Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 74

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 74
KYNNING − AUGLÝSINGVerslað á netinu LAUGARDAGUR 5. MAÍ 20124 Það er ódýrt að versla á net-inu, segir fólk. Jú, það er rétt; ef maður nennir að leita uppi bestu tilboðin og gera verðsaman- burð er eflaust hægt að spara um- talsverðar upphæðir. En það skrítna er, samkvæmt upplýsingum frá Pay- Pal, að netkaupendur eyða allt að helmingi meiri pening en sambæri- legir kaupendur í venjulegum versl- unum. Já, við kaupum að því er virð- ist bara meira ef díllinn er góður á netinu. Umræddur sparnaður er því kannski ekki eins borðliggjandi og margir halda. Ástæðurnar fyrir kaupæðinu sem stundum rennur á fólk á netinu eru vísast margar. Ein er þó án vafa sú, að netverslanir beita alls kyns brögðum til að æsa fólk upp í meiri og meiri kaup. Hér eru nokkur slík, sem vert er að hafa á bak við eyrað þegar sest er við tölvuna með kortið: 1) Einstaklingsmiðuð verðlagning Ef þú skráir þig inn á vefsíðu sem selur DVD-diska, til dæmis, geta skrár í tölvunni þinni sagt verslun- areigendum hvaða titla þú hefur hefur verið að skoða. Með öðrum orðum, kortlagt áhugasviðið. Þannig geta þeir klæðskerasaumað auglýsingu handa þér og birt um leið og þú mætir á svæðið. Þar eru titlarnir stundum á hærra verði en annars staðar. 2) Kostnaðarauki Það sem lítur út fyrir að vera ódýrt í upphafi, verður dýrara og dýrara eftir því sem líður á greiðsluferlið. Til dæmis getur verð á geisladiski tvöfaldast þegar póstburðargjaldið og tollur bætist við, að ekki sé minnst á önnur lægri gjöld, sem vilja skringilega oft slæðast með í pakkann. En fólk virðist síður setja það fyrir sig, ef verðið hækkar í nokkrum skrefum. 3) Beitusala Vara er auglýst á mjög lágu verði. Þegar þú hyggst kaupa eina slíka, kemur í ljós að upplagið er búið. Ástæðan er sú að verslunin setti einungis örfá eintök af þessari tilteknu vöru í sölu, jafnvel engin. En býður á sama tíma upp á fullt af sambærilegum vörum – í nægu upplagi, á fullu verði. Sem nú gæti verið freistandi að kaupa, úr því hitt gekk ekki upp. 4) Samanburðarsala Hellingur af vörum er auglýstur á frábæru afsláttarverði. En afslátturinn er hins vegar enginn í raun, því vör- urnar stóðu aldrei neinum til boða á upphaflega verðinu. Verslunar- eigandinn vill jú bara að þú haldir að tilboðið sé miklu betra en það er. Heimild: www.lovemoney.com Þeir spara ekki sem spreða Að spreða eða spara, þar liggur efinn. Íslandspóstur fer með einkarétt á útgáfu íslenskra frímerkja og er vefsíðan www.stamps.is eina netverslunin sem selur ný íslensk frímerki. Íslandspóstur var meðal fyrstu póststjórna sem opn- uðu netverslun með frímerki á veraldarvefnum. Þetta gerð- ist árið 1995 og þá höfðu að- eins póststjórnir í Bandaríkj- unum og Kanada sett upp heimasíður þar sem hægt var að skoða og kaupa ný frímerki frá þessum lönd- um. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og fjölmargar póststjór- nir hafa fylgt í kjölfarið og opnað netverslanir. Netverslun stamps. is, sem starfrækt er af frí- merkjasölu Íslandspósts, hef ur tek ið a lg jör um stakkaskiptum frá þessum tíma og í dag eru frímerki og tengdar vörur seldar til um 90 landa. Þessa þróun má að miklu leyti þakka til- komu netverslunarinnar. Viðskiptavin- ir frímerkjasölunnar eru nú á annan tug þúsunda. Netverslunin er á fimm tungu- málum: íslensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Frímerkjasalan leggur mikla áherslu á notendavænt viðmót og einfaldleika í netversluninni. Síðan er full af ýmsum fróðleik, fréttum og nytsamlegum upplýs- ingum um frímerki og frímerkja- söfnun. Þar er hægt að kaupa ný frímerki og frímerkjavör- ur, bækur, póstkort, söfnunar- vörur og margt fleira. Vinsæl- ustu vörurnar eru frímerkin og fyrstadagsumslög en árs- og gjafamöppur njóta einnig mikilla vinsælda, enda falleg- ar gjafir og dýrmætir safngripir. Í netverslun frímerkjasölunn- ar má