjarðarkirkju. Á efnisskránni eru íslensk kórlög, meðal annars eftir Báru Grímsdóttur og Önnu S. Þorvaldsdóttur, ásamt mótettum eftir Duruflé og Bruckner. Stjórnandi Dómkórsins er Kári Þormar. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en ókeypis er fyrir börn og ellilífeyrisþega. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 02. maí 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Karlakórinn Fóstbræður heldur vortónleika í Langholtskirkju. Tenór- söngvarinn Gissur Páll Gissurarson kemur fram með þeim. Miðaverð er kr. 3.000. ➜ Dans 14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Aðgangseyrir kr. 600. ➜ Handverkskaffi 20.00 Handverkskaffi verður í Gerðu- bergi þar sem Margrét Sigurðardóttir mun fara yfir virkni helstu kryddjurta og hvernig má nýta þær gegn kvillum. ➜ Tónlist 21.00 Stefán Ómar Jakobsson kemur fram ásamt hljómsveit í Norræna húsinu. Aðgangseyrir kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir nemendur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.