Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 110
5. maí 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Birta Ísólfsdóttir Aldur: 23 ára. Starf: Fata- hönnuður hjá 66°Norður. Foreldrar: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli, og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, starfsmaður Fræðslunets Suðurlands. Fjölskylda: Einhleyp. Búseta: Bergþórugata í Reykjavík. Stjörnumerki: Krabbi. Birta Ísólfsdóttir er sigurvegari sjónvarps- þáttanna Hannað fyrir Ísland. „Mig klæjar,“ segir Friðrik Ómar, spurð- ur hvernig sé að vera í dragi. Hann verður í gervi Fridu í hljóm- sveitinni ABBA þegar hann syngur lagið Waterloo með Regínu Ósk á tvenn- um Eurovision-tónleikum í Hofi á Akur- eyri í kvöld. „Ég hef nú ekki gert þetta síðan á öskudeginum í gamla daga. En það verð- ur einhver að leika Fridu í ABBA og ég ákvað að taka það að mér. Ég er á ein- hverjum tólf sentimetra hælum. Þetta er ekki þægilegt en ég verð sjúklega flott- ur, það er alveg á hreinu,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Á tónleikunum syngja hann og Reg- ína Ósk Eurovisionlög frá árinu 1956 til dagsins í dag með aðstoð Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. „Við gerum þetta eins og í gamla daga. Við ætlum að flytja lögin með sjötíu manna hljóm- sveit, kór og bakraddir á sviðinu. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta er gert á Íslandi,“ segir hann og vonast til að halda tónleikana fyrir sunnan síðar meir. „Okkur langar mikið til þess. Það er vettvangur fyrir það, ég er hundrað prósent viss um það.“ Eurovision-fararnir Greta Salóme og Jónsi koma einnig fram á tónleikunum í kvöld og syngja Eurovision-lagið sitt Mundu eftir mér. Uppselt er á fyrri tón- leikana en enn eru til miðar á Midi.is á þá síðari sem hefjast klukkan 21. - fb Í dragi á Eurovision-tónleikum Á ÆFINGU Friðrik Ómar í gervi Fridu og Regína Ósk á æfingu fyrir Eurovision-tónleikana í gær. MYND/BRYNJA HARÐARDÓTTIR „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni,“ segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleika- staðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska dans- tónlistarmannsins Chicane. Vigri spilaði með Chicane í þrem- ur lögum en tvö þeirra eru á nýjustu plötu hans, Thousand Mile Stare, þar á meðal upphafslagið Hljóp. „Þetta var gríðarlega gaman og dálítið öðruvísi því við höfum ekki oft spil- að fyrir svona dansunnendur,“ segir Hans en tónlist Vigri er draumkennd blanda af poppi, þjóðlagatónlist og klassík. Chicane er stórlax í danstónlist- arsenunni. Hann er einna þekktast- ur fyrir Ibiza-smellinn Offshore og hefur unnið með Tom Jones, Cher og Bryan Adams. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eyddi Chicane fimm dögum á Íslandi í byrjun ársins og tók upp lög með Vigra. Nýja platan hans hefur fengið mjög góðar viðtökur og hefur setið í þrjár vikur í efsta sæti dans- tónlistarlista Itunes. Hún hefur einn- ig verið ofarlega á listum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í öðru sæti á breska dansplötulistanum. Vigri ætlar að spila aftur með Chicane á tónlistarhátíð í Hollandi í sumar. Í haust fer hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu. Aðspurður segir Hans að Chicane hafi áhuga á frekara samstarfi. „Það er spurning hvað við viljum gera. Við erum bara á fullu að taka upp ný lög fyrir okkur. Það er það sem okkur finnst skemmti- legast að gera. Ég held að við séum ekkert að fara að detta í danstónlist- argeirann nema kannski að búa til vangalög en það er mjög skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt.