Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 96
5. maí 2012 LAUGARDAGUR60 lifsstill@frettabladid.is 60 KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is KYNLÍF Ein kynlífsmýta, sem virðist ekki ætla að deyja, er sú að píkan verði víð við notkun. Í nýlegum kyn- lífstækjaleiðangri rakst ég á krem sem á að „þrengja“ píkuna svo hún verði eins og í „fyrsta skipti“. Mig langaði að taka þessa kremtúbu og þrykkja henni í hausinn á starfs- manninum. Það eru svona vörur sem viðhalda mýtunni um að stelpur eiga að vera „óspilltar“ og að reynsluleysi í kynlífi sé hin æðsta dyggð. Ég sem hélt að það að vera „þurrkunta“ væri neikvætt. Ég skal útskýra þetta nánar. Við fyrstu samfarir eru leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts en einnig vegna þess að daman er stressuð og leggöngin því þurr. Það að vera „þröng“ er því ekkert annað en að troða sér í þurr leggöng sem eru ekki tilbúin fyrir samfarir og þurfa meiri nærgætni og örvun. Rakastig legganganna fer ekki eftir fjölda innsetninga lims heldur hversu æst konan er, með tilliti til lífeðlislegra ferla, svo sem hormóna. Það er því ekki orsakasamband milli rúmmáls legganga og tíðni samfara eða fjölda bólfélaga. Leggöng gefa eftir við kynferð- islega örvun (og við fæðingu) en ganga svo saman að verknaði lokn- um. Rétt eins og athugasemdin um greiða læknisins að gera „auka- sporið“ á konu sem rifnaði við fæð- ingu barns. Ég verð brjáluð þegar ég heyri þennan „brandara“ því ég velti því fyrir mér hvort sá hinn sami haldi að typpi lengist því oftar sem það er strokkað. Ég get ekki bara „slakað á“ og haft smá húmor því þessi mýta lifir góðu lífi þar sem henni er viðhald- ið af fávitum og fáfræðin bitnar á óspenntum píkum. Í Mið-Afríku brenna konur jurtir við leggöngin til að þurrka þau upp svo þær virðist þrengri og þar með „hreinni“. Í vest- urheimi hafa lýtalæknar tekið þetta verkefni að sér með meyjarhaftsað- gerð og sílikonfyllingu. Í vanþróaðri ríkjum nota konur rakvélablöð til að ná fram sömu áhrifum. Ég fæ oft spurninguna um víðu píkuna í kynfræðslu svo ég ákvað að taka þessa mýtu sérstaklega fyrir þar. Kynferðislega æst stúlka mun blotna og það er hvorki til marks um kynlífsreynslu hennar né reynslu- leysi, það er bara lífeðlislegt ferli. Ég veit ekki hvernig það er hægt að drepa þessa mýtu en eitt af vígj- unum hljóta að vera markaðsöflin. Ég ætla því að byrja á mínu nánasta umhverfi og skora á Neytendasam- tökin og Heilbrigðiseftirlitið að gera rassíu í þessum verslunum og byrja að uppræta mýturnar þar. Mýtunni um þröngu píkuna haldið við Hættum að tengja ákveðið útlit við heilbrigði og fögn- um fjölbreytileikanum er boðskapur Megrunarlausa dagsins sem fer fram á morgun. Samtök um líkams- virðingu hvetja alla til að staldra við og íhuga útlits- boðskap samfélagsins. HEILSA „Í dag finnst mér ríkja meira samþykki fyrir því að fólk megi ganga ansi langt í að grenna sig og móta líkama sinn,“ segir Sigrún Daníelsdóttir sálfræðing- ur og formaður Samtaka um lík- amsvirðingu, sem standa að Megr- unarlausa deginum, sem fer fram á morgun. Sigrún segist finna fyrir breyt- ingum í samfélaginu síðan fyrsti Megrunarlausi dagurinn var hald- inn hér á landi fyrir sex árum og að umræðan sé að dragast í tvær mismunandi áttir. „Annars vegar er komið ákveðið samþykki fyrir öfgafullum leiðum í heilsurækt og þyngdarstjórnun þar sem útlits- dýrkun er gríðarlega áberandi og mér finnst eins og fólk sé í sívaxandi mæli að tengja ákveðið útlit við heilbrigði,“ segir Sigrún og bætir við að sem betur fer sé einnig að aukast vitund fólks um mikilvægi andlegs og félagslegs heilbrigðis. „Líðan okkar dag frá degi, heilbrigð samskipti og heil- brigð sjálfsmynd eru ekki síður hluti af heilsu og velferð. Þrátt fyrir þessar öfgar finnst mér líka eins og samþykki fyrir fjölbreyti- leikanum sé að aukast og fólk sé að átta sig á mikilvægi þess að lifa í sátt við líkama sinn.“ Sigrún segir fjölmiðla gegna mikilvægu hlutverki í þessari umræðu og telur að þeir verði að átta sig á ábyrgðinni sem fylgir myndbirtingum og umfjöllun- um um heilsurækt og útlit. „Mér finnst sorglegt að sjá hvernig fjöl- miðlar hampa öfgum í líkamsrækt og stuðla að útlitsdýrkun með því hvernig þeir fjalla um fegurð og Er á móti öfgum í heilsurækt ■ Alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átrösk- unum og fordómum fyrir holdafari. ■ Var haldinn í fyrsta sinn hér á landi árið 2006. ■ Stofnaður til þess að vekja athygli á skaðlegum áhrifum útlitsdýrkunar og mismununar í garð þeirra sem falla utan hins viðurkennda ramma um æskilegan líkamsvöxt. Tilgangur dagsins er að: ■ Fagna margbreytilegum lík- amsvexti af öllum stærðum og gerðum. ■ Minna á rétt allra til heil- brigðis, hamingju og vel- ferðar óháð líkamsvexti. ■ Lýsa yfir opinberum frídegi frá hugsunum um megrun og líkamsvöxt. ■ Vekja athygli á lítt þekktum staðreyndum um megrun, heilsu og holdafar. ■ Minna á hvernig megrun og stöðugar kröfur um grannan vöxt er samfélagsleg atlaga gegn konum. ■ Minnast fórnarlamba átraskana og hættulegra megrunaraðferða. ■ Berjast gegn andúð á líkamsfitu og fordómum vegna vaxtarlags. 