Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 24

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 24
5. maí 2012 LAUGARDAGUR24 D eclan MacManus fæddist í London árið 1954, árið sem Elvis Presley hljóðritaði sitt fyrsta lag. Árið sem kóngurinn lést, 1977, tók téður Declan upp sviðsnafnið Elvis Cos- tello, en ættarnafnið má rekja til móðurömmu tónlistarmannsins og Skotlands, eins og gefur að skilja. Elvis tróð líka upp við innsetning- arathöfn Bandaríkjaforsetans Bar- acks Obama og annar leiðtogi hins frjálsa heims, Bill Clinton, nefndi dóttur sína eftir reggískotna Cos- tello-smellinum I Don‘t Want To Go To Chelsea frá 1978. Ekkert af þessu skiptir veru- legu máli í hinu stóra samhengi. Öllu mikilvægara hlýtur að telj- ast að um er að ræða einn af þess- um stóru. Listamann sem á nærri fjögurra áratuga ferli hefur samið, leikið, sungið og jafnvel stjórnað upptökum á mörgum af endingar- bestu afurðum popptónlistarinnar, og hann kemur fram í Eldborgar- sal Hörpu þann 10. júní næstkom- andi. Í fínu formi á sextugsaldri Sæll Elvis, hvernig hefurðu það? „Ég hef það „bloody“ fínt, takk fyrir. Ég er á milli tónleika hérna í Vancouver, þar sem ég bý stóran hluta ársins. Annan stóran hluta ársins búum við, ég, konan mín og fimm ára tvíburabræðurnir Dex- ter og Frank, í New York. Báðar borgirnar eru stórkostlegar á sinn hátt og erfitt að gera upp á milli þeirra. Í Vancouver býr fjöldinn allur af Evrópubúum og nágrann- ar okkar í næsta húsi eru Íslend- ingar. Þeir eru góðir vinir okkar og hafa verið nágrannar konunn- ar minnar síðan í barnæsku. Þetta vissirðu ekki, er það?“ Nei, en þetta er gaman að heyra. Svo ykkur líður vel í Kanada? „Já, en ég og konan mín [djasstónlistar- konan Diana Krall] ferðumst bæði mjög mikið og það er erfitt fyrir fimm ára börn að sætta sig við slíkt. Þetta er svo sem ekki bundið við tónlistar- bransann, en ég reyni að nýta allan frítíma vel með fjölskyldunni. Það er líka fyrirtaks líkamsrækt að hlaupa á eftir fimm ára gutt- um allan daginn og ég er í fínu formi, 57 ára gamall maðurinn.“ Erfiður tími í lífi mínu Þú hefur nýlokið heljarinnar tón- leikaferð um Bandaríkin og ert á leiðinni í Evróputúr sem þú kall- ar „Spectacular Spinning Song- book“, þar sem risastórt rúllettu- hjól leikur stórt hlutverk. Ferðast hjólið með þér til Íslands í júní? „Nei, en ef vel gengur á tónleik- unum í Reykjavík get ég vel hugs- að mér að koma með hljómsveit- ina, rúllettuhjólið, sem áhorfendur fá að snúa og velja þannig lögin, og allt heila havaríið til Íslands. Ég reyndi þessa útfærslu á tónleikum fyrst fyrir 25 árum og ákvað að prófa hana aftur núna. Það hefur gefist vel og gerir hverja tónleika tilviljanakenndari, en samt á góðan hátt. Í Reykjavík kem ég fram einn með gítar- inn og píanóið og held tónleikana sem ég ætl- aði að halda í nóvem- ber síðastliðnum, sem ég þurfti að fresta vegna veikinda föður míns sem dó svo í des- ember. Ég reyndi eins og ég gat að standa við skuldbindingar mínar, en þetta var svo erf- iður tími að ég varð hreinlega að vera í London hjá pabba og hálfbræðrum mínum meðan á veikindunum stóð. Ég vona að fólk skilji það, því þetta var virkilega erfiður tími fyrir fjölskylduna. Það hefur verið nokkuð erfitt að koma fram síðan hann dó og ég kvíði dálítið fyrir tónleikunum í London í þess- ari ferð, því þar hefði pabbi verið meðal áhorfenda. En ég mun gera mitt besta til að halda minningu hans á lofti.