Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 73

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 73
KYNNING − AUGLÝSING Verslað á netinu5. MAÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 Netverslun Nýherja fór í loft-ið um mitt ár 2008. Hún er rauntíma netverslunar- kerfi þar sem viðskiptavinir geta keypt eða skoðað vörur fyrirtæk- isins með öruggum og einföldum hætti. Elsa Matthildur Ágústs- dóttir, framkvæmdastjóri smá- sölusviðs Nýherja, segir viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins hafa verið mjög góðar og veltu net- verslunarinnar hafa aukist jafnt og þétt milli ára. „Þróunin hefur verið ótrúlega mikil og hröð á þessum árum. Nú er svo komið að velta netverslunarinnar tvöfald- ast milli ára og fátt virðist stoppa þá þróun.“ Gríðarlega mikið vöruúrval Helsta einkenni netverslunar Ný- herja er gríðarlega mikið vöru- úrval. Elsa segir þá ákvörðun hafa verið tekna strax í upphafi að bjóða upp á allt vöruúrval fyrir- tækisins í netversluninni í stað þess að byrja smátt og auka úrval- ið. Enda sé vandfundin netverslun hérlendis með jafn marga vöru- flokka og þeirra. „Við lítum nátt- úrulega á netverslun okkar sem stuðning við aðra þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar í gegnum verslanir og sölu. Þetta er tvímælalaust þjónusta sem fyrir- tæki þurfa að bjóða upp á í dag. Við bjóðum einnig upp á netspjall þar til að þjónusta viðskiptavini enn betur.“ Af fjölbreyttu vöru- úrvali má nefna tölvur, prentara, sjónvörp, mynda vélar, hljómtæki og símabúnað. Netverslun nýtt sem bæklingur Bæði einstaklingar og fyrirtæki versla í netversluninni þótt stærri hluti veltunnar komi frá fyrirtækj- um. Elsa segir það mikil þægindi fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta verslað í gegnum netið og feng- ið vörur sendar til sín án endur- gjalds. Auk þess fái þau afsláttar- kjör sín einnig þar. Hún segir að einstaklingar séu jafnt og þétt að auka viðskipti sín í netverslun- inni. Það eigi bæði við um einfald- ar vörur en líka stærri og flóknari vörur. „Auðvitað er oft um mjög f lókinn búnað að ræða sem ein- staklingar kaupa ekki beint úr netversluninni. Því fara þeir oft inn í netverslun okkar og kynna sér vörurnar betur og eiginleika hennar og verð. Síðan koma þeir oft við í verslun okkar og klára við- skiptin þar.“ Þannig geti þeir í raun nýtt sér netverslun fyrirtækisins eins og vörubækling sem hægt er að skoða betur heima í ró og næði áður en verslað er. Ekki skemmi fyrir að slíkur verslunar máti sé umhverfisvænni enda þurfi að prenta færri bæklinga og bílferð- um í verslunina fækki. „Einnig eru einstaklingar og fyrirtæki á lands- byggðinni að nýta sér mikið net- verslun okkar enda mjög þægileg- ur verslunarmáti fyrir slíka aðila. Þannig geta þau keypt vörurnar og fengið sendar heim án endur- gjalds, hvert á land sem er.“ Öryggi í fyrirrúmi Elsa segir netverslunina vera í stöðugri þróun og stöðugt sé verið að uppfæra viðmót síðunn- ar. „Næsta skref hjá okkur er að gera viðskiptavinum okkar kleift að versla í netverslun okkar gegn- um GSM-símann sinn. Sú þróun er komin langt á veg erlendis og við hjá Nýherja erum að skoða hvað við getum gert varðandi þá þróun.“ Öryggisþátturinn skipt- ir einnig miklu máli að sögn Elsu. Hún segir netverslunina uppfylla öll skilyrði Evrópusambands- ins um sölu raftækja á netinu. „Áherslan á öryggi skiptir okkur hjá Nýherja miklu máli. Við pöss- um upp á að uppfylla alla réttu staðlana. Það voru fáar netversl- anir sem gerðu það fyrir nokkrum árum en við höfum alltaf lagt ríka áherslu á þennan þátt.“ Umhverfisvænn verslunarmáti Viðskiptavinir Nýherja geta valið úr gríðarlega miklu vöruúrvali í netverslun fyrirtækisins. Hvort sem verslað er í netverslun Nýherja eða í verslun fyrirtækisins í Borgartúni eiga viðskiptavinir von á góðri þjónustu, þægindum og miklu vöruúrvali. MYND/STEFÁN KARLSSON Elsa Matthildur Ágústsdóttir, framkvæmd- arstjóri smásölusviðs Nýherja. Gríðarlegt úrval vöruflokka er að finna í netverslun Nýherja. Gríðarlegt úrval vöruflokka er að finna í netverslun Nýherja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.