Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Krakkar
veðrið í dag
17. maí 2012
115. tölublað 12. árgangur
KRAKKARFIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 KynningarblaðLeikir og litir, matur, barnavörur, sumarbúðir, barnaherbergi, heimagerðir frostpinnar, hreyfing barna.
BLÓMABREIÐA Í HÁRIÐBrúðkaupsvikan í Barcelona er nýafstaðin en hún er stærsti tískuviðburðurinn á sviði brúðartísku í Evrópu ár hvert. Hér má sjá hönnun Jesus Peiro en hann virðist hugfanginn af hvítum fjöðrum og stórum blómaspöng-um.
K jólinn keypti ég úr Fröken Blóm-fríði á Akureyri. Þær sendu hann til mömmu til að laga hann en ég sá strax að ég yrði að eignast þennan kjól. Hann fór því ekkert til baka í verslunina,“ segir myndlistarkonan Sigríður Huld Ingvarsdóttir þegar blaða-maður forvitnast um bleika sparikjólinn hennar. Hún segist hrifin af gamaldags og klassískum fötum og verslar mikið í Rauða krossinum, Hjálpræðishernum og Frúnni í Hamborg á Akureyri. Fallega kjóla og skó notar hún jafnvel sem stofustáss en þegar kjólasafnið var við það að sprengja fataskápinn ákvað hún að losa sig við nokkra.
„Ég komst inn í listaskóla í Svíþjóð og flyt út í haust. Ég ákvað þess vegna að losa mig við eitthvað af fötum og við Elín María vinkona mín opnuðum síð-una baekurogfot á Facebook. Þar erum við að selja föt og bækur og ýmislegt fleira en bleika kjólinn læt ég þó ekki frá mér,“ segir hún og hlær og bendir líka á gráa Hugo Boss kápu sem hún fékk fyrir smáaura í Rauða krossinum. „Ekki þessa heldur, ég nota hana alltaf þegar ég fer eitthvað fínt,“ segir hún. Sigríður ætlar einmitt að demba sér í bleika kjólinn og kápuna á laugardaginn en þá opnar hún myndlistarsýningu í Boxinu í Listagilinu á Akureyri. „Ég útskrifaðist úr Myndlistaskólan-um á Akureyri á síðasta ári og þetta er fyrsta einkasýningin mín í viðurkenndull É
KLASSÍSKUR STÍLLVEIK FYRIR VINTAGE Myndlistarkonan Sigríður Huld Ingvarsdóttir leitar uppi gersemar í verslunum með notuð föt og yfirfyllir fataskápinn.
KJÓLAKONA Sigríður
Huld Ingvarsdóttir
er mikil kjólakona og
leitar uppi gersemar í
verslunum sem selja
vintage-föt.
MYND/HEIDA.IS
Teg SUGAR - vel fylltur og glæsilegur í A, B, C, D skálum á kr. 8.680,- buxur í stíl á kr. 3.550,-
ROSALEGA FLOTTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • rg.iseirbe
Verð: 17.950 kr.
Fjölnota nuddpúði
Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Fjarstýring.
Sumartilboð
Fosshótela!
SJÁ NÁNAR Á FOSSHOTEL.IS
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is
í dag
Opið
13-18
SJÁVARÚTVEGUR Endurskoðunar-
fyrirtækið Deloitte hafnar með
öllu þeirri gagnrýni sem sér-
fræðingar sjávarútvegsráðu-
neytisins setja fram vegna
útreikninga fyrirtækisins á
áhrifum frumvarpa um stjórn
fiskveiða.
Þorvarður Gunnarsson, for-
stjóri Deloitte, furðar sig á
því að ráðuneytið sendi frá sér
greinargerð svo illa unna sem
raun beri vitni. Greinargerðin
sé „kostuleg lesning“ og fátt ef
nokkuð standist skoðun í gagn-
rýni á þá útreikninga sem Delo-
itte sendi frá sér í apríl. Fyrir-
tækið segir það áhyggjuefni af
hve miklu offorsi starfsmenn
Sjávarútvegsráðuneytisins ráð-
ist gegn heilindum fyrirtækis-
ins í ummælum sínum.
- shá / sjá síðu 8
Deloitte svarar fullum hálsi:
Segja gagnrýni
vart svaraverða
Aserar almennilegir
Jónsi segir að Aserar
séu mjög kurteisir og
almennilegir.
popp 38
VIÐSKIPTI Persónuvernd leggst gegn
auknum heimildum Seðlabankans
til söfnunar persónuupplýsinga til
að stemma stigu við brotum á gjald-
eyrishöftum. Þetta kemur fram í
umsögn um frumvarp til laga um
breytingu á lögum um gjaldeyris-
mál sem stofnunin sendi efnahags-
og viðskiptanefnd í gær.
Persónuvernd telur að ígrunda
þurfi hvert skuli stefna hvað varð-
ar slíka upplýsingasöfnun og meta
hvaða persónuupplýsingar fjár-
málastofnunum sé í raun nauðsyn-
legt að skrá og láta Seðlabankanum
í té. „Það er verðugt umhugsunar-
efni hvort svo sé komið að upplýs-
ingasöfnun Seðlabanka Íslands fái
ekki samrýmst nútíma sjónarmið-
um um einkalífsrétt í lýðræðis-
ríki. Persónuvernd er ekki kunn-
ugt um að nokkur annar seðlabanki
í hinum vestræna heimi safni svo
víðtækum persónuupplýsingum um
borgara ríkisins,“ segir í umsögn-
inni.
