Fréttablaðið - 10.05.2012, Page 60
48 10. maí 2012 FIMMTUDAGUR
Tónleikar til styrktar Galtarvita
verða haldnir í Gamla bíói í kvöld
og munu sveitir á borð við Til-
bury og Hjaltalín stíga á svið um
kvöldið. Allur ágóði tónleikanna
rennur í uppbyggingu á lista-
smiðju á staðnum.
Ólafur Jónasson, eða Óli viti
eins og hann er gjarnan nefndur,
keypti vitann árið 2000 og hefur
rekið listasmiðju á svæðinu síðan
2001. Meðlimir hljómsveitarinnar
Múm voru fyrstir til að nýta sér
aðstöðuna árið 2001 og hafa verið
dyggir stuðningsmenn Galtarvita
allar götur síðan.
„Ríkið seldi vitann árið 2000 og
ég ákvað að bjóða í hann og fékk
hann. Ég heimsótti þó ekki svæðið
fyrr en ég hafði eignast vitann og
kolféll þá fyrir staðnum og út frá
því fæddist hugmyndin um að nota
staðinn undir hvers kyns listsköp-
un,“ útskýrir Ólafur. Vitinn stend-
ur í Keflavík á Vestfjörðum og
þangað liggja engir bílvegir. Þess
í stað kýs fólk annað hvort sjóleið-
ina eða að ganga með föggur sínar
frá Skálavík. Þar er heldur ekkert
símasamband og eina útvarpsstöð-
in sem næst er gamla góða Gufan.
„Þarna losnar maður algjörlega
undan öllu áreiti,“ segir Ólafur og
bætir við að hugmyndin sé að reka
áfram athvarf fyrir skapandi fólk
og ferðamenn á staðnum. „Hér
verður hægt að fara í gönguferðir,
njóta lista og hugleiða, það er allt
inni í þessu,“ segir hann og hlær.
Hljómsveitirnar Hjaltalín, Til-
bury, Mr. Silla, Borko og Snorri
Helgason koma fram á tón-
leikunum í kvöld og mun ágóði
þeirra renna til áframhaldandi
uppbyggingu og viðhalds á húsa-
kosti Galtarvita. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21 og kostar 1.500
krónur inn. - sm
Keypti Galtarvita
TÓNLEIKAR FYRIR GALTARVITA Ólafur
Jónasson stendur fyrir tónleikum til
styrktar Galtarvita. Hljómsveitirnar
Tilbury og Hjaltalín eru á meðal þeirra
sem munu koma fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikarinn Johnny Depp sagðist í
viðtali við The Sun vera ánægður
í dag og mundi ómögulega vilja
endurlifa æskuár sín.
Foreldrar Depp skildu þegar
leikarinn var fimmtán ára gamall
og upplifði hann mikla sorg í
kjölfarið. „Maður verður svo-
lítið brotinn eftir slíkt og svo
þegar manni vegnar loks vel kann
maður ekki að gleðjast yfir því.
Maður finnur fyrir tómleika og ég
var reiður allt þar til ég stofnaði
mína eigin fjölskyldu. Fram að
því kunni ég ekki að meta lífið
en sem betur fer rankaði ég við
mér,“ sagði Depp og þakkar
börnum sínum tveimur þennan
aukna lífskraft.
Glaður í föð-
urhlutverki
ÁNÆGÐUR Í DAG Johnny Depp segist
ekki hafa kunnað að meta lífið þar til
hann varð pabbi. NORDIPHOTOS/GETTY
Blunderbuss er fyrsta sólóplata
Jacks White. Fram að þessu hefur
hann gefið út efni með hljóm-
sveitunum sínum White Stripes,
The Raconteurs og Dead Weather
ásamt því að stjórna upptökum og
gefa út aðra listamenn hjá plötu-
fyrirtækinu Third Man Records
sem hann starfrækir í Nashville.
