Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 6
5. maí 2012 LAUGARDAGUR6 Tískuvöruverslun Til sölu er vinsæl tískuvöruverslun sem er mjög vel staðsett í rótgróinni verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er með mikla veltu og hefur skilað umtalsverðum hagnaði undanfarin ár. Hér er um að ræða mjög gott tækfæri fyrir þá sem vilja kaupa gott fyrirtæki í örum vexti. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda fyrirspurn á netfangið vilhjalmur@lr.is Borgartúni 25 | 105 Reykjavík | Sími 515-7400 | fax 515-7401 | lr@lr.is TIL SÖLU Eigum úrval af Rafskuttlum og Rafmagns golfhjólum á góðu verði Verð frá aðeins kr. 250.000 H-Berg ehf. Grandatröð 2 Hafnarfirði Sími 565-6500 www.hberg.is VIÐSKIPTI Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meiri- hluta í stjórn félagsins. Afgangur- inn, um 75 prósenta hlutur, verð- ur í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupend- ur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skil- málum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila. Miðað við rekstarafkomu Bakka- varar Group á árinu 2011 þá er virði hlutafés í félaginu talið vera á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Bakkavör Group gerði nauðasamn- ing í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaút- gáfu auk þess sem það var skráð á hlutabréfamarkað. Alls skuldaði félagið um 64 milljarða króna þegar nauðasamningurinn var gerður. Helstu eigendur þeirra skulda voru Arion banki, skilanefnd Glitnis og þrír stærstu lífeyrissjóðir lands- ins, LSR, Lífeyrissjóður verzlun- armanna og Gildi. Skuldabréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavarar voru veðsettar öðrum. Nauðasamningarnir gerðu ráð fyrir að félagið ætti að greiða kröfuhöf- um sínum yfir 100 milljarða króna fram á mitt ár 2014, annars myndu þeir eignast allt félagið. Í greiningu frá Credit Suisse um framtíð Bakkavarar Group, sem dagsett er 25. apríl 2012, kemur fram að erfitt sé að sjá þær aðstæður koma upp að það myndi borga sig fyrir Bakkavör Group að greiða þá upphæð til kröfuhafanna. Félagið sé einfaldlega ekki svo mik- ils virði. Það er mjög skuldsett og afkoma þess á síðustu misserum hefur verið mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bakkavararbræður líklegastir til að kaupa Credit Suisse telur að Lýður og Ágúst Guðmundssynir séu líklegastir til að kaupa hlut kröfuhafa í Bakkavör Group. Fleiri aðilar taldir hafa áhuga á að kaupa hlutinn. Til stendur að gera Bakkavör Group upp og leggja félagið niður. Íslenskir lífeyrissjóðir höfðu samtals tapað 38,6 milljörðum króna í árslok 2010 vegna skulda- og hlutabréfa sem þeir keyptu í Bakkavör Group. Þetta kemur fram í úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, sem kynnt var í febrúar. Í úttektinni kemur fram að tólf prósent af heildarafskriftum lífeyrissjóða landsins vegna fyrirtækjaskuldabréfa hafi verið vegna bréfa sem útgefin voru af Bakkavör Group. Samtals höfðu sjóðirnir afskrifað 10,6 milljarða króna vegna þeirra í árslok 2010. Þar af höfðu LSR, Lífeyrissjóður verzlunar- manna og Gildi afskrifað 7,5 milljarða króna. Til viðbótar töpuðu íslenskir lífeyrissjóðir 28 milljörðum króna á hlutabréf- um sem þeir áttu í Bakkavör Group þegar hlutafé í félaginu var fært niður að fullu í nauðasamningum þess. Hafa tapað 38,6 milljörðum króna LÍKLEGIR Nauðasamningur Bakkavarar Group gerði ráð fyrir því að félagið þyrfti að greiða yfir 100 milljarða króna til kröfuhafa til að bræðurnir myndu halda eftir um fjórðungshlut. Credit Suisse telur nú að þeir geti eignast ráðandi hlut. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Credit Suisse telur að hin snemmbúna umbreyting á kröfum í hlutafé sé tilkomin vegna þess að kröfuhafarnir, íslensk fjármálafyr- irtæki og lífeyrissjóðir, vilji selja sig út úr félaginu. Það verði gert með því að gera upp allar eignir Bakkavarar Group, dreifa þeim til kröfuhafa og leggja félagið niður. Nýtt móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar verður síðan skráð í Bretlandi og þar með verður skor- ið á tengsl við íslenska kröfuhafa. Að mati Credit Suisse myndi þessi aðgerð þynna hlut B Food Invest, félags Ágústs og Lýðs, í Bakka- vör Group niður í 4,1 prósent, en félagið er í dag skráð fyrir 39,6 prósenta