Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 32
5. maí 2012 LAUGARDAGUR32 Áhorfendur finna mun meira til með persón- unum ef atriðin eru raunveruleg en þegar þeir sjá ein- hver tíu mínútna löng kung fu-atriði þar sem enginn meiðist. Þ að er greinilegt að metn- aður leikstjóra og annars íslensks kvikmyndagerð- arfólks fyrir slagsmála- og hasaratriðum er að aukast mikið. Núna er mikill áhugi á því að vinna þau vel og gera raunveruleg,“ segir Jón Viðar Arn- þórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis, sem hefur síðustu ár unnið tals- vert við útfærslu slagsmála- og annarra áhættuatriða í íslenskum kvikmyndum og öðru efni. „Hugsanlega voru leik- stjórar hræddir við að ráðast í svona senur fyrir einhverjum árum vegna kunnáttuleysis, en nú er völ á mjög góðri aðstoð í þessum málum. Áhuginn á bardagaíþróttum hefur líka aukist mjög mikið hér á landi á síðustu árum og í dag er gríðarlegur fjöldi fólks sem æfir þær.“ Hófst með Ingvari í Mýrinni Hvernig kom það til að þú fórst að starfa við útfærslu slagsmála- og hasaratriða í kvikmyndum og öðru íslensku efni? „Það var í gegnum Ingvar Sigurðs- son, leikara og móðurbróður minn, sem ég rataði óvart inn í þetta starf. Ég leit gríðarlega mikið upp til Ing- vars, fór oft með honum á leiklistaræf- ingar og fékk að elta hann og fylgjast með honum þegar ég var yngri. Við æfðum líka karate saman í gamla daga. Ég hafði verið að æfa bardagaíþróttir í mörg ár og var nýbyrjaður í löggunni þegar Ingvar lék í kvikmyndinni Mýr- inni árið 2006. Hann bað mig um aðstoð við nokkur atriði, ég mætti á tökustað og það endaði þannig að ég var hreinlega beðinn um að leikstýra öllum hasarnum sem átti sér stað í yfirheyrsluherberg- inu, þar sem hrottinn sem Theodór Júlíus son lék fór hamförum. Svo tóku verkefnin við eitt af öðru. Ég sá um útfærslu á öllum slagsmálaatriðunum í Borgríki, nokkrum atriðum í Svörtum á leik og þessa dagana er ég að vinna við tökur á myndinni Falskur fugl. Auk þess hef ég meðal annars séð um auglýs- ingu fyrir Kaupþing, tónlistarmyndband fyrir hljómsveitina Diktu, sem hefur ekki enn verið sýnt, og nokkur atriði í sjónvarpsþáttunum Hlemmavídeó.“ Mikil nákvæmi Hvernig lýsir þetta starf sér? „Stundum eru leikstjórarnir búnir að ákveða fyrir fram nokkurn veginn hvernig atriðin eiga að vera, en oft- ast eru mér gefnar algjörlega frjálsar hendur með útfærslurnar og fæ í raun að semja hasarinn frá upphafi til enda. Þegar þeirri vinnu er lokið fer ég yfir- leitt með leikarana niður í Mjölni, því þar eru dýnur og góð aðstaða til æfinga. Svo æfum við atriðin aftur og aftur, skiptumst á hugmyndum og æfum svo atriðin aftur á tökustað. Svo hefjast upp- tökur, sem geta líka tekið langan tíma því nákvæmnin þarf að vera svo mikil og ekkert má út af bregða. Eitt slags- málaatriði í myndinni Borgríki var til dæmis um tuttugu sekúndur á tjaldinu en tók rúmlega átta klukkutíma að taka upp, fyrir utan allar æfingarnar. Lyk- illinn er að gera atriðin eins raunveru- leg og hægt er. Áhorfendur finna mun meira til með persónunum ef atriðin eru raunveruleg en þegar þeir sjá einhver tíu mínútna löng kung fu-atriði þar sem enginn meiðist.“ Lestu handritið að myndunum áður en þú útfærir hasarsenurnar? „Ég renni yfir handritin og einbeiti mér sérstaklega að þeim atriðum sem ég vinn við. Undantekningin var Borg- ríki, þar sem ég og fleiri lögreglumenn unnum náið með leikstjóranum Ólafi Jóhannessyni að handritinu því hann vildi hafa lögguatriðin eins raunveru- leg og hægt var. Því var svo fylgt eftir á tökustað. Leikararnir í myndinni ræddu líka heillengi við lögreglumenn, meðal annarra þá sem starfa hjá Fíknó, og þannig varð handritið mjög nákvæmt.