Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 51

Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 51
FIMMTUDAGUR 10. maí 2012 39 Átta hljómsveitir koma fram á tónleikunum Rokk í Reykjavík 2.0 sem haldnir verða á Gamla Gauknum þann 24. maí næst- komandi. Það er belgískur læknir, Wim Van Hooste, sem stendur fyrir tón- leikunum en þeir eru haldnir í til- efni af 30 ára afmæli kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík og á þeim verða flutt lög úr myndinni. Van Hooste þessi er mikill áhugamaður um íslenska tónlist og deilir þeim áhuga með hverjum sem hafa vill á tónlistar- blogginu Icelandmusic.blogspot. com. Sjálfur verður Van Hooste 41 árs á tónleikadaginn og tón- leikarnir því á sama tíma afmælis- veisla fyrir hann. Hljómsveitin Fræbbblarnir verður aðalnúmer kvöldsins, en hún á að baki sér rúmlega 30 ára feril og kom meðal annars fram í hinni ódauðlegu mynd Frið- riks Þórs á sínum tíma. Hljóm- sveitin Q4U lék einnig í myndinni og kemur til með að gleða gesti Gauksins með nokkrum slögurum. Aðrar hljómsveitir sem koma til með að stíga á stokk og taka lagið verða Sudden Weather Change, Æla, Mosi frændi, Morðingjarnir, Dr. Gunni og Hellvar. - trs Flytja lög úr Rokk í Reykjavík SPILAÐI Í MYNDINNI Hljómsveitin Fræbbblarnir verður aðalnúmer kvöldsins á Gauknum, en hún spilaði meðal annars í mynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík, sem á að heiðra með tónleikunum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 10. maí 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Karlakór Kjalnesinga flytur íslensk og rússnesk sönglög auk nýútsettrar Elvis- syrpu á tónleikum í Langholtskirkju. 20.00 Bogi Haraldsson heldur útskriftartónleika úr LHÍ í Þjóðmenn- ingarhúsinu. 21.00 Styrktartónleikar fyrir uppbygg- ingu á listasmiðju Galtarvita verða haldnir í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2A, Reykjavík. Fram koma Hjaltalín, Snorri Helgason, Tilbury, Mr. Silla og Borko. Aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Kvikmyndir 14.00 Kvikmyndin Spur der Steine (Spor steinanna) verður sýnd á þýsku kvikmyndahátíðinni í Kamesi Borgar- bókasafnsins, Tryggvagötu 15. Aðgangur ókeypis. 17.00 Kvikmyndin Abschied von Gestern (Kveðja frá gærdeginum) verður sýnd á þýsku kvikmyndahátíðinni í Kamesi Borgarbókasafnsins, Tryggva- götu 15. Aðgangur ókeypis. ➜ Málþing 09.00 Alþjóðleg ráðstefna um Sameigin- lega öryggis- og varnamálastefnu Evrópu- sambandsins og hvaða áhrif hún gæti haft á Ísland, gerist landið aðili að sam- bandinu, verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík. Það er NEXUS, rannsóknarvett- vangur á sviði öryggis- og varnar mála og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sem boða til ráðstefnunnar sem fer fram á ensku og er öllum opin. ➜ Tónlist 20.30 Hin færeyska Eivör Pálsdóttir kemur fram ásamt bandinu 1860 á tón- leikaröðinni Kaffi, kökur & rokk & ról i Edrú- höllini, Efstaleiti 7. Aðgangseyrir er kr. 500. 21.00 Sudden Weather Change, Heavy Experience og Oyama blása til vorgleði á skemmtistaðnum Faktorý. Aðgangs- eyrir er kr. 500. 21.00 Halli Reynis kemur fram á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og geisladiskar verða til sölu á staðnum. 21.00 Skuggabandið (The Shadows Tribute Band) leikur á Kaffi Rós í Hvera- gerði. Bandið er skipað tvennum pörum af feðgum. Á efnisskránni verða helstu slagarar The Shadows. Sérstakur gestur verður Kliff Richard. 21.00 Hljómsveitirnar Þoka og Funk That Shit spila í kjallara Bar 11. Að- gangur er ókeypis og DJ mætir í búrið að tónleikum loknum. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Agent Fresco kemur fram á styrktartónleikum á Hressó til styrktar Krabbameinsfélaginu. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaseríu gogoyoko og Hressó til styrktar þeim sem minna mega sín og velur hljómsveitin hverju sinni það málefni sem hún kýs að styrkja. ➜ Fyrirlestrar 17.15 Guðmundur Halldórsson skor- dýrafræðingur flytur erindi í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a. Hann talar um orma og önnur skordýr í garðinum. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Katrín Brynja Hermannsdóttir Blaðamaður, Flugfreyja hjá Icelandair og þriggja barna móðir. Skin Doctors vörurnar eru nú fáanlegar í Hagkaupum Kringlunni, Smáralind, Garðabæ og Holtagörðum. „Þegar húðin er ekki hundrað prósent, og gæti sennilega flokkast sem vandamálahúð, er maður einhvern veginn alltaf að leita að rétta kreminu (alveg eins og leitinni að besta maskaranum og gallabuxunum virðist aldrei ljúka). Superfacelift andlitskremið hefur allt öðruvísi áferð en ég hef komist í kynni við áður. Í því eru örfín korn sem innihalda A-vítamín (Retinol) sem er eitt það besta sem húðin getur fengið. Mælt er með því að setja Skinactive rakakrem yfir Superfacelift en þar sem mín húð er feit á yfirborðinu, þá ég sleppi því og útkoman er frábær. Kremið er hvorki of feitt, né of þurrt og mér líður (ég held ég geti sagt í fyrsta sinn!) vel í húðinni og þarf ekki sífellt að pæla í því hvort ég þurfi að púðra eða “blotta”. „Áferðin á húðinni hefur breyst, hún er þéttari og ég sé ekki betur en að hrukkur í kringum augun hafi grynnkað!! Mæ ómæ, er það ekki eitthvað sem við þráum allar?“ „Eyetuck augnkremið hef ég borið á mig samviskusamlega kvölds og morgna í fimm vikur og þegar ég var að rýna í baksýnis- spegilinn í bílnum, bara svona til að taka stöðuna á lúkkinu, þá sneri ég höfðinu á alla kanta því ég sá ekki þreytu-ættarpokana undir augunum. Getur það verið að kremið hafi þessi áhrif? :)“ Af hverju Eyetuck? Skilvirk augnmeðferð hönnuð til þess að berjast við poka undir augum. Klínískar rannsóknir sýna fram á allt að 95% árangur hjá þeim sem hafa prófað. Af hverju Superfacelift? „Andlitslyfting í krukku“. Örsmátt hjúpað A-vítamín (Retinol) viðheldur ferskleika virku efnanna og tryggir framúrskarandi árangur. ÁLFASALAN 2012 Opið laugard. kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.