hlut. Samkvæmt sam- komulagi milli kröfuhafa og bræðranna verður þeim hlut skil- að til Klakka, sem áður hét Exista, en þeir færðu hann þaðan á árinu 2009. Afgangur hlutafésins, alls 95,9 prósent mun þá renna til íslenskra kröfuhafa Bakkavarar Group. Heimildir Fréttablaðsins herma að í kjölfarið verði hlutafé Bakka- varar Group aukið og að bræðurn- ir muni kaupa það hlutafé. Við það muni hlutur íslensku kröfuhafanna og Klakka þynnast niður í um 75 prósent. thordur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra gagnrýndi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðaleysi í málefnum Pal- estínu í opinni umræðu utanrík- isráðherra Norðurlandanna um arabíska vorið í Stafangri í Noregi í gærmorgun. Össur telur það sýna mikinn veikleika Sameinuðu þjóðanna að geta ekki tekið á málum ríkis eins og Palestínu þar sem frelsi og mannréttindi séu tekin af fólki. Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum hefur setið föst í ráðinu síðan í haust. Össur benti einnig á að ráðið hefði ekki þegið boð Abbas, forseta Palestínu, um heimsókn á svæðið. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að á fundinum hafi einnig komið fram að Íslending- ar styðji þvingunaraðgerðir gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Össur sagði alþjóðasam- félagið geta með sama hætti beitt sér af afli gegn landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum en ísra- elsk stjórnvöld hafa veitt leyfi fyrir þremur nýjum landnemabyggðum á síðustu vikum. Bygging þeirra brýtur í bága við alþjóðalög. Utanríkisráðherra lýsti einnig mikilvægi þess að Norðurlöndin beittu sér af afli fyrir mannréttind- um og jafnréttismálum í Miðaustur- löndum og Norður-Afríku. - sv Utanríkisráðherra segir Norðurlöndin eiga að beita sér fyrir mannréttindum: Segir SÞ sýna mikinn veikleika UTANRÍKISRÁÐHERRAR FUNDA Össur Skarphéðinsson gagnrýndi viðbragða- leysi SÞ gagnvart Palestínu harðlega á opnum fundi í Noregi í gær. ÖRYGGISMÁL Hjólreiðamönnum í Reykjavík sem nota hjálm hefur fækkað á milli ára. Samkvæmt talningu VÍS á fjór- um stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag notuðu 74 prósent hjólreiðamanna hjálm, samanborið við 83 prósent í fyrra. Gerir þetta 11 prósenta fækkun milli ára. Alls áttu 1143 hjólreiðamenn leið fram hjá teljurum VÍS og reyndust 848 vera með hjálm. Á sama tíma í fyrra voru 867 af 1045 hjólreiðamönnum með hjálm, en á þeim tíma var átakið „Hjólað í vinnuna“ nýhafið, ólíkt því sem nú er. Í tilkynningu frá VÍS segir að áberandi færri unglingar noti hjálm en fullorðnir og börn. Hjá N1 við Hringbraut notuðu fæstir hjálm, eða einung- is 60 prósent. Hæst var hlutfallið á hjólastíg við Geirsnef, þar sem rúm 80 prósent hjólreiðamanna voru með hjálm. Í Hlíðahverfi voru 68 prósent með hjálm á höfði og 79 pró- sent á göngubrúnni við N1 í Fossvogi. - sv Unglingar áberandi meðal þeirra sem ekki nota hjálm samkvæmt könnun VÍS: Færri nota hjálm við hjólreiðar Kiwanishreyfingin og Eimskip gefa öllum grunn- skólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla reið- hjólahjálma í vor. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins og er þetta í níunda sinn sem hjálmarnir eru gefnir. Verkefnið ber nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reið- hjólahjálma að gjöf í ár. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á síðustu níu árum hefur verið um 4.200 börn, sem þýðir að um 38.000 börn eða um 12 prósent af þjóðinni hafa fengið hjálm að gjöf. Fá ókeypis hjálm REYKJAVÍK Við framkvæmdir Reykjavíkurborgar á endurnýjun Klapparstígs kom í ljós að fleyga þurfti meira af klöpp undir göt- unni fyrir lögnum en áætlað var. Í tilkynningu frá borginni segir að verkið, sem hefur staðið frá aprílbyrjun, gangi vel þrátt fyrir það og til stendur að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Klöppin sýni að stígurinn standi undir nafni. Í vikunni breytast hjáleiðir vegna takmarkana á umferð um Grettisgötu. - sv Nýir áfangar hefjast í vikunni: Stór klöpp und- ir Klapparstíg Ert þú búin(n) að ákveða hvern þú ætlar að kjósa í forsetakosn- ingunum í sumar? JÁ 70,4% NEI 29,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við að Huang Nubo fái að leigja Grímsstaði á Fjöllum til 40 ára? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.