Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 50

Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 50
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is KR-INGUM er nú spáð Íslandsmeistaratitlinum í þrettánda sinn frá því að þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn fóru að spá fyrir sumarið árið 1985. KR-ingar hafa aðeins þrisvar sinnum náð að vinna titilinn þegar þeim hefur verið spáð honum eða í einungis 25 prósent tilfella. KR-ingum hefur verið spáð titlinum tvöfalt oftar en næstu liðum sem eru Fram og FH. FH var spáð titlinum í fyrra en sú spá rættist ekki. Sama var raunin árið á undan þegar KR var síðast spáð Íslandsmeistaratitlinum. FÓTBOLTI Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiða- bliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála. 8. sæti: Breiðablik Blikarnir höndluðu það engan veginn að spila sem handhafar Íslandsmeistaratitilsins í fyrra. Þeir hafa misst marga lykilmenn frá meistaraárinu og Blikar hafa ekki fyllt þau skörð sem skyldi. Það kemur því í hlut þeirra stór- efnilegu leikmanna að stíga upp. „Það eru mikil gæði í þessu liði og boltinn flýtur hvað best á milli manna hjá Breiðabliki. Það er munstur í þeirra leik og þeir vilja færa boltann fram völlinn með ákveðnum hætti,“ segir Willum og bætir við að reynsluleysi liðsins gæti átt eftir að reynast þeim erfitt. „Það vantar meiri styrk og kraftmeiri leikmenn með hinum. Ef þeir hefðu það gætu þeir barist ofar á töflunni. Það vantar ekki mikið upp á hjá þeim. Það er erfitt að spila gegn þeim því þeir halda boltanum vel en það er fullauðvelt að refsa þeim.“ Leikmennirnir sem eru horfnir á braut voru ekki bara lykilmenn heldur líka leiðtogar. „Þeir misstu mikinn leiðtoga í Kára Ársæls. Guðmundur Krist- jáns var maðurinn sem kom með kraftinn í þeirra leik og svona mætti áfram telja. Það munar um minna og ekki hægt að fram- leiða endalaust svona menn þó svo að Blikar búi vel með unga leik- menn. Það er allt annar bragur á þeim inn í mótið núna en í fyrra,“ segir Willum. „Þeir höndluðu engan veginn pressuna í fyrra. Þeir eru veikari núna en liðsheildin gæti verið þéttari í ár enda allt önnur pressa. Það verður auðveldara fyrir þá og þeir eru reynslunni ríkari.“ 7. sæti: ÍBV Það skiptir alltaf máli að byrja vel á Íslandsmóti og það verður ekki auðvelt fyrir ÍBV enda Tryggvi Guðmundsson, Andri Ólafsson og Gunnar Már Guðmundsson meiddir. Eyjamenn eru líka með nýjan þjálfara en Magnús Gylfa- son hefur tekið við starfinu af Heimi Hallgrímssyni. „Það er eitthvað sem segir mér að ÍBV lendi strax í vand- ræðum í fyrsta leik gegn Selfossi sem er búið að bíða eftir þessum leik örugglega í tvö ár. Tíma bilið markast mikið af byrjuninni. Það verður að byrja vel og það er ekkert í spilunum sem segir manni að ÍBV muni byrja vel án þessara manna. Þessi forföll eru of mikil,“ segir Willum og hann segir nær öruggt að ÍBV verði ekki í neinni toppbaráttu í ár. „Mér líst vel á Magnús í Eyjum. Hann á góða sögu þar og virkaði vel síðast. Fyrst að Heimir ákvað að hætta fannst mér eðlilegt að Maggi tæki við. Verkefnið verður ekki auðvelt og líka erfitt að fylgja á eftir Heimi sem var búinn að vinna frábært starf.“ 6. sæti: Valur Enn eitt árið eru miklar manna- breytingar hjá Valsmönnum. Engar stórstjörnur hafa gengið til liðs við Val og ekki að sjá að þeir sem þangað eru komnir muni lyfta liðinu í hæstu hæðir. „Þeir hafa bætt við sig mönnum. Lykilmennirnir eru Atli Sveinn og Haukur. Spurning hvort Guðjón Pétur verður kominn í fullt form nógu tímanlega. Þeir eru með ágætis breidd en ég á alveg eftir að sjá að allir þessir strákar sem komu úr 1. deildinni standist álagið í efstu deild,“ segir Willum og hann býst við að sóknar leikurinn verði aftur höfuðverkur Vals. „Atli Heimisson er athyglis- verður leikmaður sem gæti skorað mörk. Hörður Sveins var slakur í fyrra en kann að skora mörk. Það eru mörg spurningamerki í Vals- liðinu. Vörnin verður þó í lagi og erfitt að skora hjá þeim eins og áður.“ henry@frettabladid.is Svona verður miðjumoðið Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Vísis spá því að Valur, ÍBV og Breiðablik muni sigla lygnan sjó í sumar. Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins, heldur áfram að rýna í liðin í Pepsi-deildinni sem hefst á sunnudag. LYKILMENN Í MEIÐSLUM Eyjamenn verða að sætta sig við meðalmennsku í ár eftir að hafa verið í toppbaráttu síðustu sumur samkvæmt spánni. Andri Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson spila ekki fyrstu leikina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spá Fréttablaðsins 1. ??? 2. ??? 3. ??? 4. ??? 5. ??? 