Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGVerslað á netinu LAUGARDAGUR 5. MAÍ 20122
Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi Curvy.is var búin að ganga með hugmyndina um að opna verslun fyrir stúlkur i stærri stærðum í maganum lengi. Sjálf var hún í vandræðum með að finna á sig föt
sem pössuðu hennar vexti og voru um leið klæðileg og samkvæmt nýjustu
tísku.
Tískublogg kveikti hugmyndina
„Mér fannst það sem var í boði á markaðnum fyrir konur í stærri stærð-
um frekar miðað að eldri konum og svo var það líka frek-
ar dýrt. Hugmyndin að verslun eins og curvy.is, þar
sem boðið er upp á það sem er nýtt og ferskt og á
sanngjörnu verði, kviknaði út frá tískubloggi sem
ég hef skrifað síðan 2010, www.curvychic.blog.is.
Þar var ég að skrifa um tísku og tískustrauma fyrir
lögulegar konur og var að gefa góð ráð varð-
andi klæðaburð og annað. Ég fann strax
fyrir miklum áhuga frá lesendum bloggs-
ins og fann fyrir þörf fyrir eitthvað nýtt
þannig að ég ákvað að opna búðina. Hún
var svo opnuð fyrir ári síðan og hefur
vaxið hratt,“ segir Hólmfríður.
Stækkar í haust
„Ég er mjög virk í að setja inn nýjar vörur
og fæ sendingar vikulega. Síðan er upp-
færð mjög reglulega og vörurnar fara
hratt því ég tek ekki mikið inn af hverri
vörutegund. Það er frekar leiðinlegt
þegar margir eru í sömu flíkinni.“
Hólmfríður segir búðina vera að
sprengja húsnæðið utan af sér og stefnir á
að opna nýja og stærri verslun í haust. „Búðin
er opin þrisvar sinnum í viku og þá getur fólk
komið og skoðað og mátað. Sumum finnst erfitt
að panta í gegnum netið en ég er mjög sveigan-
leg þegar kemur að skilum og skiptum ef varan
passar ekki. Fólki er líka velkomið að hringja og
panta í gegnum símann ef það veigrar sér við að
panta á netinu.“
Ef verslað er á Curvy.is er alltaf frítt að fá vörur
sendar heim með bréfapósti eða á nærliggjandi
pósthús þegar greitt er með millifærslu eða korti.
Slóðin á netverslunina er www.curvy.is.
Verslun fyrir lögulegar skvísur
Curvy.is er netverslun fyrir konur á öllum aldri, allt frá fermingaraldri til sjötugs. „Þetta er verslun fyrir skvísur og skvísur geta verið á öllum aldri.“
Curvy.
is býður
upp á
mikið úrval
af fatnaði
fyrir lögulegar
konur í stærri
stærðum.
Fríða var búin að ganga með hugmyndina um að opna verslun fyrir stúlkur i stærri stærðum í maganum
lengi. MYND/VALLI
TÍSKURÁÐ Í BOÐI CURVY.IS
Svartur er klassískur litur. Reynið samt að
velja frekar bjarta liti yfir sumartímann, þeir
bæði létta lund og gefa frísklegt yfirbragð.
Svarti liturinn er ekki endilega það sem
grennir, galdurinn liggur í sniðinu.
Að klæðast réttri stærð skiptir máli. Í
flestum netverslunum er stærðartafla sem
hjálpar til við að finna út réttu stærðina.
Munið bara að velja ekki alltof stóra stærð því
pokaleg og víð föt klæða ekki af okkur. Þá er
bara að taka fram málbandið og byrja að mæla!
V-hálsmál er frábært að því leyti að það lengir
hálsinn og dregur athyglina upp frá magasvæð-
inu.
Mynstur blekkja augað að mörgu leyti. Formin
í mynstrinu sjálfu geta búið til kvenlega línu og
látið mann virka grennri.
Snið sem eru tekin aðeins inn í mittinu geta búið
til mitti og ýkt það og henta því flestu vaxtarlagi.
Hvað er í pakkanum?
Það er spennandi að versla í gósenlandi netsins og eiga í vændum framandi pakka með
dýrindis góssi frá útlöndum. En hvað vilja Íslendingar helst úr hillum netverslana?
Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra standa fimm vörur upp úr á óskalistanum.
1. Bækur
Bækur eru í fyrsta sæti yfir inn-
fluttan netvarning frá útlönd-
um. Íslendingar elska að dóla sér
í bókabúðum á netinu, finna fá-
gæta doðranta, nýjustu met-
sölubækurnar, óvænta gullmola
og framandi freistingar, enda
dásamleg upplifun að eiga náð-
arstund með nýja bók í fanginu
og hverfa á vit ævintýranna.
2. DVD-myndir
Bíómyndir og hvaðeina mynd-
rænt er næstvinsælast í pökk-
um Íslendinga sem fara í gegnum
Tollinn.
3. Tónlistargeisladiskar
Í þriðja sæti er tónlist á geisla-
diskum enda úrval í netheim-
um óþrjótandi og endalaust hægt
að kafa eftir vandfundnu efni og
dýrmætum tónum með fortíð-
arþrá í bland við allt það heitasta
og nýjasta í tónlistarheiminum.
4. Fatnaður
Tuskubúðir af öllum sortum
eru vinsælar á netinu og skjóta
upp kollinum eins og gorkúlur.
Því skyldi engan undra að fata-
kaup freisti mörlandans á netinu
og þekkt að íslenskar konur setji
draumabrúðarkjól sinn í netkörfu.
5. Varahlutir og íhlutir í tölvur
og síma
Fimmti vinsælasti innflutnings-
varningurinn af netinu eru vara-
hlutir og íhlutir í tölvur og síma,
hleðslutæki, rafhlöður og þess
háttar. Heimur minnkandi fer og
leikur einn að nálgast það sem
vantar í tölvubúðum netsins.
2
4
53
1