White hefur allan ferilinn byggt
sína tónlist á gömlum grunni. Tón-
list White Stripes var til dæmis
gamall blús, uppfærður og að-
lagaður að nýjum tíma og nýjum
hlustendahópi. Tón listin á Blunder-
buss er líka endurvinnsla, aðal-
lega á tónlist áttunda áratugar-
ins. Platan byrjar á stefi spiluðu á
Fender Rhodes píanó og rafmagns-
gítar, gæti verið tekið frá einhverri
70´s proggsveitinni. Næsta lag
byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC
og svo blandast inn í gítarrokkið
þessi fíni Hammond-orgelhljómur.
Og á sama hátt er hægt að finna
skírskotun í tónlistar söguna í
flestum lögunum á plötunni.
Níunda lagið, Trash Tongue Talker,
er til dæmis eins og rokkuð útgáfa
af Elton John…
Þó að White sæki mikið í söguna,
þá er þetta engin hermi plata; við
erum langt frá sveitum eins og
The Darkness svo dæmi sé nefnt.
Jack White býr til nýtt úr gömlu og
útkoman er fyrst og fremst hans.
Blunderbuss hefur sterkan heildar-
svip sem næst með söngnum, gítar-
leiknum og hljómnum á plötunni
sem er mjög flottur. Blunderbuss
er lítið meistaraverk; þrettán lög,
hvert öðru betra. Ein af bestu
plötum ársins hingað til.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Jack White með eina af
plötum ársins.
Endurvinnslukóngurinn
NÚMER EITT Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White og sú fyrsta eftir hann sem fer á topp bandaríska Billboard-listans.
Tónlist ★★★★★
Blunderbluss
Jack White
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas
ÍSLENSKUR TEXTI / ENGLISH SUBTITLES
FIMMTUDAGUR: CORIOLANUS 17:30, 20:00, 22:30 JANE
EYRE 17:30, 20:00, 22:30 IRON SKY 18:00, 20:00, 22:30
LÓNBÚINN 18:00, 19:00 SVARTUR Á LEIK (ÍSL. TEXTI)
20:00, (ENG. SUBS) 22:00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
6.-9. MAÍ
NÁTTÚRAN KENNIR SKEPNUM
AÐ ÞEKKJA VINI SÍNA
CORIOLANUS
RALPH FIENNES / GERARD BUTLER
SJÁÐU DAGSKRÁNA Á
WWW.SHORTSDOCSFEST.IS
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BRAVEHEART
KEMUR FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ
MEL GIBSON Í FANTAFORMI!
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 10.10 16
GRIMMD (BULLY) KL 5 45 8. . - 10
21 JUMP STREET KL. 10.15 14
MIRROR MIRROR KL. 5.40 L
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
- V.G. - MBL.
FASTEST ÓTEXTUÐ KL. 8 16
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
THE AVENGERS 3D KL. 5 - 8 - 10.30 10
THE AVENGERS 3D LÚXUS KL. 5 - 8 10
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 3.30 L
L ÍORAX - SLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L
HUNGER GAMES KL. 5 12
S ÁVARTUR LEIK KL. 5.30 16
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10 16
THE RAID KL. 10 16
(GRIMMD B )ULLY KL. 8 10
21 JUMP STREET KL. 6 14
MIRROR MIRROR KL. 6 L
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
-Þ.Þ., FT/SVARTHÖF IÐI. S
THE RAID 8 og 10.10
THE AVENGERS 3D 7 og 10
21 JUMP STREET 8
AMERICAN PIE: REUNION 5.30
HUNGER GAMES 10.20
LORAX 3D 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA
T.V. -SÉÐ OG HEYRT
HÖRKU
HASAR
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Empire Total film Variety
Tommi, Kvikmyndir.is
Stærsta ofurhetjumynd allra tíma!
EGILSHÖLL
16
16
14
KRINGLUNNI
ÁLFABAKKA
V I P
12
12
12
12
12
L
L
10
10
10
10
10
10
STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI !
KEFLAVÍK
16
12
10
12
12
10
AKUREYRI
UNDRALAND IBBA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
YFIR 37 ÞÚS. BÍÓGESTIR !