“ Og við hverju mega íslenskir tónleikagestir búast í Hörpu? Eðli málsins samkvæmt spyrja líklega margir sig hvort von sé á smellum á borð við Alison, Oliver‘s Army, Everyday I Write The Book, Vero- nica og She, svo aðeins fáeinir séu nefndir. Vinkona mín, sem er mikill aðdáandi, bað mig líka að spyrja þig hvort þú gætir tekið I Want You fyrir hana á tónleikun- um. „Ég held, í fullri alvöru, að eng- inn ætti að verða fyrir vonbrigð- um. Mér þykir mjög gott að koma fram einn fyrir framan áhorfend- ur sem hafa aldrei áður séð mig spila. Það er ómögulegt að segja til um hvaða lög eru vinsæl í hverju landi fyrir sig, en ég blanda saman þekktum og minna þekktum lögum og reyni þannig að búa til einhvers konar sögu. Áhorfendur eiga til að verða hissa á því hversu breitt tón- listarsvið ég næ að dekka á svona tónleikum, allt frá ballöðum til einhvers sem líkist rokki og róli, þótt ég sé bara einn á sviðinu. Ég hugsa að ég taki örugglega I Want You [af plötunni Blood & Chocolate frá 1986] fyrir vinkonu þína, því það er dæmi um lag sem ferðast mjög vel. Í Hollandi er I Want You lagið sem flestir hlakka til að heyra. Líka í Tyrklandi, en þar eru líka margir hrifnir af She, sem er skemmtilegt því þessi tvö lög gætu varla verið ólíkari. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin við lögunum mínum á Íslandi og reyndar hlakka ég mikið til að koma til Íslands yfir höfuð. Ég heimsótti landið árið 2003 þegar konan mín hélt tón- leika þar og hreifst mjög af fegurð þess. Því miður get ég ekki tekið syni mína með í þetta sinn, því ég er viss um að þeir myndu dýrka landið. Svona þjóðsagnakenndur andi eins og er yfir Íslandi, í það minnsta í mínum huga, er töfrandi fyrir fimm ára stráka.“ Einbeiti mér að tónleikum Síðasta platan þín, National Ran- som, kom út fyrir tveimur árum. Ertu að vinna að nýju efni sem stendur? „Nei, þessa stundina einbeiti ég mér eingöngu að því að koma fram á tónleikum. Reyndar er ég að vinna að nokkrum hlutum sem ég vil helst ekki tala mikið um, en það eru engar upptökur á döfinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan ég var unglingur sem ég tek mér pásu frá slíku, og það verður bara að koma í ljós hvenær ég hefst aftur handa. Þegar ég gerði síðustu plötu var ég búinn að ákveða að það yrði síð- asta platan mín, því það er hrein- lega ekki vænlegt að framfleyta sér með því að gera plötur leng- ur. Stafrænt niðurhal hefur í raun gert þessa hönnun úrelta, þrátt fyrir að þeirri þróun fylgi líka margir stórir kostir, en ég held að tónleikar verði aldrei úreltir. Ég er á móti því að lifa í fortíðinni, en í dag hlusta ég samt nánast ein- göngu á 78 snúninga plötur. Það er eitthvað við hljóminn sem heillar mig. Ég gæti til dæmis vel hugs- að mér að gefa út lög í einstökum löndum í framtíðinni, til að freista þess að gera þau fágætari. En það gerist bara þegar, og ef, það ger- ist. Í sannleika sagt þykir mér líka bara svo gaman að vera með strák- unum mínum og ég vil ekki rugla þessum tveimur heimum saman.