Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 50
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR38
ÁLFASALAN 2012
Gestir og gangandi í Öskjuhlíð geta um
þessar mundir skoðað verk nemenda á
fyrsta ári í arkitektúr við Listaháskóla
Íslands.
Þeir fengu það verkefni að skoða og
greina mismunandi not borgarbúa á
Öskjuhlíðinni.
Afrakstur þeirrar vinnu birtist nú í
innsetningum sem nemendur hafa sjálfir
smíðað og nota til að magna upp stemn-
ingu eða getu á þeim stöðum sem þau eru
að vinna með.
Hóparnir unnu með upplifunarferli
barna, samskipti kanína og manna,
strekkiþörf hlaupara, leyndar lausagöng-
ur hundaeigenda og trjáhús klifrarans.
Verkin standa einungis í Öskjuhlíðinni
í örfáa daga.
Innsetningar í Öskjuhlíð
NEMAR GREINDU NOT BORGARBÚA Á ÖSKJUHLÍÐ Þessi smíð er á meðal
verka sem sjá má í Öskjuhlíðinni um þessar mundir.
Í landi óskasteinsins nefnist mynd-
listarsýning Aðalheiðar Valgeirsdótt-
ur sem opnuð verður í sal íslenskrar
grafíkur í Hafnarhúsinu á laugardag.
Verkin á sýningunni vann Aðal-
heiður á vinnustofu sinni í Biskups-
tungum. Málverkin segir hún
verða til vegna beinna hughrifa frá
umhverfinu í sveitinni svo úr verði
birtingarmyndir samtals manns og
náttúru. Aðalheiður lauk námi frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1978 og BA prófi í listfræði frá
Háskóla Íslands 2011. Hún hefur
haldið fjölda sýninga hér á landi og
erlendis.
Sýningin verður opnuð klukkan 16
og stendur til 27. maí.
Í landi óskasteinsins
Chrissie Telma Guðmundsdóttir
heldur útskriftartónleika sína í
Þjóðmenningarhúsinu á laugar-
dag en hún lýkur diplómanámi
á fiðlu frá Listaháskóla Íslands
í vor.
Á efnisskrá eru Adagio í E-dúr,
KV 261 eftir W.A. Mozart, partíta
nr. 2 í d-moll, BWV 1004 eftir J.S.
Bach, Intermezzo úr ballettinum
Dimmalimm eftir Atla Heimi
Sveinsson, Jealousy eftir Jacob
Gade og Fiðlusónata í A-dúr eftir
C. Franck.
Píanóleikari er Richard Simm en
tónleikarnir hefjast klukkan 18.
Leikur Bach
og Mozart
ÞRIÐJA BÓKIN Sögurnar um Maxímús
Músíkús hafa verið þýddar á fjölda
tungumála.
Maxímús Músíkús bjargar ball-
ettinum er heiti þriðju bókarinnar
um músina tónelsku sem nýverið
var gefin út. Í henni segir frá því
þegar Maxímús Músíkús kemur
heim eftir hressandi morgun-
göngu og hittir fyrir hópa af
börnum sem dansa svo vel að
Maxi verður forvitinn og fer að
velta fyrir sér hvar þau hafi lært
svo vel að dansa.
Áður eru komnar út bækurnar
Maxímús heimsækir hljómsveit-
ina og Maxímús trítlar í tónlistar-
skólann. Höfundarnir, Hallfríður
Ólafsdóttir og Þórarinn Már Bald-
ursson, eru tónlistarmenn og leika
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sögurnar um Maxa hafa verið
fluttar á fjölmörgum tón leikum
og bækurnar um hann hafa komið
út á ensku, þýsku, kóresku og
færeysku. Geisladiskur fylgir
bókinni.
Maxímús og
ballettinn
AÐALHEIÐUR VALGEIRSDÓTTIR Sýnir
verk sem unnin voru í Biskupstungum.