Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 80
5. maí 2012 LAUGARDAGUR44 timamot@frettabladid.is Stofnfundur Samfylkingarinnar sem stjórn- málaflokks var haldinn í Borgarleikhúsinu þann 5. maí, árið 2000. Fyrsti formaður hennar var kjörinn Össur Skarphéðinsson en talsmaður kosningabandalags þriggja flokka í alþingiskosningunum vorið 1999 var Margrét Frímannsdóttir, þá formaður Alþýðubanda- lagsins. Með stofnun Samfylkingarinnar rættust vonir margra um sterkt stjórnmálaafl á vinstri vængnum. Hún leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfað í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag. Þessir flokkar voru Kvennalistinn sem bauð fyrst fram 1983, Alþýðubandalagið sem bauð fyrst fram 1956 sem kosningabandalag og Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður 1916. ÞETTA GERÐIST: 5. MAÍ 2000 Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður Merkisatburðir 1625 Kristján 4. Danakonungur ræðst inn í Þýskaland. 1639 Brynjólfur Sveinsson er vígður Skálholtsbiskup. 1912 Sumarólympíuleikar eru settir í Stokkhólmi. 1945 Guðmundur Kamban er skotinn til bana í Kaupmanna- höfn. 1949 Evrópuráðið er stofnað. 1970 Heklugos hefst. 1990 Ísland nær fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva með laginu Eitt lag enn, sem flutt er af Stjórn- inni. MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON ráðherra (1923-1998) „Ganga verður að störfunum eins og þau horfa við, af því verkviti sem völ er á.“ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Goðdölum, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þann 29. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akureyri, mánudaginn 7. maí kl. 14.00. Ingimar Adólfsson Lutzy Adolfsson Reynir Adólfsson Halldóra Helgadóttir Friðrik Adólfsson Kolbrún Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURLAUGAR B. ALBERTSDÓTTUR, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Huldulandi 5. Kærar þakkir til starfsfólks Hlíðarhúsa og Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir hlýju og góða umönnun. Gréta Gunnarsdóttir Birna Bjarnadóttir Hólmgeir Baldursson Kristjana Sif Bjarnadóttir Steingrímur S. Ólafsson Arnar Bjarnason Rakel Halldórsdóttir langömmubörn og langalangömmubarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Gullsmára 7 í Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. apríl. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00. Erlingur Þór Sigurjónsson Margrét Þóra Baldursdóttir Magnús Þór Erlingsson Þuríður B. Sigurjónsdóttir Jóhannes Elíasson Elísa Jóhannesdóttir Sylvía Rut Jóhannesdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR Nesvöllum, áður Sýrfelli, Bergi, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 14.00. Ólafur Jón Guðmundsson Halla Jóna Guðmundsdóttir Sveinbjörn Gunnar Guðmundsson Hildur Jóhannsdóttir Aðalsteinn Kristján Guðmundsson Auður Helga Jónatansdóttir Brynjólfur Stefán Guðmundsson Elín Rut Ólafsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Sverrir Gísli Hauksson Guðmundur Ásgeir Guðmundsson Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir Dagbjartur Helgi Guðmundsson Tatjana Latinovic barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVELYNAR ÞÓRU HOBBS Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 19. apríl sl. Starfsfólki Sóltúns sendum við sérstakar þakkir fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Hróbjartur Hróbjartsson Karin Hróbjartsson-Stuart Skúli Hróbjartsson Unnur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN RUTH JÓNSDÓTTIR Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 7. maí klukkan 13.00. Inga Jóna Jónsdóttir Steindór Guðmundsson Ólína Bergsveinsdóttir Guðmundur Ragnar Ólafsson Jón Bergsveinsson Ásdís Árnadóttir Björg Bergsveinsdóttir Eggert Dagbjartsson Bergsveinn Bergsveinsson Gígja Hrönn Eiðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Evrópuvika verður haldin hátíðleg í næstu viku með fjölbreyttri dagskrá, en það er Evrópustofa sem stendur fyrir dagskránni. „Markmið okkar er að nota tæki- færið sem gefst með Evrópudeginum 9. maí til að gera Evrópu hátt undir höfði þessa viku og vekja athygli fólks á því hvað Evrópusamstarfið er og fyrir hvað það stendur,” segir Birna Þórar- insdóttir, framkvæmdastýra Evrópu- stofu. Evrópudagurinn er haldinn árlega í aðildarlöndum ESB til að minnast þess þegar Robert Schuman, einn af frum- kvöðlum Evrópusamstarfs, lagði til stofnun þess sem síðar varð Evrópu- sambandið. „Við verðum með ýmsa viðburði og vonum að þar verði eitthvað fyrir alla. Það sem ber kannski hæst er opnun Evrópustofu í Norrænu upplýsinga- skrifstofunni á Akureyri á mánudag. Sama dag opnum við plakatasýningu á Glerártorgi þar sem við útskýrum upp- byggingu og helstu stefnumál Evrópu- sambandsins, en það er einmitt tilgang- ur Evrópustofu.“ Meðal annars sem verður í boði í Evrópuviku er opinn borgarafundur með Timo Summa, sendiherra ESB, sem verður haldin í Iðnó á þriðjudag. Á miðvikudag, Evrópudaginn sjálf- an, verður plakatasýning eins og sú á Akureyri opnuð í Kringlunni og upplýs- ingafundur um tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu verður haldinn í Evrópustofu við Suðurgötu. Á fimmtudaginn verður svo opinn fundur í Iðnó um Ísland og öryggis- og varnarmálastefnu ESB. „En hápunkturinn er á sunnudaginn í Hörpu,“ segir Birna. „Þar verðum við meðal annars með skemmtiatriði og kynningar á hinum fjölmörgu samstarfsáætlunum ESB á Íslandi, sem við eigum aðild að í gegn- um EES-samninginn.“ Á sunnudagskvöld verða svo tón- leikar European Jazz Orchestra, sem er sam-evrópskt verkefni ungra tónlista- manna, og Stórsveitar Reykjavíkur. Ekkert kostar inn á tónleikana, en miða má nálgast í gegnum miðasölu Hörpu. Birna segir aðspurð að Evrópudagur- inn eigi sannarlega erindi við Íslend- inga? „Evrópudagurinn snýst um þá hug- sjón að Evrópuríki komi saman og vinni saman í friði. Þau verði sterkari hvert fyrir sig með því að vinna saman sem ein heild. Ísland er þátttakandi í Evrópusamstarfi þó að við séum ekki aðilar að ESB. Við tökum þátt í ýmsum verkefnum og sækjum mikinn styrk í það að vinna með öðrum Evrópuríkj- um, þannig að Evrópudagurinn á hik- laust erindi við okkur.“ thorgils@frettabladid.is BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR: FRAMKVÆMDASTÝRA EVRÓPUSTOFU: EVRÓPUVIKA ER FYRIR ALLA HÁTIÐ Birna Þórarinsdóttir segir alla ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Evrópuviku sem hefst á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.