“ Hvað gerið þið saman í frístund- um? „Við leikum okkur og horf- um stundum á fótbolta. Ég er að reyna að byggja upp hjá þeim áhuga á Liverpool og þeir eru orðnir forvitnir, þótt ástríðan fyrir íþróttinni sé ekki skollin á af fullum krafti. Þeir eiga báðir Liverpool-treyjur, en ég ætla ekki að segja þér nöfn leikmann- anna sem ég lét prenta aftan á þær. Ég var dálítið bjartsýnn þegar ég valdi þá leikmenn.“ Erum öll hluti af kerfinu Gaman að þú skulir minnast á Liverpool, því þú fæddist í London og bjóst þar stærst- an hluta æskuáranna en ert þó jafnan tengdur Liverpool í hugum fólks. Hvernig stendur á því? „Mamma mín er frá Liverpool og pabbi var frá Birkenhead, sem er bær í nágrenni Liverpool. Afi minn var mikið lasinn þegar ég var lítill og ég var mjög oft hjá honum í Liverpool, eyddi þar öllum sumar- og jólafríum og bjó svo þar í þrjú ár á unglingsárun- um. Ég finn fyrir mun sterkari tengslum við Liverpool en nokk- urn tíma London. Þar hitti ég líka tónlistarmanninn Nick Lowe í fyrsta sinn, sem var upptöku- stjóri á fyrstu fimm plötunum mínum. Ég hitti hann á Grapes- pöbbnum í Mathew Street, þeirri frægu götu sem Cavern-klúbbur- inn stendur við. Liverpool er frá- bær staður, mikil tónlistarborg, en líka harðskeyttur staður.“ Þú hafðir lengi yfir þér þann blæ að vera andsnúinn yfirvaldi af flestu tagi, sem meðal annars mátti merkja í pólitískri texta- gerð. Ertu það enn? „Ég veit ekki hvort yfirvöld eiga alla sök á þeim vandamálum sem við glímum við í heiminum. Við erum öll hluti af þessu kerfi, ég, þú og allir aðrir. Það er ekki mitt að segja fólki hvernig það á að haga sér. En auðvitað verð ég reiður og hjálparvana, til að mynda þegar ég sé muninn á fátækasta og ríkasta fólki heims. Annars væri ég ekki mannlegur.“ Það er ekki mitt að segja fólki hvernig það á að haga sér. TREÐUR UPP Elvis Costello einbeitir sér að tónleikum þessi misserin og engar upptökur eru á döfinni hjá honum. NORDICPHOTOS/AFP Tónleikar verða aldrei úreltir Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello frestaði tónleikum sínum í Hörpu í nóvember vegna veikinda föður síns en kemur þar fram þann 10. júní næstkomandi, einn með gítar og píanó. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til kappans í Kanada. Blaðamaður stenst ekki mátið að spyrja Costello, strangtrúaðan Liverpool-aðdáandann sjálfan, örlítið út í stórleik dagsins, viðureign liðsins við Chelsea í úrslitum FA-bikarsins á Wembley. „Ég vakna eldsnemma með strákunum hér í Vancouver til að horfa á þennan mikilvæga leik. Bill Shankly, fyrrum þjálfari Liverpool, á að hafa sagt að knattspyrna væri mikilvægari en líf og dauði, en harmleikirnir á Heysel- og Hillsborough- leikvöngununm afsönn- uðu þá speki, því miður. Þetta verður forvitnilegur leikur í dag. Chelsea stóð sig vel gegn Barcelona í síðustu viku og tókst að pirra liðið út í hið óendanlega, þótt Barcelona sé vissulega miklu betra lið. Fernando Torres virðist vera að lifna við og þegar hann er upp á sitt besta standast fáir honum snúning. Luis Suarez skoraði líka þrennu í síðasta leik sínum og leikurinn í dag gæti hæglega snúist um þessa tvo leikmenn sem báðir vilja sanna sig. Ég vona innilega að þetta verði góður fótboltaleikur, en ekki keppni í að detta í grasið.“ Og hvernig fer svo leikurinn? „Þetta verður ekki 0-0 jafntefli. Því get ég lofað.“ ■ VAKNAR SNEMMA TIL AÐ HORFA Á LEIKINN ELVIS COSTELLO árið 1978, árið sem önnur plata hans, This Year’s Model, kom út. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.