Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 4
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR4
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is
GENGIÐ 09.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,4809
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,87 125,47
201,17 202,15
161,90 162,80
21,772 21,900
21,386 21,512
18,180 18,286
1,5677 1,5769
192,13 193,27
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
STJÓRNSÝSLA Til stendur að kalla
ráðherra á fund fjárlaganefndar
Alþingis vegna skuldahala ríkis-
stofnana. Í ábendingu Ríkis endur-
skoðunar í gær var kallað eftir
slíkum fundi.
Í henni áréttar Ríkisendurskoðun
að taka verði á vanda stofnana sem
sitji uppi með verulegan uppsafn-
aðan rekstrarhalla frá fyrri árum.
„Að mati stofnunarinnar þjónar
engum tilgangi að láta slíkan halla
hvíla á stofnun-
um ef ekki er
talið raunhæft
að ætla að þær
muni geta greitt
hann upp,“ segir
þar.
Ríkisendur-
skoðun telur upp
19 stofnanir sem
stóðu með hlut-
fallslega mestan
uppsafnaðan
halla í árslok 2011. Þar af eru þrjár
sem ekki voru með neinn halla árið
á undan. Þá kemur einnig fram
að sumar þessara stofnana hafi
verið reknar innan fjárlaga hvers
árs undanfarin ár, en ekki getað
unnið á uppsafnaða hallanum.
Þar á meðal eru Landspítalinn og
lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Landspítalinn er með langmestan
uppsafnaðan halla, eða tæpa þrjá
milljarða króna. Þar á eftir kemur
Heilsugæslan á höfuðborgar-
svæðinu með 449 milljóna króna
halla og svo Landbúnaðarhá skólinn
með 317 milljóna króna halla.
„Samkvæmt gildandi reglum
skulu rekstraráætlanir stofnana
rúmast innan fjárheimilda þeirra.
Þetta þýðir að ráðuneyti mega ekki
samþykkja rekstraráætlanir nema
að þar sé gert ráð fyrir að halli frá
fyrri árum, sé um hann að ræða,
verði að fullu greiddur á viðkom-
andi ári. Engu að síður eru dæmi
um að ráðuneytin hafi samþykkt
áætlanir þar sem ekki var gert ráð
fyrir slíkri uppgreiðslu,“ bendir
Ríkisendurskoðun á og hvetur
fjárlaganefnd til að kalla mennta-
málaráðherra, innanríkisráðherra,
velferðarráðherra og umhverfis-
ráðherra á sinn fund og krefja þá
svara um hvernig tekið verði á
rekstrarvanda stofnana með veru-
legan uppsafnaðan halla.
Sigríður Ingibjörg Inga dóttir,
formaður fjárlaganefndar, segir
að fyrr á árinu hafi nefndin fundað
með ráðuneytisstjórum hluta
þessara ráðuneyta, auk þess sem
farið hafi verið yfir veikleikamat
fjármálaráðuneytisins á fram-
kvæmd fjárlaga 2012.
Hún kveðst fagna ábendingu
Ríkisendurskoðunar, sem sé í takt
við þá vinnu sem þegar hafi verið
hafin á vettvangi nefndarinnar. Á
næstu dögum verði kallaðir fyrir
nefndina þeir ráðherrar sem málið
varðar. „Enda var það niðurstaða
okkar í nefndinni, eftir að hafa
fundað með ráðuneytisstjórunum,
að eðlileg næstu skref væru að fá
til fundar ráðherra sem bera á mál-
inu pólitíska ábyrgð.“ Í framhald-
inu segir hún standa til að fjárlaga-
nefnd skili, í fyrsta sinn, skýrslu til
Alþingis um framkvæmd fjárlaga
2012, en nefndin hafi, af því til-
efni, fundað um uppfært veikleika-
mat með Ríkisendurskoðun og fjár-
málaráðuneyti í gær. - óká
SIGRÍÐUR INGI-
BJÖRG INGADÓTTIR
FYLGJAST MEÐ Á ALÞINGI Starfsfólk Landspítalans fjölmennti á þingpalla í nóvember
síðastliðnum þegar rædd voru fjárlög þessa árs. Landpítalinn hefur mátt þola mikinn
niðurskurð síðustu ár og er með langmestan skuldahala frá fyrri árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vilja láta taka á uppsöfn-
uðum halla ríkisstofnana
Ráðherrar þurfa að svara fyrir uppsafnaðan halla stofnana á fundi með fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðun
gagnrýnir skort á viðbrögðum vegna vandans og bendir á 19 stofnanir með mestan uppsafnaðan halla.
Stofnanir með verulegan uppsafnaðan vanda
Stofnun Halli í árslok 2011 (m.kr.) Staða m.v. áætlun 2012
Landspítali 2.967 Óleystur
Heilsugæsla á höfuðb.svæðinu 449 Óleystur
Landbúnaðarháskóli Íslands 317 Óleystur
Lyfjastofnun 184 Óleystur
Vatnajökulsþjóðgarður 169 Engin svör
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 141 Óleystur
Heilbrigðisst. Suðurlands 137 Óleystur
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum 134 Óleystur
Sólvangur, Hafnarfirði 127 Engin svör
Heilbrigðisst. Austurlands 114 Óleystur
Lögreglustj. á höfuðb.svæðinu 73 Óleystur
Ríkislögreglustjóri 59 Óleystur
Veðurstofa Íslands 56 Óleystur
Útlendingastofnun 29 Óleystur
Tilr.st. Háskólans að Keldum 25 Óleystur
Sýslumaðurinn í Borgarnesi 25 Óleystur
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 18 Gæti leyst
Rannsóknanefnd umferðarslysa 8 Óleystur
Rannsóknanefnd flugslysa 5 Óleystur
HEIMILD: RÍKISENDURSKOÐUN
Í leiðara blaðsins á þriðjudag var sagt
að aukinn kostnaður atvinnulífs og
heimila vegna fjölgunar skipulags-
daga væri fjórar milljónir króna sam-
kvæmt útreikningum SA. Þar átti að
standa fjórir milljarðar.