einnig nálgast byrjenda- pakka Merkilega klúbbsins en það er félagsskapur barna sem hafa það sameiginlega áhugamál að safna, fræðast um og skiptast á frímerkj- um. Heimasíða klúbbsins er www.postur.is/klubbur. Nýlega opnaði frímerkja- salan facebook síðu www. facebook.com/icelandic- stamps þar sem fylgjast má með fréttum, viðburðum og uppákomum ásamt nýjum frímerkjaútgáfum. Stamps.is – ný og endurbætt netverslun með íslensk frímerki Íslandspóstur opnaði nýja og endurbætta netverslun með íslensk frímerki 20. janúar síðastliðinn og er versluninn sú eina sinnar tegundar á landinu. Þessi frímerki komu út 3. mái, ásamt fleirum. Elsta starfandi netverslun landsins er femin.is. Verslun-in fór í loftið í októbermánuði árið 2000 og heldur því upp á tólf ára afmæli sitt síðar á árinu. Íris Gunnarsdóttir, stofnandi og fram- kvæmdarstóri femin ehf., segir að upphafið megi rekja til þess að hana hafi þótt vanta vettvang fyrir konur þar sem þær gætu fund- ið upplýsingar um málefni sem tengjast þeim. „Upphaflega ætlaði ég bara að búa til vef fyrir vinkon- ur mínar en svo varð hugmyndin stærri og stærri í hugmyndaferl- inu. Að lokum var tekin sú ákvörð- un að búa til vef sem átti að höfða til allra kvenna á aldrinum 20-50 ára.“ Miklar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi netverslana und- anfarin tólf ár að sögn Írisar. Mikil þróun hefur verið á hugbúnaði sem keyrir vefverslanir og tækninni f leygir svo hratt fram að hún á fullt í fangi með að tileinka sér og læra allar þær nýjungar sem koma fram. „Þrátt fyrir allar þær breyt- ingar finnst mér skipta miklu máli að femin.is býr yfir ákveðnu trausti frá viðskiptavinum hvað varðar verslun á netinu og öryggi þar að lútandi. Við höfum ávallt lagt mik- inn metnað í að veita viðskiptavin- um úrvalsþjónustu og gott vöru- úrval og erum vissar um að trygg- ir viðskiptavinir okkar kunna að meta það.“ Ákvörðun tekin heima Í dag býður femin.is yfir 7.000 vörur í netverslun sinni. Íris segir að fleiri og fleiri nýti sér þennan kost enda spari maður bæði tíma og fyrirhöfn með því að versla á netinu. „Kauphegðun Íslend- inga hefur líka breyst á þessum tólf árum. Nú hefja sífellt f leiri kaupferlið heima í stofu á kvöld- in vegna aðgengis að upplýsingum um vöruna á netinu.“ Hún bend- ir á að viðskiptavinir séu meira og meira að átta sig á hversu þægi- legt sé að versla vörur með þess- um hætti. Hægt er að skoða mynd- ir í góðri upplausn og myndbrot af vörunum þannig að viðskiptavin- ir fá allar nauðsynlegar upplýsing- ar heima hjá sér áður en ákvörðun um kaup er tekin. Tryggir viðskiptavinir Þegar netverslunin fór í loftið árið 2000 bauð hún upp á um 100 vöru- flokka og þá aðallega heilsutengd- ar vörur og unaðsvörur. Upphaf- lega var leitað erlendra fyrirmynda en þar sem þær fundust ekki hófst hugmyndavinnan og þróunin hjá stofnendum fyrirtækisins. Íris segir reksturinn ekki alltaf hafa verið dans á rósum þessi tólf ár en góðir hlutir gerist hægt. „Þolin- mæði og úthald skipa stóran sess. Mikil vinna, stöðug hugmynda- vinna og svo má ekki gleyma okkar tryggu viðskiptavinum sem margir hverjir hafa fylgt okkur frá upphafi sem við metum mikils. Án þeirra væri femin.is ekki til í dag.“ Íris segir að í raun megi kalla vef- inn einu verslunarmiðstöð lands- ins á netinu sökum þess hve ótrú- lega fjölbreytt vöruúrvalið sé hjá þeim. „Við erum ávallt með putt- ann á púlsinum hvað varðar nýj- ungar. Þar leitumst við sérstaklega við að finna vörur sem flokkast undir „lausnir fyrir konur“ hvað varðar útlit, heilsu, fallegar un- aðsvörur, gjafavörur og svo mætti lengi telja.“ Verslunar- miðstöð á netinu Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi netverslana þau tólf ár sem femin. is hefur starfað, en hún er elsta starfandi netverslun landsins. Íris Gunnarsdóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri netverslunarinnar femin.is. MYND/AÐSEND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.