Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 20
20 5. maí 2012 LAUGARDAGUR Í nýrri skýrslu sem Þjóðmála-stofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upp- lýsingar um þróun íslensks sam- félags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hruns- ins á ólíka tekjuhópa og hvern- ig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöð- urnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið lang- minnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyld- um í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast ann- ars staðar, verja tekjulægri hóp- ana og sporna við jafn umfangs- miklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðar Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfis- ins árið 2007. Þá hafði skatt- byrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skatt- byrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðana stjórnvalda sem með markvissum breyt- ingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlut- deild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildar- tekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heild- artekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér Efnahagslegur ójöfnuður leið- ir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfé- lagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsu- farsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvax- andi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekju- jöfnuði og bregðist við ef ójöfn- uður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuði Hruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerð- ing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöð- ur Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfið- ar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfn- uð í samfélaginu. Gott samfé- lag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórn- málin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. Í reynd var skatt- byrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verð- bólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn kenna ríkisstjórn- inni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýr- ing stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarna- verðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, ein- ungis lítið eitt lægri en heildar- verðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækk- að jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingis- maður, ritaði grein í Morgunblað- ið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabank- inn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðar- drifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrif- in ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráð- herra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvand- anum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkun- um til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á mikl- um vaxtahækkunum næstu miss- eri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans fel- ist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólgu- spár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögð Á sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhalds- stig peningamálastefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækk- að hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólg- an er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefj- ast hærri launa í dag. Þannig ræt- ast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekk- ert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til ann- ars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækk- un verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti veru- lega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hag- kerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hug- arfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum and- stæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis áger- ast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku. Viðbrögð við verðbólgu Verðbólga Jón Steinsson Dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York Það skiptir máli hverjir stjórna Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækk- andi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reið- hjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðar- fullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstak- linga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitt- hvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugs- aði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á and- lega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleiðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmiss konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einung- is áhrif á hana heldur einnig fjöl- skyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru for- réttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm. Það er töff að nota hjálm Velferðarmál Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra Umferðaröryggi Aðalheiður Dögg Finnsdóttir háskólanemi Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl.16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Karl Björnsson stjórnarformaður, Elín Björg Jónsdóttir, Garðar Hilmarsson, Gerður Guðjónsdóttir, Kristbjörg Stephensen og Salóme E. Þórisdóttir. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 5 400 700 lss@lss.is - www.lss.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.