LEIÐRÉTT
TÆKNI Tæknirisinn Google
hefur fengið leyfi til að nota bíl
án ökumanns í Nevada-ríki í
Banda ríkjunum. Bíllinn notar
mynda vélar, GPS-tæki og fjar-
lægðarmæla til að komast leiðar
sinnar, samkvæmt fréttavef BBC.
Áður höfðu fengist leyfi til að
aka bílnum í tilraunaskyni, en þá
með því skilyrði að ökumaður væri
um borð til að taka við stjórninni
ef tölvukerfið klikkaði.
Bíllinn, sem er af gerðinni
Toyota Prius, hefur nú ekið um
225 þúsund kílómetra. Hann hefur
einu sinni lent í óhappi, þegar
ökumaður annars bíls ók aftan á
mannlausa bílinn. - bj
Google þróar mannlausan bíl:
Fá leyfi fyrir bíl
án ökumanns
BRETLAND Rúmlega fertug bresk
kona, sem til þessa hefur gengið
undir nafninu Dawn McManus,
hefur skipt um nöfn. Í staðinn
fyrir eitt eiginnafn og eitt ættar-
nafn eru nú komin 160 eiginnöfn
og svo kenninafnið Dreams.
Nafnaromsan byrjar svona:
„Red Wacky League Antlez Broke
the Stereo Neon Tide Bring Back
Honesty Coalition Feedback,“ svo
blábyrjunin sé tilgreind, og svo
kemur í lokin þessi runa: „Dani-
el Mayes Matthew Kitching Josh
Bennett Evolution Dreams.“ Þetta
er nú löglega skráð nafn hennar
hjá breskum stjórnvöldum. - gb
Bresk kona skiptir um nöfn:
Ber nú hundrað
og sextíu nöfn
DÓMSMÁL Kaupsýslumaðurinn Aron
Pétur Karlsson neitaði alfarið sök
þegar fjársvikamál á hendur honum
var þingfest í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Aron er sakaður um að
hafa svikið 114 milljónir króna af
Arion banka, Glitni og Íslandsbanka
vegna viðskiptafléttu með stórhýsi
sem hann seldi kínverska alþýðulýð-
veldinu undir sendiráðsbústað.
„Ég lýsi mig saklausan af öllum
sakargiftum,“ sagði Aron þegar
Ragnheiður Harðardóttir héraðs-
dómari innti hann eftir afstöðu
hans til ákærunnar. Þá mótmælti
hann jafnframt kröfu um upptöku
milljónanna 114, sem beint er
gegn eignar haldsfélagi hans, AK
fasteignum.
Í málinu er Aron sakaður um
að hafa blekkt bankana til að
létta veðum af fasteigninni með
því að kynna þeim marklaust til-
boð í hana frá indversku fyrir-
tæki, þegar fyrir hafi legið að
Kínverjar væru reiðubúnir að
kaupa það á mun hærri fjárhæð.
Saksóknarinn Finnur Vil-
hjálmsson mótmælti fyrir dómi
í gær skipun Jóns Þórs Ólasonar
sem verjanda AK fasteigna, þar
sem Jón Þór væri á lista ákæru-
valdsins yfir vitni í málinu. Mál-
flutningur verður um þetta atriði
í næstu viku. - sh
Tekist á um hvort vitni ákæruvaldsins má vera verjandi í sakamáli:
Aron neitar sök í sendiráðsmáli
EKKERT AÐ SEGJA Aron Pétur vildi ekkert
tjá sig um málið við fjölmiðla í Héraðs-
dómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NOREGUR Tveir norskir piltar, 18
og 19 ára gamlir, hafa verið hand-
teknir grunaðir um að hafa staðið
fyrir umfangsmiklum netárásum
undanfarnar vikur.
Á fréttavef BBC kemur fram
að piltarnir séu meðal annars
grunaðir um að hafa gert svo-
kallaðar álagsárásir á vef bresks
lögregluembættis sem berst gegn
skipulegum glæpasamtökum.
Þeir eru einnig grunaðir um
sams konar álagsárásir á vef-
svæði norska lottósins og þýska
dagblaðsins Bild. - bj
Tveir norskir piltar handteknir:
Grunaðir um
árásir á netinu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
26°
25°
15°
26°
27°
16°
16°
24°
17°
26°
21°
30°
10°
26°
21°
15°
Á MORGUN
5-10 m/s.
MÁNUDAGUR
Vaxandi S-átt.
3
4
4
4
7
7
1
5
5
6
6
5
5
6
5
4
3
3
5
4
2
2
10
9
9
8
8 10
12
9
9
8
BREYTINGAR Á
NÆSTUNNI Rólegt
og gott veður víð-
ast hvar á landinu
í dag en seint á
morgun nálgast
landið lægð með
vaxandi sunnanátt
og rigninu á laugar-
dag. Á sunnudag
snýst hvassa norð-
austanátt með
kólnandi veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður