Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 44

Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 44
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR32 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is ÍRSKI TÓNLISTARMAÐURINN BONO á afmæli í dag. „Tónlist getur breytt heiminum, því hún getur breytt fólki.“ 52 Á þessum degi árið 1994 tók Nelson Mandela við völdum sem forseti Suður-Afríku. Einungis fjórum árum fyrr var honum sleppt úr fangelsi í Suður- Afríku, eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár. Mandela leiddi baráttu gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku og var dæmdur ábyrgur fyrir skemmdarverkum og fleiri afbrotum. Meirihluta fangelsisvistarinnar var hann látinn dúsa í litlum fangaklefa á Robben-eyju. Eftir að Mandela var sleppt úr haldi árið 1990 fór hann fyrir Afríska þjóðarráðinu í samningaviðræðum um lýðræðislegar kosningar. Mandela bauð sig fram í þeim kosningum og varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku. Hann sat í embætti til ársins 1999. Mandela hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Hann hefur, eftir að hann lét af völdum, meðal annars beitt sér í baráttunni gegn alnæmi. Í fangelsinu á Robben-eyju var hann fangi númer 46664 en það númer hefur hann einmitt notað í þeirri baráttu. ÞETTA GERÐIST: 10. MAÍ 1994 Nelson Mandela verður forseti „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og við erum mjög stoltar,“ segir Ingibjörg Péturs dóttir iðjuþjálfi, sem ásamt Maríu Björk Viðars dóttur kerfisfræðingi hefur hannað og gefið út spilið Geymt en ekki gleymt – Spil fyrir fólk með fortíð. Spilið er einkum ætlað eldra fólki og segir Ingibjörg það henta sérstaklega fólki með minnisskerðingu, þótt fleiri geti einnig haft af því ánægju. Tildrögin að hönnun spilsins, sem ætlað er að skerpa athygli, einbeit- ingu og minni og vekja minningar sem stuðla að bættum samskiptum á milli þátttakenda og aðstandenda þeirra, voru mikil reynsla Ingibjargar af starfi með öldruðum og fólki með heilabilun. „Svo veiktist ég sjálf, varð að hætta að vinna og sat þá eftir með reynslu sem ég gat ekki nýtt til neins,“ segir Ingibjörg. „Ég gekk með hugmyndina að spilinu í maganum í nokkurn tíma og ákvað svo að láta slag standa með hjálp vinkonu minnar, Maríu Bjarkar Viðarsdóttur kerfisfræðings. Hún sá um tæknilegu hliðina meðan ég sá um útfærsluna á sjálfu spilinu. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein. Ég vissi af fenginni reynslu að minnisskert fólk hefur mjög gaman af að skoða myndir og man oft vel eftir því sem gerðist fyrir löngu síðan þótt það muni kannski ekki hvað gerðist í gær.“ Spilið samanstendur af spjöldum með myndum af ýmsum þekktum stöðum og byggingum á Íslandi, sem teknar voru af Mats Wibe Lund ljós- myndara, fuglamyndum eftir Jóhann Óla Hilmarsson ljósmyndara og einnig myndum af þekktum Íslendingum, lífs og liðnum. Í tengslum við myndirnar rifja þátttakendur svo upp í sameiningu atburði sem tengjast þeim og lýsa jafn- vel reynslu úr eigin lífi. Ingibjörg og María hafa unnið að spilinu í rúmt ár. „Við sjáum sjálf um pakkningu og sölu og þetta hefur verið ansi mikil vinna. María vill að við gerum annað spil, hugsanlega með myndum af yngra fólki, en ég er ekki alveg jafn viss enda er ég eldri en hún,“ segir Ingibjörg og hlær. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér spilið eða kaupa það geta litið inn á Facebook.com/geymtenekkigleymt. kjartan@frettabladid.is GEYMT EN EKKI GLEYMT: SPIL FYRIR FÓLK MEÐ FORTÍÐ Skerpir athygli og einbeitingu GEYMT EN EKKI GLEYMT Ingibjörg og María eru stoltar af spilinu sem þær hafa unnið að í rúmt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG HÁKONÍA HJARTARDÓTTIR lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 6. maí. Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 14. maí kl. 13:00. Þórarinn Ingi Jónsson Smári Þórarinsson Rósa Þórarinsdóttir Magnús Andrésson Björk Þórarinsdóttir Kristinn Pétursson Örvar, Nói, Vala, Ívar, Alexander, Sindri, Þröstur og Adda og langömmustelpurnar Alda, Gabríela Sif og Þórey Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN SÓLEY JÓNSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni 7. maí 2012. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.00. Árni Guðbjartsson Bogga Jóna Maggi Guðbjartur Sigrún Elva Logi og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ÞÓRARINSDÓTTIR Hlíðarvegi 62a, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 7. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. maí kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Hugo Rasmus María Játvarðardóttir Tómas Rasmus Hlíf Erlingsdóttir Steinunn Rasmus Jón Árni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR S. M. SVEINSSON fv. framkvæmdastjóri, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram föstudaginn 11. maí frá Víðistaðakirkju kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingveldur Óskarsdóttir Ingigerður Einarsdóttir Óskar Einarsson Unnur Gunnarsdóttir Gyða Einarsdóttir Bjarni Ólafur Bjarnason Hildur Einarsdóttir Sveinn Axel Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, MARGRÉT V. AÐALSTEINSDÓTTIR Kleppsvegi 58, Reykjavík, sem lést laugardaginn 28. apríl á Hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00. Sigurður Berg Bergsteinsson Óskar Sigurðsson Katarzyna S. Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Hörður Benediktsson Hafdís Björg Sigurðardóttir Óskar Ásgeirsson Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir Valdís Ingunn Óskarsdóttir Markus Georg Óskarsson Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Brynjar Valdimarsson Eiginkona mín, móðir okkar, amma, langamma og systir, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Kvígindisfelli, Tálknafirði, sem lést 27. apríl á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi, verður jarðsett frá Tálkna fjarðar- kirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðmundsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDEGARD ÞORGEIRSSON (Fædd Reiss) Dvalarheimilinu Ási. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir sendum starfsfólki á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði fyrir hlýhug og góða umönnun. Hafsteinn Þorgeirsson Þorgeir Hafsteinsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir Karín H. Hafsteinsdóttir Ríkharður Hrafnkelsson Sigurður H. Hafsteinsson Helga Möller Davíð E. Hafsteinsson Helga B. Marteinsdóttir Hafsteinn E. Hafsteinsson Hafdís Hafsteinsdóttir Arnar Guðnason barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.