Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 4

Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 4
5. maí 2012 LAUGARDAGUR4 VIÐSKIPTI Aðstandendur Spari- bankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjár- mögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans. „Við höfum um talsverða hríð leitað að fjármagni hér innan- lands en það hefur reynst árang- urslaust hver svo sem ástæðan fyrir því er. Við hófum því leit að erlendum fjárfestum og eigum nú í viðræðum við slíka aðila,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráð- gjafi og stjórn- arformaður bankans. Ingólfur s e g i r e k k i hægt að upp- lýsa um það hverja nákvæmlega bankinn á í viðræðum við þar sem gerð hafi verið gagnkvæm trúnaðaryfir- lýsing. „Ég get hins vegar sagt að við höfum gefið okkur ákveð- inn tíma í þessar viðræður og ef þetta gengur upp þá kynnum við það kannski um mitt sumar,“ segir Ingólfur. Sparibankinn byggir á þýskri fyrirmynd, en samkvæmt vefsíðu bankans mun hann fylgja sam- félagslega ábyrgri útlánastefnu og hvetja viðskiptavini sína til sparnaðar og eignauppbyggingar. Stefnt var að því að hefja rekstur á fyrri hluta þessa árs en að sögn Ingólfs er enginn tímarammi um opnun nú meðan fjármögnun er ólokið. - mþl GENGIÐ 04.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,6418 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,73 124,33 200,24 201,22 162,40 163,30 21,831 21,959 21,469 21,595 18,246 18,352 1,5412 1,5502 191,16 192,30 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Aðstandendur bankans hafa leitað fjármagns innanlands án árangurs: Sparibankinn leitar erlends fjármagns ÖRYGGISMÁL Umfangsmikil flug- slysaæfing verður haldin á Kefla- víkurflugvelli í dag. Æfingin er haldin samkvæmt flugslysaáætl- un fyrir völlinn og er um að ræða stærstu æfingu sem haldin hefur verið hér á landi síðan árið 2009. Þátttakendur eru um 350 manns. Meðal þeirra eru slökkvi lið, lögregla, Landhelg- isgæslan, björgunarsveitir, flugvallar starfsmenn, prestar og samhæfingarstöð Almannavarna. Æfingin hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 14. - sv Æfing á Keflavíkurflugvelli: 350 taka þátt í flugslysaæfingu ALÞJÓÐASAMSTARF Loftrýmis- gæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 8. maí með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í sam- ræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls mun um 150 manna lið bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með fjórar F-15 orr- ustuþotur, eina KC 135 eldsneyt- isflugvél og eina C130 leitar- og björgunarflugvél. Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og áður og í sam- ræmi við samninga sem í gildi eru, því lýkur fyrstu vikuna í júní. - shá 150 hermenn til Íslands: Loftrýmisgæsla NATO að hefj- ast að nýju ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-GNA, sótti í gær- morgun veikan skipverja um borð í rússneska togarann Iosif Shmelkin. Sigmaður seig niður í skipið ásamt þyrlulækni og var sjúklingurinn undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var beint á Landspítal- ann í Fossvogi. Gekk flugið ágæt- lega og naut þyrluáhöfn aðstoðar túlks sem staðsettur var í stjórn- stöð LHG og útskýrði hann fyrir skipstjóranum hvernig taka ætti á móti sigmanni. TF-SYN, eftirlitsflugvél LHG, fór einnig í loftið og var í við- bragðsstöðu meðan á útkallinu stóð. - shá Túlkur sá um samskiptin: Þyrla sótti veik- an sjómann Á VETTVANGI Aðgerðir Gæslunnar gengu vel. MYND/LHG IÐNAÐUR Hátæknifyrirtækið Valka ehf. hlaut Vaxtarsprot- ann 2012 í gær. Um er að ræða viðurkenningu á vegum Sam- taka iðnaðarins, Rannsóknar- miðstöðvar Íslands og Háskól- ans í Reykjavík fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Valka sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslur og er framleiðsla á tækjum fyrirtækisins að mestu leyti unnin af íslenskum verktökum. Velta Völku meira en þrefaldaðist á milli áranna 2010 og 2011, fór úr tæplega 130 milljónum króna í um 410 millj- ónir. Nýverið kynnti fyrirtækið nýja röntgenstýrða beinaskurð- arlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. - sv Þrefaldaði veltu sína milli ára: Valka ehf. hlaut Vaxtarsprotann INGÓLFUR H. INGÓLFSSON SVEITARSTJÓRNIR „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir,“ segir Guðríður Arn- ardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæj- arstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxta- lausar afborganir af gatnagerðar- gjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjar- fulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsókn- armanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæj- arráð,“ útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáver- andi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögð- um og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæj- arins. Ekki hafi verið samstaða innan meiri- hlutans um það hvern- ig taka ætti á máli Guð- rúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guð- rúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjar- stjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reynd- ist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma,“ segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæð- isflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði ein- mitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðan- ir voru teknar í því sambandi,“ segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál Fyrrverandi formaður bæjarráðs segir oddvita Y-lista Kópavogsbúa í þáverandi meirihluta hafa viljað láta vaxtamál bæjarstjóra „liggja“ uns stjórnsýsluúttekt lyki. Bæjarstjórinn hafi ekki náð tökum á starfinu og því átt að víkja úr því. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR OG RANNVEIG H. ÁSGEIRS- DÓTTIR Fyrrverandi for- maður bæjarráðs Kópa- vogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. 20% afsláttur á Trevor Sorbie í maí Hundar útlægir á 17. júní Forvarna- og frístundanefnd Kópa- vogs tekur undir samþykkt bæjarráðs frá í janúar um að „hundahald eigi ekki við á hinum fjölmennu hátíðar- höldum sem fram fara á Rútstúni þann 17. júní“ og að horfa eigi „til þess að banna hunda þar þann dag“. KÓPAVOGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 15° 9° 16° 17° 10° 10° 23° 9° 18° 22° 33° 8° 17° 21° 9°Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR 3-8 m/s hægari. 0 0 3 -1 2 3 5 8 5 7 -1 7 8 7 6 4 7 5 6 10 7 5 0 1 4 6 6 4 0 0 43 BLÍÐA ÁFRAM Það verða mjög litlar breytingar á veðr- inu fram á mánu- dag. Sól og blíða um nánast allt land en má þó búast við stöku éljum norð- austan til þar sem hitinn verður um frostmark. Sunnan til ætti hitinn að ná 10 stigum yfi r hádaginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjar- stjóri var ekki að ná tökum á starfinu. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ODDVITI SAMFYLKINGAR Í KÓPAVOGI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.