“ - fb Spiluðu með Chicane í London VIGRI Hljómsveitin spilaði á útgáfu- tónleikum Chicane fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mick Rogers er gítarleikari, söngv- ari og annar af stofnmeðlimum hinnar sögufrægu hljómsveitar Manfred Mann’s Earth Band sem stígur á svið í Háskólabíói 16. maí. Hann hlakkar mikið til að koma til Íslands, enda hefur góður vinur hans, fótboltakappinn Heiðar Helguson, hvatt hann ítrekað til að heimsækja landið. „Heiðar Helguson er mjög góður vinur minn. Hann býr um tíu mín- útum frá heimili mínu. Hann kom á tónleikana okkar í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og skemmti sér mjög vel,“ segir Rogers, sem býr í litlu sveitaþorpi rétt fyrir utan London. Rogers er aðdáandi úrvals- deildarliðsins Fulham sem Heiðar spilaði með fyrir nokkrum árum og kynntust þeir út frá því. „Ég hef hitt nokkra úr fjölskyldunni hans og vini og þau eru mjög vingjarn- leg. Hann hefur alltaf spurt mig af hverju ég vilji ekki spila á Íslandi, þannig að ég, Manfred og hljóm- sveitin hlökkum mikið til.“ Auk þess að vera í Manfred Mann’s Earth Band hefur Rogers sinnt sólóferli sínum og unnið með köppum á borð við Frank Zappa og Jeff Beck. Aðspurður segir hann að Heiðar, sem spilar núna með QPR og ber tit- ilinn Íþróttamaður Íslands, sé mik- ill aðdáandi Manfred Mann’s Earth Band. Tónleikarnir á fimmtudags- kvöld á staðnum Jazz Cafe í London voru þeir fyrstu sem hann sá með bandinu. Með honum í för var eig- inkona hans Eik Gísladóttir. „Ég tók hann í smá gítarkennslu um daginn. Ég sagði við hann: „Kenn þú mér að skora mörk og ég skal kenna þér á gítarinn“. Þegar ég var uppi á sviði á tónleikunum setti ég aðeins inn í prógrammið það sem ég hafði kennt honum að spila. En hann er hætt- ur núna. Hann gafst upp og fannst þetta alltof erfitt,“ segir Rogers og hlær. freyr@frettabladid.is MICK ROGERS: HEIÐAR HELGUSON ER MJÖG GÓÐUR VINUR MINN Gítarleikari Manfred Mann tók Heiðar í gítarkennslu GÓÐIR VINIR Gítarleikari Manfred Mann’s Earth Band (til vinstri) er góður vinur fótboltakappans Heiðars Helgusonar. NORDICPHOTOS/GETTY ÁNÆGÐUR MEÐ BLÖNDUNA Í EARTH BAND Forsprakki Manfred Mann’s Earth Band, hljómborðsleikarinn Manfred Mann, hóf feril sinn í Bretlandi fyrir fimmtíu árum. Þá stofnaði hann hljómsveitina Manfred Mann ásamt Mike Hugg og saman gáfu þeir út vinsæl lög á borð við Do Wah Diddy Diddy, Pretty Flamingo og Mighty Quinn. Árið 1971 stofnaði Mann sveitina Manfred Mann’s Earth Band sem hefur gefið út Blinded By the Light, Davy’s on the Road Again og fleiri vinsæl lög. Hljómsveitin spilar á tónleikum allt árið um kring. Stærsti markaðurinn hennar er í Þýska- landi, Skandinavíu og Bretlandi. „Það er alltaf uppselt og gengur mjög vel. Mér finnst þessi blanda af Earth Band vera frábær. Nýi söngvarinn, Robert Hart, er mjög góður og við náum allir mjög vel saman,“ segir Mick Rogers. Hann ólst sjálfur upp í tónlistarfjölskyldu en frændi hans var bassaleikari og pabbinn trommari. „Ég hef aldrei gert neitt annað og er ómögulegur í öllu öðru.“ Hann vonast til að ný plata með Manfred Mann’s Earth Band komi út snemma á næsta ári. Það fer mikið til eftir því hvernig tekst að reka á eftir Man- fred Mann í hljóðverinu. „Hann getur ekki tekið snöggar ákvarðanir og við ætlum að reyna að fá hann til að vinna hraðar,“ segir hann hress. LOKSINS FÁANLEGAR Á NÝ! Barnavagnavika Ferðafélags Íslands alla daga næstu viku 7. – 11. maí Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir. Gönguferðir með barnavagna og kerrur, fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur og alla sem vilja vera með. Léttar gönguferðir í 60 – 75 mínútur með léttum teygjum og æfingum inn á milli. Lagt af stað kl. 12.15 alla daga. Fyrsta gangan er frá Árbæjarlaug mánudaginn 7. Maí kl. 12.15 Sjá nánari dagskrá barnavagnaviku á heimasíðu FÍ www.fi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.