“ Eyddi öllum aurunum í slagsmálamyndir Hverslags kunnáttu er krafist af þeim sem sjá um útfærslu hasaratriða? „Þetta er sérkunnátta og sjálfur hef ég hrærst í þessum bardagaheimi síðustu sextán árin. Bæði hef ég æft þessar íþróttir og svo horfði ég ótrú- lega mikið á slagsmálakvikmyndir, sérstaklega kung fu-myndir, þegar ég var unglingur. Ég skrópaði oft í skól- anum til að glápa á þessar myndir og eyddi öllum mínum aurum í að kaupa þær á spólum. Ég lá í Bruce Lee, sem var mikil hetja í mínum augum, horfði á myndirnar hans aftur og aftur og líka heimildarþætti og las bækur um hann. Bruce Lee færði slagsmálaatriði upp á æðra plan. Það sem heillaði mig fyrst og fremst við asískar hasarmyndir, frekar en Hollywood-myndir, var að í þessum asísku var minna verið að klippa atriðin. Þannig urðu senurnar miklu djarfari. Í Hollywood eru þessi atriði oftast klippt í ræmur, mikið er notast við nærmyndir og því auðveld að falsa ýmislegt, en það að skjóta lengra frá og klippa lítið krefst margfalt meiri kunnáttu. Þetta fannst mér spennandi þegar ég var yngri, en í dag hef ég fyrst og fremst áhuga á að gera atriðin raunveruleg. Mér finnst leiðinlegt að sjá þegar svona atriði Metnaðurinn alltaf að aukast Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaklúbbsins Mjölnis, hefur síðustu árin unnið talsvert við útfærslu hasar- og slagsmála- atriða í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um mikilvægi raunsæis í þeim efnum. FRÆNDUR Jón Viðar með Ingvari Sigurðssyni, móðurbróður sínum, við tökur á kvikmyndinni Borgríki. Fyrsta starfið við útfærslu slagsmálaatriðis fékk Jón Viðar einmitt í gegnum Ingvar í Mýrinni frá 2006. MYND/PÉTUR GEIR ÓSKARSSON ÁHÆTTA Jón Viðar, formaður Mjölnis, var kominn á fremsta hlunn með að skrá sig í áhættu- leikaraskóla í Ástralíu fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KLÍKUSTRÍÐ Í þessu atriði vann Jón Viðar með Ólafi Jóhannessyni, leikstjóra Borgríkis, og félagum úr Mjölni. Útfærsla slagsmálaatriða krefst mikillar nákvæmni og strangra æfinga. MYND/PÉTUR GEIR ÓSKARSSON eru ótrúverðug. Til dæmis er mjög algengt að hetjurnar eru svo rosaleg- ar að þær þola endalaus högg og rísa alltaf upp. Slíkt gefur skakka mynd af raunveruleikanum og getur haft áhrif á þá sem vita ekki betur. Sem betur fer gera flestir sér grein fyrir muninum á bíó og raunveruleikanum, en af ofbeldinu í miðbæ Reykjavíkur að dæma er ljóst að sumir gera sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar ítrekuð högg í andlit geta haft.“ Næstum farinn í áhættuleikaraskóla Langaði þig aldrei að gerast áhættu- leikari að aðalstarfi? „Jú og það stóð til á tímabili. Eftir að við unnum að Mýrinni skoðaði ég marga áhættuleikaraskóla. Ingvar móðurbróðir minn hjálpaði mér og við duttum niður á skóla í Ástralíu sem ég var kominn á fremsta hlunn með að fara í. Þá hafði ég lesið mér heilmikið til um þessi fræði öll og var kominn með tilfinningu fyrir þeim. Það hefði verið gaman, en hlutirnir æxluðust þannig að ég ákvað að hefja störf hjá lögreglunni í staðinn. Svo hætti ég í löggunni síðasta sumar til að einbeita mér að Mjölni, enda hefur starfsemi klúbbsins stækkað marg- falt á stuttum tíma. Frá 2005, þegar Mjölnir hóf göngu sína, hef ég verið mikið í því að gera kynningarmynd- bönd fyrir klúbbinn, sem ég hef hef mjög gaman af. Ég hef fengið lánaðar myndavélar og er með góð tölvufor- rit til að klippa myndböndin. Þau eru orðin á bilinu 70 til 80 talsins og hafa vakið athygli, enda eru þessi mynd- bönd mikilvægur liður í því að kynna starfsemi klúbbsins fyrir umheimin- um.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.