Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 98

Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 98
5. maí 2012 LAUGARDAGUR62 62 popp@frettabladid.is Leikkonan Cameron Diaz brast í grát þegar hún sá nýja og töluvert styttri klippingu sína. Þetta sagði hún þátta- stjórnandanum Jay Leno í The Tonight Show. Diaz ákvað að láta vinkonu sína klippa sig stuttu fyrir jól og að klippingin hafi orðið alltof stutt. „Það varð einhver misskilningur og hún klippti mig stutt. Ég fór að hágráta þegar ég sá klippinguna, mér fannst ég svo berskjölduð. Það er hræðilegt að vera allt í einu ekki með neitt hár,“ útskýrði leikkonan. Diaz og hárgreiðslukonan ræddu þó málin og eru vin- konur enn í dag. „Ég skrif- aði henni nokkur bréf daginn eftir og fullvissaði hana um að ég ætlaði ekki að drepa hana.“ Grét eftir klippingu STUTT HÁR Cameron Diaz grét eftir að hún var klippt allt of stutt. NORDICPHOTOS/GETTY Synir Elizabeth Taylor eru óánægðir með að Lindsay Lohan hafi verið fengin til að leika goðsögnina í sjónvarps- kvikmynd um ævi Taylor. Michael og Chris Wilding telja Lohan ekki hafa hæfileikana til að leika móður þeirra. „Þeir telja að það séu ógrynnin öll af hæfileika- ríkum leikkonum sem væru betur til þess fallnar að leika Elizabeth. Þeim finnst að móðir þeirra eigi betra skilið en þetta, hún var ekki aðeins hæfileikarík leikkona heldur mikill mannvinur og þeim finnst það óvirðing við minn- ingu hennar að óútreiknanleg partípía á borð við Lohan hafi verið ráðin í hlutverkið,“ sagði innanbúðarmaður í viðtali við The Enquirer. Taylor lést í mars í fyrra, þá 79 ára að aldri. Synir Taylor ósáttir ÓSÆTTI Synir Elizabeth Taylor eru óánægðir með að Lindsay Lohan hafi verið fengin til að leika móður þeirra. NORDICPHOTOS/GETTY ÁÆTLAÐ ER að söngkonan Jessica Simpson geti grætt allt að 1,7 milljarða króna með fæðingu dóttur sinnar, Maxwell Drew. Peningana fengi hún með því að selja myndir af barninu, veita viðtöl og bæta barnalínu við fatamerki sitt. ÁR FYLLIR breska söngkonan Adele í dag. Ekki er víst að hún haldi mikið partý í tilefni dagsins því hún ku vera í heilsuátaki en hún eyðir eflaust deginum með kærastanum, Simon Konecki. 24 Tónleikahátíðin Reykjavík Live verður haldin í fyrsta skipti nú um miðjan maí. Yfir fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram. „Við ákváðum að hleypa þessu af stokkunum núna í upphafi sumars þegar krakkar eru að klára prófin og sólin komin hátt á loft,“ segir Franz Gunnarsson um fimm daga tónleikahátíðina Reykjavík Live sem haldin verður á Gamla Gaukn- um, Glaumbar, Prikinu, Frú Berg- laugu og hamborgaratrukknum Rokk-Inn og hefst 16. maí. Yfir 50 hljómsveitir og lista- menn koma fram á hátíðinni og má þar meðal annars nefna Valdimar, Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Reykja- vík!, Endless Dark, Agent Fresco og marga fleiri. „Við verðum með rosalega góða flóru af bæði vinsæl- um listamönnum og líka nöfnum sem eru rétt að byrja og jafnvel að gefa út sína fyrstu plötu um þess- ar mundir. Við bjóðum upp á marg- ar tónlistarstefnur, svo það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Franz. Verði hefur held- ur betur verið stillt í hóf, en arm- band sem veitir fólki aðgang á alla tónleikana kostar litlar 4.990 krón- ur. „Þetta er hálfgert krepputilboð. Við viljum bara gera vel við fólk svo það geti skemmt sér fyrir lítinn pening,“ segir Franz, en takmarkað upplag er af armböndum sem eru þegar komin í sölu á midi.is. Armbandinu fylgja líka ýmis fríðindi og ættu þau því ekki að vera lengi að borga sig upp. Arm- bandshöfum bjóðast alls konar til- boð á þeim stöðum þar sem hátíðin verður haldin, auk þess sem þeim verður boðið á kvikmyndakvöld að sjá Svartur á leik á lokadegi hátíð- arinnar og þeir komast frítt í sund á meðan á hátíðinni stendur. „Þá ættu allir að geta skrúbbað af sér skítinn á milli tónleika,“ segir Franz. - trs Fimm daga tónleikahátíð RETRO STEFSON Hljómsveitin Retro Stefson verður á meðal þeirra rúmlega 50 lista- manna og hljómsveita sem koma fram á tónleikahátíðinni. Mark Ruffalo fer með hlutverk Bruce Banner og heljarmennisins Hulk í stórmyndinni The Aven- gers. Leikarinn segist hafa upplifað Hulk-leg augnablik á sínum yngri árum en hafi nú mikið jafnaðargeð. „Þegar ég var ungur leikari varð ég oft mjög reiður þegar ég fékk ekki hlutverk. Myndir héngu á skrítnum stöðum í íbúðinni minni til að fela göt og holur sem ég hafði gert í bræð- iskasti. Ég þekki þessa hömlulausu reiði vel,“ sagði Ruffalo en bætti við að reiðin hefði runn- ið af honum með árunum. „Eins og steinn sem slípast til í fjörunni, hef ég einn- ig slípast til. Ég berst ekki við sömu skapgerðarbrest- ina núna og ég gerði þá.“ Ruffalo tók æðisköst MARK RUFFALO Eiginmaður Sölmu Hayek mætti fyrir rétt á fimmtudag vegna kröfu barnsmóður sinnar, Lindu Evangel- ista, um meðlag upp á 5,7 milljónir á mánuði. Í réttinum kom fram að milljarðamæringurinn Francois- Henri Pinault hafi ekki viljað eign- ast barn með fyrirsætunni. „Hún var svo ánægð með að vera orðin barnshafandi, en þetta var ekki áætlun mín og ég ákvað því að slíta sambandinu á þessum tíma. Ég spurði hana hvað hún vildi gera í sambandi við óléttuna, ég vildi ekki eignast börn enda höfðum við aðeins verið saman í fjóra mán- uði og ég þekkti hana lítið,“ sagði Pinault fyrir réttarsal. Evangelista ákvað þó að eignast soninn Augie og ala hann upp sjálf. Hún hélt að auki faðerni barnsins leyndu þar til í fyrrasumar þegar hún fór fyrst fram á meðlag frá Pinault. Pinault á einnig dótturina Val- entinu Palomu Pinault með leik- konunni Sölmu Hayek. Sleit sambandi þegar barns var von VILDI EKKI BÖRN Milljarðamæringurinn Francois-Henri Pinault upplýsti fyrir rétti að hann hafi ekki viljað eignast barn með fyrirsætunni Lindu Evangelista. NORDICPHOTOS/GETTY Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2012, verður haldinn fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Gunnlaugur Júlíusson, stjórnarformaður, Guðríður Arnardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Helga Elínborg Jónsdóttir og Ragnar Snorri Magnússon. Framkvæmdastjóri er Jón G. Kristjánsson. Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími 570 0400 lss@lss.is - www.lss.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.