Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 10
5. maí 2012 LAUGARDAGUR10 GRIKKLAND Fastlega er reikn- að með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokkn- um PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óvið- ráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 pró- senta fylgi, sem er gríðarlegt fylg- istap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 pró- sent. Smærri flokkar hafa í stað- inn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahags- aðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsam- starfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópu- sambandið og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar,“ sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosn- ingar. Þetta þýðir að bæði stjórn- málamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is Grikkir kjósa sér nýtt þing Mikil óvissa ríkir um afdrif efnahagsaðgerða grískra stjórnvalda. Stjórnarflokkunum spáð miklu tapi en vægi smærri flokka á hægri og vinstri kanti vex. ANTONIS SAMARAS Leiðtogi hægrimanna lofar að reka alla ólöglega útlendinga úr landi. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Í herstöð Banda- ríkjamanna á Kúbu hefjast í dag réttarhöld yfir fimm föngum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Í yfirheyrslum, sem að hluta fóru þannig fram að fangarnir voru beittir pyntingum, hafa þeir allir játað sekt og jafnvel sagst stoltir af afrekinu. Lögmaður eins þeirra seg- ist hins vegar telja að þeir ætli allir að lýsa sig saklausa í dag og verjast þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að þeir taki ekki mark á dómstólunum og kjósi hvort eð er dauðann. „Hann hefur engan hug á því að lýsa sig sekan,“ sagði lögmaðurinn, Jim Harrington, um skjólstæðing sinn, Ramzi Binalshibh. „Ég held að enginn þeirra ætli að lýsa sig sekan.“ Réttarhöld í máli þeirra voru langt komin í undirbúningi sum- arið 2008 þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi að fá fang- ana flutta til Bandaríkjanna þar sem þeir kæmu fyrir borgaralega dómstóla eins og aðrir sakamenn. Obama fékk ekki stuðning til þess á þingi, en fyrirkomulagi dómnefnda á Kúbu var breytt nokkuð. - gb Réttarhöld yfir fimm Guantanamo-föngum hefjast í dag: Neita sök og ætla að verjast Í GUANTANAMOFLÓA Enn eru nærri 170 fangar í búðunum og hafa sumir verið þar í meira en áratug, án þess að koma fyrir dómara. NORDICPHOTOS/AFP SORPA bs óskar eftir tilboðum í verkið: „Gámaleiga, flutningar og losun gáma frá endurvinnslu- stöðvum SORPU bs“ Samningstími er frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2015 eða til 31. desember 2017, en mögulegt er að bjóða til þriggja ára og/eða til fimm ára. Verkefnið felst í útvegun opinna og lokaðra gáma, pressugáma, grinda og kerja, alls 263 stk ásamt því að sjá um flutning og losun úrgangs sem berst til endurvinnslustöðvanna. Meginverkefni verktaka er að tryggja að á endurvinnslustöðvum SORPU séu ávallt til reiðu gámar fyrir mismundandi tegundir úrgangs. Mismikið berst til stöðvanna eftir vikudögum, árstíðum og veðri. Árið 2011 bárust alls um 29.000 tonn. Heimilt er að bjóða í eina eða fleiri endurvinnslustöðvar. Samningar geta því orðið einn eða fleiri, allt að sex. Afhending útboðsgagna verður á bílavoginni við móttökustöð SORPU bs í Gufunesi, 112 Reykjavík, frá þriðjudeginum 8. maí kl. 13:00, gegn kr. 15.000.- gjaldi. Gögnin eru á geisladiski. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu SORPU bs Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 28. júní 2012 kl. 11:00 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Endurvinnslustöðvar SORPU, útboð. e fnahagsmal. is EKKI TAKA ÞÁTT Í NEINU Á NETINU SEM ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ ER! www.saft.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.