6. Valur 7. ÍBV 8. Breiðablik 9. Grindavík 10. Fylkir 11. Keflavík 12. Selfoss í s er helgarblaði Fréttablaðsin Krakkasíðan krakkar@frettabladid.is Borðar yfir hundrað banana á dag Lilli api og vinir hans í Brúðubílnum verða á faraldsfæti í sumar. N1-deild karla: HK-FH 29-26 HK - Mörk (skot): Ólafur Víðir Ólafsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6 (9), Tandri Már Konráðsson 5 (9), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 4 (6), Atli Ævar Ingólfsson 4 (7), Bjarki Már Elísson 3/1 (7/2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 19/3 (32/6, 59%), Björn Ingi Friðþjófsson 2 (15/2, 13%), Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur, Sigurjón, Atli 2, Bjarki Elísson 2, Bjarki Már Gunnarsson ) Fiskuð víti: 2 ( Atli Ævar Ingólfsson 2, ) Utan vallar: 4 mínútur. FH - Mörk (skot): Hjalti Þór Pálmason 8/5 (9/6), Ólafur Gústafsson 5 (11), Ari Magnús Þorgeirsson 4 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (6), Andri Berg Haraldsson 2 (6/1). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/1 (47/2, 38%), Hraðaupphlaup: 5 (Hjalti, Ari 2, Örn, Andri Berg) Fiskuð víti: 8 ( Ólafur, Ari, Örn 3, Andri, Ragnar, Baldvin) Utan vallar: 6 mínútur. Spáin Pepsi-deild karla: 1. KR 414 stig 2. FH 373 3. Fram 338 4. Stjarnan 317 5. Valur 257 6. ÍA 256 7. ÍBV 230 8. Breiðablik 198 9. Grindavík 128 10. Fylkir 113 11. Keflavík 107 12. Selfoss 77 Pepsi-deild kvenna: 1. Breiðablik 273 stig 2. Stjarnan 267 3. Valur 243 4. ÍBV 206 5. Þór/KA 161 6. Fylkir 160 7. FH 128 8. Afturelding 77 9. Selfoss 54 FÓTBOLTI KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í Pepsi-deildun- um samkvæmt spá forráðamanna liðanna sem birt var í gær. Keflavík mun einnig falla í karlaflokki samkvæmt spánni en nýliðum ÍA er spáð um miðja deild í Pepsi-deild karla. - hbg Spá fyrirliða og forráðamanna: KR og Blikar verða meistarar HRESSIR Þjálfarar liðanna í Pepsi-deild karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI ÍR verður nýliði í N1- deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingi- mundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldis- félag sitt. Þetta er mikill hvalreki fyrir ÍR enda um að ræða tvo af bestu leikmönnum N1-deildarinnar. Þeir félagar vona að fleiri leik- menn muni í kjölfarið ganga í raðir ÍR. „Okkur langaði alltaf að fara heim. Þegar maður fór um átta árum síðan var alltaf talað um að koma aftur síðar og klára óklárað verkefni,“ sagði Ingimundur en þegar hann var síðast í ÍR náði félagið að verða bikarmeistari og komst nærri því að verða Íslands- meistari. „Þetta eru fyrstu skrefin í þá átt að gera ÍR að Íslands- meisturum. Það gerist kannski ekki strax en tekst vonandi síðar. Við Stulli ætlum að leggja okkar af mörkum,“ sagði Ingimundur og bætti við að líklega hefði ekkert orðið af þessu nema þeir vinirnir hefðu báðir ákveðið að fara heim. „Okkur fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ræturnar eru sterkar og ÍR er okkar félag. Félagið togaði okkur heim enda erum við stoltir ÍR-ingar. Við erum grjótharðir 109- strákar,“ sagði Ingimundur léttur og vitnaði þar í póstnúmerið. Ingimundur er bjartsýnn á að fleiri sterkir leikmenn komi nú til liðs við félagið. „Ég skora á aðra gamla ÍR-inga að mæta á svæðið og aðrir eru líka velkomnir. Planið er að fara alla leið með þetta verkefni. Við erum ekki að fara að vera í ein- hverju dútli en góðir hlutir gerast hægt.“ - hbg Ingimundur og Sturla í ÍR: Eigum óklárað verkefni KOMNIR HEIM Ingimundur og Sturla kátir í Breiðholtinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI HK-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni N1-deildarinnar og eru nú aðeins einum sigri frá titlinum eftir 29-26 sigur á Íslandsmeisturum FH í gær. HK er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. Arnór Freyr Stefánsson átti frá- bæra innkomu í mark HK-liðsins og varði alls 19 skot eða 59 prósent skota sem á hann komu. „Tilfinn- ingin er frábær. Ég hef aldrei upp- lifað annað eins að sjá alla Binna- menn rauða í stúkunni. Þetta er bara snilld,“ sagði Arnór kátur. „Þeir kveiktu í mér því það er ekki oft sem maður heyrir stuðnings menn kyrja nafnið sitt trekk í trekk,“ sagði Arnór en hann kom inn fyrir Björn Inga Frið- þjófsson sem hafði leikið frábær- lega í fyrstu fjórum leikjunum en fann sig ekki í gær. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var líka sáttur með hetju kvöldsins. „Þetta var stór- brotin frammistaða hjá Arnóri og ef það er einhver sem vinnur leikinn þá er það hann. Mark- verðirnir eru búnir að vera frá- bærir og eru búnir að senda öllum langt nef,“ sagði Kristinn en mark- varslan var álitin vera veikleiki HK fyrir úrslitakeppnina. Annað hefur komið á daginn. - óój Frábær innkoma Arnórs Freys Stefánssonar lagði grunninn að sigri HK á FH: HK-ingar eru einum sigri frá titlinum ÁKEFÐ Það er til marks um grimmd HK-inga að þeir eru hér þrír á leiðinni ofan á einn FH-ing. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.