Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA Bio Effect húðdropar frá íslenska fyrirtækinu Sif Cosmetics eru mest selda snyrtivaran um borð í vélum þýska flugfélagsins Lufthansa. Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Sif Cosmetics, segir þetta góðan árangur ekki síst í ljósi þess að tiltölulega skammt sé síðan flugfélagið tók vöruna í sölu. „Þetta er frábært þar sem droparnir fóru í sölu hjá félaginu í febrúar.“ Eiríkur getur þess að dropunum hafi sömuleiðis verið vel tekið af farþegum erlendu flugfélaganna Swiss Air og KLM. „Samkvæmt forsvarsmönnum Swiss Air má þakka augljósum áhrifum af notkun dropanna góða sölu en þeir innihalda frumuvaka sem stuðla að endurnýjun húðarinnar.“ Sif Cosmetics er með dreifingaraðila fyrir vörur sínar í 42 löndum um allan heim og bættist Tyrkland síðast við þau. „Við höfum náð mjög góðum árangri og þá sérstaklega í Evrópu,“ segir Eiríkur. Vörur Sif Cosmetics hafa ekki síst verið eftirsóttar hérlendis. Reyndar segir Eiríkur vinsældir varanna vera slíkar að hreinlega hafi gengið erfiðlega að finna konur í prófanir sem hafi ekki þegar reynt húðdropana á eigin skinni. „Við höfum því gert sérfræðinga okkar út af örkinni og erum núna í samstarfi við starfsmannafélag Grunnskóla Vestmanna- eyja um prófanir,“ segir hann. „Gerðar voru grunnmælingar á ástandi húðar 24 kennara við skólann. Þeir fengu svo afhenta vöru sem er í þróun hjá okkur til að bera á andlitið í mánuð og að því loknu verður árangurinn mældur.“ ■ rve GÓÐAR VIÐTÖKUR SELJAST VEL Húðdropar frá Sif Cosmetics hafa á tiltölulega skömmum tíma orðið mest selda snyrtivaran hjá þýska flugfélaginu Lufthansa. Vörunum hefur sömuleiðis verið afar vel tekið af flugfarþegum Swiss Air og KLM. NÝSTÁRLEG TÆKNI Sif Cosmetics þróar og selur dagkrem, húð- dropa og -næringu. Vör- urnar innihalda frumu- vaka sem stuðla að endurnýjun húðarinnar. Þeir eru framleiddir úr byggfræjum í samstarfi við ORF Líftækni. Kjólar fyrir öll tækifæri NÝ SENDING AF KJÓLUM Í ST. 36–48. 20% afsl. af öllum vörum Útskriftina, brúðkaupið eða vinnuna. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flottar sumarvörur fyrir flottar konur st. 40 – 58 NÝ SENDING AF SUMARTÖSKUM Verð 11.500 kr. Kapphlaupið heldur áfram á Stöð 2 í kvöld FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.