Bent er á að sú upplýsingasöfnun
sem þegar fari fram í Seðlabankan-
um muni að mestu leyti vera vegna
gjaldeyrishafta. „Samkvæmt fyrir-
liggjandi frumvarpi er hins vegar
ekki aðeins fyrirhugað að auka eft-
irlit Seðlabanka Íslands með ein-
staklingum vegna gjaldeyrishafta,
heldur jafnvel að fella það viðmið
niður. Engin skýr viðmið virðast
eiga að koma í staðinn.“
Bent er á að hvorki í frumvarp-
inu sjálfu, né í athugasemdum sem
fylgja því, komi fram að hvaða
marki bankanum gæti verið nauð-
synlegt að afla persónuupplýsinga
sem ekki tengist gjaldeyriseftirliti.
„Enn fremur er ekkert fjallað um
tilgang slíkrar upplýsingaöflunar
og engar skorður eru settar við
því hvaða tegund upplýsinga bank-
anum er heimilt að safna. Óvíst
er að slík löggjöf standist ákvæði
71. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir
í umsögn Persónuverndar. „Til
þess yrði fyrir það fyrsta að setja
öryggisákvæði í lögin. Í sett lög
hefur skort fullnægjandi öryggis-
ákvæði, svo sem um takmarkanir
á heimildum til ráðstöfunar á upp-
lýsingunum.“
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingar og formaður efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis, segir
að vel verði farið yfir ábendingar
Persónuverndar í nefndinni. „Auð-
vitað er mikilvægt að Seðlabank-
inn hafi ríkar eftirlitsheimildir og
sambærilegar við þær sem Fjár-
málaeftirlitið hefur,“ segir Helgi og
gerir ráð fyrir því að nefndin fari
yfir þær heimildir annars vegar og
ábendingar Persónuverndar hins
vegar „og leitist við að gæta með-
alhófs í lagasetningunni“. - óká
Enginn annar seðlabanki
safnar viðlíka upplýsingum
Persónuvernd segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál ekki samrýmast sjónarmiðum um
einkalífsrétt í lýðræðisríki. Óbreytt eykur frumvarpið mjög heimildir Seðlabankans til upplýsingasöfnunar.
VÆTA FYRIR NORÐAN Í dag
verður fremur hæg V-læg átt,
hægara S-til. Það má búast við
dálítilli úrkomu N-til á landinu
en nokkuð björtu veðri syðra.
Hiti 1-9 stig.
VEÐUR 4
2
6 6
4
5
TRUFLA EKKI HRAFNINN Eftir að hrafnapar kom sér upp laupi við skólabjölluna á Austur-
bæjarskóla hefur Guðmundur Sighvatsson skólastjóri hringt inn með gamla laginu. Hann segist einnig ná að
tengjast nemendunum betur með því að sinna gæslu á leikvellinum í frímínútum. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Barokktíska
Hnébuxur, tjull, fegurðarblettir
og hárkollur settu svip sinn á
tískusýningu Chanel sem fór fram
í Versölum á dögunum.
3
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórinn í Sveitarfélaginu
Garði las um það á netinu að til stæði að segja honum
upp störfum. Uppsögn bæjarstjóra var einn af fjór-
um dagskrárliðum sem auglýstir voru á aukafundi
bæjarstjórnar Garðs sem fram fór í gærkvöldi.
„Þetta er bara eins og hjá krökkunum sem segja
hverju öðru upp með SMS,“ segir Ásmundur Frið-
riksson, fráfarandi bæjarstjóri, en samþykkt var á
fundinum í gær að reka hann. Til stendur að auglýsa
eftir nýjum bæjarstjóra.
„Kostnaðurinn gæti hins vegar numið um 50 millj-
ónum plús launa annars bæjarstjóra,“ segir hann og
kveðst samkvæmt samningi á launum fram í febrúar
2015. „Fari allt á versta veg getur nýr meirihluti
staðið frammi fyrir því eftir næstu kosningar að
vera með þrjá bæjarstjóra á launum.“ Heildarkostnað
segir Ásmundur því geta orðið 115 milljónir króna.
Hvorki náðist í Jónínu Holm, forseta bæjarstjórnar
né Kolfinnu S. Magnúsdóttur, formann bæjarráðs í
gærkvöldi. - óká
Bæjarstjórinn í Garði var rekinn á aukafundi bæjarstjórnar seinni partinn í gær:
Verður á launum til febrúar 2015
Ógurlegir útlendingar
Stjórnmálamenn hafa hag
af því að kenna útlendingum
um vandræði skrifar Jón
Ormur Halldórsson.
í dag 17
Jöfnuðu markametið
Sextán íslensk mörk voru
skoruð í ensku úrvals-
deildinni á nýliðnu tímabili.
sport 34
Auðvitað er mikilvægt
að Seðlabankinn hafi
ríkar eftirlitsheimildir.
HELGI HJÖRVAR
FORMAÐUR EFNAHAGS-
OG VIÐSKIPTANEFNDAR