Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 28
5. maí 2012 LAUGARDAGUR28 U m þessar mundir takast átta manns með gerólíkan bak- grunn á um lykla- völdin að Bessa- stöðum, heimili og starfsstöð forseta Íslands. Eðli málsins samkvæmt hefur starf og hlutverk forsetans verið fyrirferðarmikið í umræðunni um embættið og komandi forseta- kosningar, en til þess er einnig að líta að forsetatitlinum fylgja miklar breytingar á lifnaðarhátt- um. Fréttablaðið kynnti sér því aðstæður á óðalsbýlinu Bessastöð- um og hvernig líf forsetans geng- ur fyrir sig, utan skrifstofutíma. Einkalífið utan sviðsljóssins Áður fyrr bjó forsetinn á efri hæð Bessastaðastofu, húsinu sem í huga flestra er táknmynd Bessastaða. Þar bjó Vigdís Finn- bogadóttir til dæmis fyrstu árin á forsetastóli, en hún þurfti hins vegar að flytja af staðnum um miðjan níunda áratuginn þegar ráðist var í miklar endurbætur á Bessastöðum öllum. Íbúðarhús fyrir forsetann og fjölskyldu var reist á grunni gamals ráðsmannshúss árin 1994 til 1995. Þar bjó Vigdís aldrei, og því var Ólafur Ragnar Gríms- son fyrsti forsetinn sem hélt þar heimili eftir að hann tók við árið 1996. Á Íslandi hefur venjan verið sú að forseti haldi einkalífi sínu að mestu utan sviðsljóssins. Til marks um það er að varla þekkj- ast dæmi þess að fjölmiðlum hafi verið hleypt inn á heimili for- setans og almenningur hefur að mestu leyti þurft að geta sér til um það hvernig heimilishaldið á Bessastöðum og hið daglega amst- ur forsetans gengur fyrir sig. Jafnmargir starfsmenn í 30 ár Á Bessastöðum eru fjórir starfs- menn, utan forsetans sjálfs. Fyrstan ber að nefna ráðsmann- inn Ingimar Ingimarsson, lærðan matreiðslumeistara sem sér um allar heimilisannir, meðal ann- ars um að kokka veislumáltíðir ofan í gesti forsetans, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, koma einir eða í stórum hópum. Þá bakar hann jafnframt kransa- kökubitana sem gjarnan er boðið upp á í stærri móttökum. Bílstjóri embættisins hefur starfsstöð á Bessastöðum, enda er annast þar um bílana í gamla fjós- inu, sem nú gegnir fyrst og síðast hlutverki bílageymslu. Það er ekki bara forsetinn og fjölskylda hans sem býr að Bessa- stöðum, heldur hefur umsjónar- maður fasteigna embættisins, öðru nafni húsvörður, líka aðsetur á staðnum. Á staðnum eru mikl- ar húseignir sem þarf að sinna, þeirra á meðal ævaforn en til- tölulega nýuppgerð Bessastaða- kirkjan. Umsjónarmaðurinn var, þar til fyrir nokkrum misserum, starfsmaður forsætisráðuneytis- ins en fluttist til forsetaembætt- isins við fráfall þess sem gegnt hafði stöðunni um árabil. Fjórði starfsmaðurinn á Bessa- stöðum hefur titilinn almennur starfsmaður, samkvæmt upplýs- ingum frá embættinu. Fjórir til viðbótar starfa hjá embættinu, allir á skrifstofunni við Sóleyjargötu. Þetta eru for- setaritarinn Örnólfur Thorsson, skrifstofustjórinn Árni Sigurjóns- son og tveir deildarstjórar. Í svari frá Örnólfi Thorssyni segir að starfsmannafjöldi emb- ættisins hafi haldist óbreyttur undanfarin þrjátíu ár þrátt fyrir verulega aukin umsvif embættis- ins. Ætla megi að leitun sé að ann- arri opinberri stofnun eða embætti sem þetta eigi við um. Og starfsmennirnir eru raun- ar miklum mun færri nú til dags heldur en var áður en hefðbund- inn búskapur lagðist af á Bessa- stöðum árið 1968. Í tíð fyrsta for- setans, Sveins Björnssonar, var til dæmis allt krökkt í vinnufólki, enda útheimtu bústörfin í þá tíð talsverðan mannafla. Svarti flotinn Forseti þarf auðvitað að komast ferða sinna hnökralaust eins og aðrir – og jafnvel mun frekar en aðrir. Þegar hann er í opinberum erindagjörðum hér innanlands er honum ekið um borg og bý í ein- hverjum forsetabílanna. Þeir sem einkum eru brúkaðir til þess eru fimm ára gamall Lexus-fólksbíll og Land Cruiser-jeppi, árgerð 2006, báðir auðvitað biksvartir eins og tíðkast með forsetabíla. Þá á embættið 22 ára Cadillac sem er einkum notaður sem vara- bíll og til að aka erlendum sendi- herrum