6. MAÍ – DAGUR ÁN MEGRUNAR FJÖLMIÐLAR BERA ÁBYRGÐ Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur segir sorglegt hvernig fjölmiðlar hampi öfgum í líkamsrækt og stuðli þannig að útlitsdýrkun og fordómum gegn feitum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR heilsu. Einnig eru fitufordómar í fjölmiðlum algengir sem sést til dæmis í fréttum um offitu þar sem birtast oftast myndir af feitu fólki í neikvæðu ljósi.“ Sigrún segist alls ekki vera á móti heilbrigðum lífsstíl eða að hugsa vel um líkama sinn. „Ég er hins vegar á móti öfgunum sem skila engu til lengri tíma litið. Það er gríðarlega erfitt að halda sig við lífsvenjur sem eru í andstöðu við þarfir líkamans og gera honum ekki gott.“ Sigrún hvetur alla til að staldra við á morgun og íhuga útlits- og megrunarboðskap samfélagsins. „Ég hvet alla til að einbeita sér frekar að því að lifa heilbrigðu og góðu lífi.“ Samtök um líkamsvirðingu standa einnig fyrir auglýsingar- herferð sem allir geta tekið þátt í með því að senda inn mynd af sér og búa til slagorð. Hægt er að sjá herferðina og taka þátt á Facebook-síðu samtakanna. alfrun@frettabladid.is MATUR Íbúar í Lúxemborg neyta mest af kjöti miðað við höfðatölu ef marka má nýjustu upplýsingar frá Matvælaeftirliti Bandaríkjanna. Alls var kjötneysla 177 þjóða skoð- uð og í efsta sæti sat Lúxemborg, en íbúar landsins neyta að meðal- tali um 136,5 kílóa af kjöti á mann árlega. Sú þjóð er neytti minnst kjöts voru íbúar Indlands. Borða mest af kjöti LÚXEMBORGARAR BORÐA MEST Íbúar í Lúxemborg borða hvað mest af kjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KEMUR Í VEG FYRIR HJARTAÁFALL Samkvæmt nýjum rannsóknum Karolinska institu- tet í Svíþjóð getur neysla mjólkurvara með lága fituprósentu komið í veg fyrir hjartaáfall. Þess vegna er þeim sem eru í áhættuhóp fyrir hjartasjúkdóma ráðlagt að drekka léttmjólk í stað nýmjólkur. bruun-rasmussen.dk Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Verið velkomin á Hótel Loftleiðir fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 15-19 og föstudaginn 11. maí kl. 10-12. Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar meta listaverk af öllu tagi, „design“, vín og skartgripi. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Við erum t.d. að leita að verkum eftir íslenska listmálara eins og Jón Stefánsson, Ólaf Elíasson, Ásgrím Jónsson og Jóhannes Kjarval og aðra eldri sem yngri meistara. Ef um stóra hluti er að ræða, er best að koma með ljósmynd. Fyrirfram greiðsla er möguleg. Boðið er uppá heimsókn í heimahús báða dagana. Nánari upplýs ingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991 og Peter Beck +45 88181186, e-mail: pb@bruun-rasmussen.dk Hvers virði er þetta ? Ól af ur E lia ss on : “ Tw o ho t a ir co lu m ns ”, 20 05 . Tv æ r h ög gm yn di r ú r r yð fr íu st ál i m eð ra fm ag ns pe ru m . H am ar sh ög g: 2 10 .0 00 d kr . Þorsteinn Magnússon lögg. fasteignasali Austurvegi 6 – Sími 482 4800 – www.arborgir.is Guðjónsgata, Úthlíð Snyrtilegt sumarhús á fallegri útsýnislóð í Úthlíð í Bláskógabyggð. Húsið er 51,3 m2 að stærð, timburhús klætt að utan með liggjandi timburklæðningu, stallað járn er á þaki. Að innan skiptist eignin í forstofu, 2 herbergi, baðherbergi, stofu og eldhús auk þess sem rúgmott svefnloft er yfir hluta hússins. Plastparket er á gólfum og í eldhúsi er ágæt innrétting. Stór og góður sólpallur með heitum potti og skjólveggjum er við húsið. Lóðin er mjög snyrtileg og eru leiktæki á henni. Stutt er í ýmsa afþreyingu og þjónustu. Reykjavegur, Reykjaskógi. Gott sumarhús sem stendur á fallegri leigulóð í Reykjaskógi í Bláskógabyggð. Húsið er alls um 53 m2 að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi, 2 her- bergi stofu og eldhús. Sólpallur með heitum potti og skjólveggjum er við húsið. Lóðin er gróin og útsýni er fallegt. Stutt í ýmsa afþreyingu og þjónustu. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Magnússon lgf í síma 894 2045
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.