Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 10. maí 2012 47 „Við ætlum að fagna vorinu,“ segir Raggi Bjarna sem heldur Vorkvöld í Reykjavík í Eldborgar- sal Hörpu laugardaginn 12. maí. „Harpan er staðurinn fyrir svona tónleika. Þarna er líka hægt að horfa á Akrafjallið og Esjuna.“ Með honum stíga á svið Eivör Pálsdóttir, Guðrún Gunnars dóttir, Diddú, Björn Jörundur Frið- björnsson, Bjarni Arason, Álfta- gerðisbræður og Óskar Péturs- son ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar. „Þetta er hörkulið,“ segir Raggi, sem útilokar ekki að þetta verði árlegur viðburður. „Það er svo mikið af jólatónleikum að það er kannski sniðugt að hafa vorhá- tíð hvert vor þar sem Íslendingar koma, horfa á Esjuna og njóta sín.“ Aðspurður segist hinn 77 ára Raggi vera í flottu formi og lofar hann skemmtilegum tónleikum. Um tvenna tónleika er að ræða. Þeir fyrri hefjast klukkan 16 og hinir síðar kl. 20. Miðasala fer fram á Midi.is. - fb Í FLOTTU FORMI Hinn 77 ára Raggi Bjarna er í hörkuformi um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁLFASALAN 2012 Fagnar vorinu í Eldborginni Leikkonan Mila Kunis kom manni til aðstoðar á laugardag þegar hann fékk flogakast. Maðurinn var við störf á heimili leikkonunn- ar þegar atvikið átti sér stað. Kunis bað vinkonu sína um að hringja eftir aðstoð á meðan hún passaði upp á að maðurinn kafnaði ekki á meðan á kastinu stóð. Hún beið við hlið hans allt þar til sjúkraflutningamenn komu á staðinn, en maðurinn mun ná sér að fullu, greina bandarískir fjöl- miðlar frá. Kunis bætist hér með í ört stækkandi hóp leikara er hafa bjargað lífi fólks. Bjargaði mannslífi BJARGVÆTTUR Mila Kunis kom manni til aðstoðar þegar hann fékk flogakast. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Lopez á tvíburana Max og Emme en segist vel geta hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni. „Það væri sannkölluð blessun að eignast fleiri börn því þau færa manni þvílíka hamingju og gleði og halda manni jarð bundnum,“ sagði Lopez sem vinnur hörðum höndum þessa dagana. Auk þess að starfa sem dómari í American Idol fer hún með hlutverk í kvik- myndinni What to Expect When You’re Expecting og undirbýr tónleikaferðalag til að fylgja eftir nýrri plötu sinni. Lopez er skilin við barnsföður sinn, söngvarann Marc Anthony, og hóf nýverið samband með dansaranum Casper Smart. Börn eru blessun BÖRN ERU BLESSUN Jennifer Lopez gæti vel hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Ofurfyrirsætan Linda Evangelista og milljarðamæringurinn Franco- is-Henri Pinault náðu sáttum um meðlagsgreiðslur Pinault til Evan- gelistu. Fyrirsætan hafði farið fram á rúmar 5,7 milljónir króna á mánuði í meðlag. „Báðir aðilar komust að sam- komulagi um meðlagsgreiðslur í gegnum síma. Þetta samkomu- lag verður kynnt fyrir dómi fyrir helgi,“ sagði lögmaður Evangel- istu fyrir rétti á mánudag. Evangelista og Pinault eign- uðust saman soninn Augie eftir stutt samband og fram að þessu hefur Pinault tekið lítinn sem engan þátt í uppeldi sonarins. Samkomulag náðist loks NÁÐU SÁTTUM Linda Evangelista fær loks meðlag frá barnsföður sínum, milljarðamæringnum François-Henri Pinault. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.