og gestum, segir í svari frá embættinu. Starfsfólk embættisins hefur einnig Toyota Corolla-þjón- ustubifreið til umráða. Enn fremur hefur forsetinn við hátíðleg tilefni setið í glæsilegum, sjötíu ára göml- um Packard-bíl í eigu embættisins. Þess utan eiga núverandi forseta- hjón sinn einkabíl sem þau nota umtalsvert í sínum einka erindum. Forsetabílstjórinn lýtur að mestu sömu reglum og lögmálum og bíl- stjórar ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hann ekur forsetanum í embættis- erindum en hefðir og venjur, frekar en fastmótaðar og skráðar reglur, ráða því hvenær bílstjórans og bíls- ins sjálfs nýtur við utan hinna hefð- bundnu starfsskyldna- og verka. Enda getur verið erfitt, jafnt fyrir þá sem horfa að utan og einnig þá sem beinlínis gegna starfinu, að Svona er búið á Bessastöðum Forsetaembættinu fylgir heimili á fjörutíu hektara jörð á Álftanesi, starfs- fólk og kúvending á lifnaðarháttum. Stígur Helgason og Þorgils Jónsson kynntu sér lífið á Bessastöðum og glöggvuðu sig meðal annars á þeim skyldum og hlunnindum sem fylgja hlutverki bónda samhliða forsetastarfinu. Forsetinn er ekki bara forseti, held- ur er hann líka bóndi á jörðinni Bessastöðum, sem spannar rúma fjörutíu hektara. Honum ber því að hirða um jörðina, láta slá túnin og sinna æðarbúskap. Á Bessastöðum var stundaður hefðbundinn búskapur til ársins 1968. Forsetaembættið hefur um nokkra hríð haft samkomulag við hestamenn á Álftanesi um að þeir beri á túnin áburð sem embættið leggur þeim til og fái í staðinn að beita hestum sínum á þau. Æðarvarpið á staðnum er talið til hlunninda forseta og af því geta verið nokkrar tekjur, sem renna beint til þess sem gegnir forsetaembættinu hverju sinni. Í svari frá Örnólfi Thorssyni forsetaritara segir að í gegnum tíðina hafi ýmsir annast æðarvarpið og hreinsað dúninn. Þeir fá greitt af andvirði dúnsins, sem sé misjafnt eftir árum og ráðist af árferði, fjölda hreiðra og markaðsaðstæðum. „Sum ár hefur forseti engar tekjur af varpinu þegar sala á dúni er lítil sem engin, önnur ár hafa tekjur forseta verið um eða rúmlega ein milljón króna,“ segir í svarinu. ÆÐARBÚSKAPUR SKILAR FORSETANUM RÚMRI MILLJÓN Á GÓÐU ÁRI Fyrst reist af dönsku konungsstjórninni á árunum 1761 til 1766 sem embættisbústaður Magnúsar Gíslasonar amt- manns. Endurbyggð 1989-1990. Efri hæð Bessastaðastofu var lengi bústaður forseta, þar til íbúðarhúsið var reist á grunni eldra húss. Nú er sýningarsalur fyrir gjafir og listmuni á efri hæðinni og móttökurými á þeirri neðri. Undir Bessastaðastofu er svo fornleifakjallari. Bessastaðastofa Byggð á árunum 1796 til 1823. Hefur verið endur- bætt margsinnis og fór gagnger viðgerð á henni síðast fram árið 1998. Bessastaðakirkja er meðal elstu steinbygginga landsins. Talið er að kirkjur hafi staðið á reitnum frá því um 1000. Bessastaðakirkja Salur fyrir stærri móttökur. Í hann er innan- gengt úr Bessastaðastofu og þjónustuhúsi. Reist árið 1941 og tengt Bessastaðastofu með blómaskála eftir hugmynd Georgíu Björnsson, eiginkonu Sveins Björnssonar. Móttökuhús Svokallað Norðurhús, eitt fjögurra portbyggðra húsa í þyrpingunni austan kirkjunnar, er heimili umsjónarmanns fasteigna á staðnum. Heimili umsjónarmanns Var áður heimili ráðsmanns, sem ekki býr lengur að Bessastöðum. Endurgert frá grunni árin 1994 til 1995 og er nú heimili forsetans og fjölskyldu hans hverju sinni. Íbúðarhús forseta Hús undir veisluhöld og fleira með eld- húsi. Tekið í gagnið árið 1994, líkt og hin húsin tvö sem loka portinu ásamt Bessa- staðastofu. Þjónustuhús Aðstaða og bílskúr fyrir starfsfólk sem hafa staðið síðan á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Starfsmannahús Gamla fjósið á Bessastaðabýlinu, sem byggt var árið 1944. Bílar for- setaembættisins eru nú geymdir í gömlu hlöðunni og dyttað að þeim þar. Gamla hlaðan er að hluta til notuð sem geymsla. Fjós / bílageymsla FRAMHALD Á SÍÐU 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.